„Blik 1960/Þórarinn Hafliðason, fyrri hluti“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(19 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 4: | Lína 4: | ||
[[Sigfús M. Johnsen|SIGFÚS M. JOHNSEN]] | <center>[[Sigfús M. Johnsen|SIGFÚS M. JOHNSEN]]:</center> | ||
<center>[[Mynd: 1961 b 127.jpg|ctr|500px]]</center> | |||
<big><center>(1. grein)</center> | |||
<br> | |||
<br> | |||
<big><big><big><big><center>''Þórarinn Hafliðason,''</center></big></big></big> | |||
<center>fyrsti mormónatrúboðinn í Vestmannaeyjum</center></big> | |||
[[Mynd: Sigfús M. Johnsen 2.jpg|thumb|350px|''Sigfús M. Johnsen, höf. greinarinnar.'']] | [[Mynd: Sigfús M. Johnsen 2.jpg|thumb|350px|''Sigfús M. Johnsen, höf. greinarinnar.'']] | ||
Í Vestmannaeyjum hófst fyrst sem kunnugt er, mormónatrúboð hér á landi, og var það árið 1851, er | |||
Í Vestmannaeyjum hófst fyrst sem kunnugt er, mormónatrúboð hér á landi, og var það árið 1851, er Þórarinn Hafliðason kom í síðara skiptið frá Kaupmannahöfn, en þar hafði hann tekið mormónatrú, meðan hann var þar við trésmíðanám. Sama ár kom og hingað frá Danmörku [[Guðmundur Guðmundsson (mormóni)|Guðmundur Guðmundsson]], mormóni, frá Ártúnum í Oddasókn í Rangárvallasýslu, er verið hafði lengi í Danmörku við gullsmíðanám. <br> | |||
Þórarinn Hafliðason var Rangvellingur að ætt og uppruna, fæddur að Eystra-Hóli í Sigluvíkursókn í þáverandi Stórólfshvolsprestakalli, 1. október 1825 og skírður sama dag. Guðfeðgin voru Sólrún ljósmóðir Sigurðardóttir í Tobbakoti í Þykkvabæ og Páll Arnoddsson, aðalbóndinn á Eystra-Hóli, og Sigmundur Pálsson. <br> | Þórarinn Hafliðason var Rangvellingur að ætt og uppruna, fæddur að Eystra-Hóli í Sigluvíkursókn í þáverandi Stórólfshvolsprestakalli, 1. október 1825 og skírður sama dag. Guðfeðgin voru Sólrún ljósmóðir Sigurðardóttir í Tobbakoti í Þykkvabæ og Páll Arnoddsson, aðalbóndinn á Eystra-Hóli, og Sigmundur Pálsson. <br> | ||
Foreldrar Þórarins, Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir, höfðu flutzt 1825 frá Dalskoti í Dalssókn undir Eyjafjöllum að Eystra- (Syðra) Hóli og setzt að á einhverjum hluta af jörðinni. Með þeim voru tveir synir þeirra, Þórarinn eldri f. 29. júlí 1823, og Eiríkur, f. 29. ág. 1824. Eigi staðnæmdust hjónin lengi á Eystra-Hóli, því að árið eftir, 1826, fara þau þegar þaðan og flytjast búferlum að Syðri-Kvíhólma í Holtssókn undir Eyjafjöllum. Erfitt var þá eignalitlu fólki að reisa bú og fá ábúð á jörð og þótti gott, ef hægt var að fá þó ekki væri nema smájarðarskika. Tveim drengjunum komu þau fyrir í fóstur hjá skyldfólki, Þórarni eldra í Litlu-Hildisey hjá móðurömmu Oddnýju Guðmundsdóttur, er þar bjó með seinna manni sínum, og Þórarni yngra hjá föðurafa sínum, síðar í Miðeyjarhólmi, Þórarni Eiríkssyni, er síðar bjó í Hólmahjáleigu, er þeir Þórarinn Eiríksson og Pétur Ólafsson, er þar bjó, höfðu jarðaskipti. Pétur var faðir Sigríðar Pétursdóttur, konu Sigurðar Sigurðssonar Eyjólfssonar á Kúhóli og Jóns Péturssonar, föður [[Jón Jónsson (Hlíð)|Jóns Jónssonar]] útgerðarmanns í [[Hlíð]] í Eyjum. <br> | Foreldrar Þórarins, Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir, höfðu flutzt 1825 frá Dalskoti í Dalssókn undir Eyjafjöllum að Eystra- (Syðra) Hóli og setzt að á einhverjum hluta af jörðinni. Með þeim voru tveir synir þeirra, Þórarinn eldri f. 29. júlí 1823, og Eiríkur, f. 29. ág. 1824. Eigi staðnæmdust hjónin lengi á Eystra-Hóli, því að árið eftir, 1826, fara þau þegar þaðan og flytjast búferlum að Syðri-Kvíhólma í Holtssókn undir Eyjafjöllum. Erfitt var þá eignalitlu fólki að reisa bú og fá ábúð á jörð og þótti gott, ef hægt var að fá þó ekki væri nema smájarðarskika. Tveim drengjunum komu þau fyrir í fóstur hjá skyldfólki, Þórarni eldra í Litlu-Hildisey hjá móðurömmu Oddnýju Guðmundsdóttur, er þar bjó með seinna manni sínum, og Þórarni yngra hjá föðurafa sínum, síðar í Miðeyjarhólmi, Þórarni Eiríkssyni, er síðar bjó í Hólmahjáleigu, er þeir Þórarinn Eiríksson og Pétur Ólafsson, er þar bjó, höfðu jarðaskipti. Pétur var faðir [[Sigríður Pétursdóttir (Ólafshúsum)|Sigríðar Pétursdóttur]], konu Sigurðar Sigurðssonar Eyjólfssonar á Kúhóli og Jóns Péturssonar, föður [[Jón Jónsson (Hlíð)|Jóns Jónssonar]] útgerðarmanns í [[Hlíð]] í Eyjum. <br> | ||
Frá fósturforeldrum sínum í Hólmahjáleigu fluttist Þórarinn til Vestmannaeyja, 14 ára að aldri, árið 1838, og fer þá léttadrengur að Kirkjubæ (1839) til [[Sigurður Einarsson | Frá fósturforeldrum sínum í Hólmahjáleigu fluttist Þórarinn til Vestmannaeyja, 14 ára að aldri, árið 1838, og fer þá léttadrengur að Kirkjubæ (1839) til [[Sigurður Einarsson (Vilborgarstöðum)|Sigurðar Einarssonar]] klénssmiðs, er þá bjó þar ásamt konu sinni [[Guðný Jónsdóttir (Ofanleiti)|Guðnýju Austmann]]. Hjá þeim var hann, er séra [[Jón Austmann]] fermdi hann 17 ára gamlan. Gefur prestur honum þann vitnisburð, að hann kunni allsæmilega, en skilji illa, frómur og hlýðinn sagður. Hann getur þess, að Þórarinn hafi komið frá fastalandi lítt kunnandi, en síðan hafi hann lært þá uppáboðnu evangel. lærdómsbók, án smástílsins, enda hafi þessi 2—3 ár verið lögð öll rækt við hann, bæði af presti og húsbændum. Sigurður Einarsson var þjóðhagasmiður og tók sveinspróf í þeirri grein. Hjá honum mun Þórarinn hafa lært smíðar. Segir sóknarprestur, að mikil rækt hafi verið lögð við hann hjá þeim hjónum á Kirkjubæ. Við húsvitjun þar 1839, segir um Þórarinn: „Les vel og skilur.“ <br> | ||
Sigurður Einarsson mun hafa verið fyrsti lærði járn- eða málmsmiðurinn í Vestmannaeyjum. Hann átti og til þeirra að telja, sem nafnkunnir voru smiðir og hagleiksmenn, sonur [[Einar Sigurðsson | Sigurður Einarsson mun hafa verið fyrsti lærði járn- eða málmsmiðurinn í Vestmannaeyjum. Hann átti og til þeirra að telja, sem nafnkunnir voru smiðir og hagleiksmenn, sonur [[Einar Sigurðsson (Vilborgarstöðum)|Einars Sigurðssonar]], hreppstjóra og meðhjálpara á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], bróður [[Árni Einarsson (Vilborgarstöðum)|Árna Einarssonar]] á Vilborgarstöðum og merkiskonunnar [[Kristín Einarsdóttir (Nýjabæ)|Kristínar Einarsdóttur]] í [[Nýibær|Nýjabæ]], en heimili þeirra feðga á Vilborgarstöðum, austasti bærinn, var lengi mesta myndarheimilið í Vestmannaeyjum, og þeir feðgar forsjármenn sinnar sveitar og allt í öllu, eins og sagt var. Afi Einars bónda á Vilborgarstöðum var [[Magnús Sigurðsson (kóngssmiður)|Magnús (Sigurðsson)]] síðastur eða meðal hinna síðustu hinna svokölluðu kóngssmiða hér, þeirra, er smíðuðu konungsskipin (vertíðarskip konungsverzlunarinnar)<nowiki>*</nowiki>. <br> | ||
Segja má með sanni, að Þórarinn hafi verið heppinn að lenda hjá þeim hjónum á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] og dveljast hjá þeim nokkur þroskaár sín. Árið 1843 er hann kominn að [[Ólafshús]]um til [[Jón Jónsson | Segja má með sanni, að Þórarinn hafi verið heppinn að lenda hjá þeim hjónum á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] og dveljast hjá þeim nokkur þroskaár sín. Árið 1843 er hann kominn að [[Ólafshús]]um til [[Jón Jónsson (Ólafshúsum)|Jóns Jónssonar]] bónda, er ættaður var úr Marteinstungu í Holtum, er þar bjó ókvæntur. Þar er Þórarinn til 1845 og er Jón bóndi þá kvæntur [[Vilborg Jónsdóttir (Ólafshúsum)|Vilborgu Jónsdóttur]], ættaðri úr Vestmannaeyjum. Þá eru og sjálfra sín ógift í Ólafshúsum, nýkomin af landi, [[Magnús Bjarnason (Helgahjalli)|Magnús Bjarnason]], síðar mormóni, og [[Þuríður Magnúsdóttir (Helgahjalli)|Þuríður Magnúsdóttir]]. Þau giftust 1849 og fóru síðan til Utah með [[Loftur Jónsson í Þorlaugargerði|Lopti Jónssyni]] í Þorlaugargerði árið 1857. Í Eyjum áttu þau heima í [[Helgahjallur|Helgahjalli]], þar sem nú er húsið [[Klöpp]]. Í Ólafshúsum kynnast þeir Magnús Bjarnason, síðar nafnkunnur mormóni og trúboði, greindarmaður, og Þórarinn. <br> | ||
[[Mynd: 1960, bls. 111.jpg|ctr|400px]] | |||
''Þórarinn Hafliðason frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.''<br> | |||
''Fyrsti mormónatrúboði í Eyjum.'' | |||
Auk smíðanámsins, sem ég hygg að megi fullyrða, að Þórarinn hafi ástundað hjá Sigurði Einarssyni, mun hann hafa lagt fyrir sig öll venjuleg störf ungra manna, eins og þau féllu til á heimilum jarðarbænda í Vestmannaeyjum, þar með talin sláttarverk, þó að eigi væri mikil, heima og ef til vill í úteyjum. Fljótt mun honum hafa verið kennt að fara með lundagrefil og taka lunda í holum, klifra og síga í björg við fýlungaveiðar o.s.frv. að ógleymdri sjósókninni á vor-, sumar- og vetrarvertíð. Ekki er annað vitað en að Þórarinn hafi þótt dugandi til allra verka, reglusamur og vel gefinn ungur efnismaður. <br> | Auk smíðanámsins, sem ég hygg að megi fullyrða, að Þórarinn hafi ástundað hjá Sigurði Einarssyni, mun hann hafa lagt fyrir sig öll venjuleg störf ungra manna, eins og þau féllu til á heimilum jarðarbænda í Vestmannaeyjum, þar með talin sláttarverk, þó að eigi væri mikil, heima og ef til vill í úteyjum. Fljótt mun honum hafa verið kennt að fara með lundagrefil og taka lunda í holum, klifra og síga í björg við fýlungaveiðar o.s.frv. að ógleymdri sjósókninni á vor-, sumar- og vetrarvertíð. Ekki er annað vitað en að Þórarinn hafi þótt dugandi til allra verka, reglusamur og vel gefinn ungur efnismaður. <br> | ||
Þá er að geta nánar foreldra Þórarins. Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir byrjuðu búskap sinn í Dalskoti í Stóradalssókn undir Eyjafjöllum. Þau voru gefin saman í Stóradalskirkju 29. júlí 1823, hann 22 ára og hún 27 ára, þá bústýra hans. Svaramenn voru Þórarinn Eiríksson, þá í Berjaneshjáleigu, faðir Hafliða og afi Þórarins, og Einar Árnason í | Þá er að geta nánar foreldra Þórarins. Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir byrjuðu búskap sinn í Dalskoti í Stóradalssókn undir Eyjafjöllum. Þau voru gefin saman í Stóradalskirkju 29. júlí 1823, hann 22 ára og hún 27 ára, þá bústýra hans. Svaramenn voru Þórarinn Eiríksson, þá í Berjaneshjáleigu, faðir Hafliða og afi Þórarins, og Einar Árnason í | ||
Litlu-Hildisey, stjúpi Höllu. Í Dalskoti fæddist þeim hjónum synirnir, Þórarinn eldri, f. sem áður segir í júlí 1823 og Eiríkur, f. 1824. <br> | Litlu-Hildisey, stjúpi Höllu. Í Dalskoti fæddist þeim hjónum synirnir, Þórarinn eldri, f. sem áður segir í júlí 1823 og Eiríkur, f. 1824. <br> | ||
Þórarinn Eiríksson faðir Hafliða, var fæddur um 1775, og móðir Hafliða, kona Þórarins, Margrét Jónsdóttir, var fædd ári síðar eða um 1776, og voru þau hjónin vinnuhjú í Hólminum í Voðmúlastaðasókn í Landeyjaþingum, hjá Eiriki Þórarinssyni, föður Þórarins. Kona Eiríks og móðir Þórarins Eiríkssonar í Hólminum, var Guðrún Þórðardóttir, fædd um 1745, en Eiríkur maður hennar ári yngri, eða fimmtíu og sex ára, sbr. manntalið 1801. <br> | Þórarinn Eiríksson faðir Hafliða, var fæddur um 1775, og móðir Hafliða, kona Þórarins, Margrét Jónsdóttir, var fædd ári síðar eða um 1776, og voru þau hjónin vinnuhjú í Hólminum í Voðmúlastaðasókn í Landeyjaþingum, hjá Eiriki Þórarinssyni, föður Þórarins. Kona Eiríks og móðir Þórarins Eiríkssonar í Hólminum, var Guðrún Þórðardóttir, fædd um 1745, en Eiríkur maður hennar ári yngri, eða fimmtíu og sex ára, sbr. manntalið 1801. <br> | ||
Móðir Þórarins Hafliðasonar mormóna var Halla Gunnlaugsdóttir, er fædd var um 1796, Þórólfssonar bónda á Bryggjum í Landeyjum Jónssonar og konu hans Oddnýjar Guðmundsdóttur, f. um 1768. Gunnlaugur var f. um 1743. Þau Gunnlaugur og Oddný eru í húsmennsku hjá Þórólfi Jónssyni á Bryggjum og konu hans, Margréti Jónsdóttur, sbr. manntal 1801. Að Gunnlaugi Þórólfssyni látnum, giftist Oddný ekkja hans, er var miklu yngri, Einari Árnasyni, og bjuggu þau í Litlu-Hildisey. Þeirra sonur var Gunnlaugur, er átti Guðríði Magnúsdóttur. Þeirra dóttir var Guðríður, er átti Ísleif Ísleifsson og voru þeirra börn: Steinunn Ísleifsdóttir kona Sigurðar Guðmundssonar bónda í Litlu-Hildisey, föður [[Guðmundur Sigurðsson|Guðmundar]] í [[Heiðardalur|Heiðardal]] í Vestmannaeyjum og þeirra systkina, og [[Guðmundur Ísleifsson | Móðir Þórarins Hafliðasonar mormóna var Halla Gunnlaugsdóttir, er fædd var um 1796, Þórólfssonar bónda á Bryggjum í Landeyjum Jónssonar og konu hans Oddnýjar Guðmundsdóttur, f. um 1768. Gunnlaugur var f. um 1743. Þau Gunnlaugur og Oddný eru í húsmennsku hjá Þórólfi Jónssyni á Bryggjum og konu hans, Margréti Jónsdóttur, sbr. manntal 1801. Að Gunnlaugi Þórólfssyni látnum, giftist Oddný ekkja hans, er var miklu yngri, Einari Árnasyni, og bjuggu þau í Litlu-Hildisey. Þeirra sonur var Gunnlaugur, er átti Guðríði Magnúsdóttur. Þeirra dóttir var Guðríður, er átti Ísleif Ísleifsson og voru þeirra börn: Steinunn Ísleifsdóttir kona Sigurðar Guðmundssonar bónda í Litlu-Hildisey, föður [[Guðmundur Sigurðsson|Guðmundar]] í [[Heiðardalur|Heiðardal]] í Vestmannaeyjum og þeirra systkina, og [[Guðmundur Ísleifsson (Vilborgarstöðum)|Guðmundur Ísleifsson]] í [[Háigarður|Háagarði]] í Vestmannaeyjum f. 22. 6. 1859, er átti [[Guðrún Guðmundsdóttir (Háagarði)|Guðrúnu Guðmundsdóttur]] [[Guðmundur Þorkelsson (Háagarði)|Þorkelssonar]] bónda í Háagarði. Guðmundur Ísleifsson var járnsmiður. Hann dó 30. des. 1903. Guðrún kona hans fór til Vesturheims með dóttur þeirra Margréti Ísleifu 1905. <br> | ||
Árin, sem Þórarinn Hafliðason var á Kirkjubæ hjá Sigurði klénsmið Einarssyni, var Kirkjubær vel setinn. Auk Sigurðar Einarssonar voru þar tveir aðrir mikir smiðir, t.d. [[Ólafur Guðmundsson | Árin, sem Þórarinn Hafliðason var á Kirkjubæ hjá Sigurði klénsmið Einarssyni, var Kirkjubær vel setinn. Auk Sigurðar Einarssonar voru þar tveir aðrir mikir smiðir, t.d. [[Ólafur Guðmundsson (Kirkjubæ)|Ólafur Guðmundsson]] járnsmiður, er þá bjó þar með [[Helga Ólafsdóttir (Kirkjubæ)|Helgu Ólafsdóttur]] fyrri konu sinni. Síðar (1842) kvæntist hann [[Guðrún Pálsdóttir yngri (Kirkjubæ)|Guðrúnu yngri Pálsdóttur]] [[Páll Jónsson| prests Jónssonar skálda]] í Kirkjubæ. Þau skildu. <br> | ||
Hinn smiðurinn var [[Eiríkur Hansson]], bátasmiður mikill, giftur [[Kristín Jónsdóttir | Hinn smiðurinn var [[Eiríkur Hansson (Gjábakka)|Eiríkur Hansson]], bátasmiður mikill, giftur [[Kristín Jónsdóttir (Gjábakka)|Kristínu Jónsdóttur]]. Þau bjuggu síðar á [[Gjábakki|Gjábakka]]. <br> | ||
Einnig bjó á Kirkjubæ [[Ingveldur Magnúsdóttir | Einnig bjó á Kirkjubæ [[Ingveldur Magnúsdóttir|Ingveldur Magnúsdóttir]], ekkja [[Oddur Ögmundsson|Odds bónda Ögmundssonar]], með börnum þeirra, þar á meðal [[Þuríður Oddsdóttir (Sjólyst)|Þuríði Oddsdóttur]], er þá var langt innan fermingar, en varð síðar kona Þórarins Hafliðasonar. Þórarinn og Þuríður voru samtímis á Kirkjubæ árið 1841, er Þórarinn var fermdur, bæði hjá Sigurði Einarssyni bónda. <br> | ||
Hafliði Þórarinsson hafði títt bústaðaskipti, er sjaldnast var til hagræðis fátækum frumbýlingum. Þau hjón hafa verið dugleg og atorkusöm, er af ýmsu má marka, og reynt að bjarga sér eftir beztu getu á þeim erfiðleikatímum, er hér voru fyrir alla alþýðu manna. Frá Syðri-Kvíhólma fluttu þau hjón, Hafliði og Halla foreldrar Þórarins, að smábýlinu Horni hjá prestssetrinu Holti og voru þar í húsmennsku. Þar fæddist þeim dóttirin [[Margrét Hafliðadóttir|Margrét eldri]], 12. júlí 1830, er varð móðir merkisbóndans [[Guðmundur Þórarinsson | Hafliði Þórarinsson hafði títt bústaðaskipti, er sjaldnast var til hagræðis fátækum frumbýlingum. Þau hjón hafa verið dugleg og atorkusöm, er af ýmsu má marka, og reynt að bjarga sér eftir beztu getu á þeim erfiðleikatímum, er hér voru fyrir alla alþýðu manna. Frá Syðri-Kvíhólma fluttu þau hjón, Hafliði og Halla foreldrar Þórarins, að smábýlinu Horni hjá prestssetrinu Holti og voru þar í húsmennsku. Þar fæddist þeim dóttirin [[Margrét Hafliðadóttir (Vesturhúsum)|Margrét eldri]], 12. júlí 1830, er varð móðir merkisbóndans [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)|Guðmundar Þórarinssonar]] á [[Vesturhús|Vestri-Vesturhúsum]]. Guðmundur var fæddur í Berjanesi í Steinasókn í Eyvindarhólaprestakalli, 28. des. 1850, skírður sama dag. Guðfeðgin: Margrét Jónsdóttir ljósmóðir í Steinum, kona Helga bónda Guðmundssonar í Steinum og amma [[Sveinn Jónsson (Sveinsstöðum)|Sveins Jónssonar]] trésmíðameistara í Eyjum, síðar í Reykjavík, og þeirra systkina. <br> | ||
Þórarinn Jónsson faðir Guðmundar var í Berjanesi hjá Hafliða, en hann var fæddur í Berjanesi í Útlandeyjum, þá í Breiðabólsstaðarsókn, 28. ágúst 1832, sonur Jóns Jónssonar frá Ey. <br> | Þórarinn Jónsson faðir Guðmundar var í Berjanesi hjá Hafliða, en hann var fæddur í Berjanesi í Útlandeyjum, þá í Breiðabólsstaðarsókn, 28. ágúst 1832, sonur Jóns Jónssonar frá Ey. <br> | ||
Margrét Hafliðadóttir dó hjá syni sínum að Vesturhúsum 17. des. 1915 og hefur þá verið 85 ára að aldri. Var gerðarkona og tápmikil, ræðin og skemmtileg. <br> | Margrét Hafliðadóttir dó hjá syni sínum að Vesturhúsum 17. des. 1915 og hefur þá verið 85 ára að aldri. Var gerðarkona og tápmikil, ræðin og skemmtileg. <br> | ||
Frá Horni fluttist Hafliði að Ormskoti og þaðan 1830 að Minni-Borg í Eyvindarhólasókn með börn sín, er voru hjá þeim hjónum, Eirík 12 ára, Ólaf 10, Margréti eldri 6 ára og Margréti yngri 1 árs. Nokkrum árum seinna flutti Hafliði að Berjanesi í Steinasókn og þar luku þau bæði æviskeiði sínu. Í Berjanesi var fjórbýli og þröngsetið. Þar bjó m.a. Margrét Þórarinsdóttir systir Hafliða með manni sínum, en jörðin var stór, svo að sumstaðar var þá þrengra um. Í Berjaneshjáleigu var þá tvíbýli. Hafliði Þórarinsson drukknaði 1853, 28 ára. Ekkja hans bjó í Berjanesi alllengi eftir hann og lézt þar, 73 ára, 1870. <br> | Frá Horni fluttist Hafliði að Ormskoti og þaðan 1830 að Minni-Borg í Eyvindarhólasókn með börn sín, er voru hjá þeim hjónum, Eirík 12 ára, Ólaf 10, Margréti eldri 6 ára og Margréti yngri 1 árs. Nokkrum árum seinna flutti Hafliði að Berjanesi í Steinasókn og þar luku þau bæði æviskeiði sínu. Í Berjanesi var fjórbýli og þröngsetið. Þar bjó m.a. Margrét Þórarinsdóttir systir Hafliða með manni sínum, en jörðin var stór, svo að sumstaðar var þá þrengra um. Í Berjaneshjáleigu var þá tvíbýli. Hafliði Þórarinsson drukknaði 1853, 28 ára. Ekkja hans bjó í Berjanesi alllengi eftir hann og lézt þar, 73 ára, 1870. <br> | ||
Fósturforeldrar Þórarins Hafliðasonar, föðurafi hans Þórarinn Eiríksson og seinni kona hans Níelsína Níelsdóttir, bjuggu í Berjaneshjáleigu í Útlandeyjum, Breiðabólsstaðarsókn, er Þórarinn kom til þeirra á 1. ári (1825), og víst tæpu ári síðar, 1826, fluttu þau í Austur-Landeyjar. Eru þau eitthvað á Krossi, seinna í Miðeyjarhólmi og víðar, sem áður segir. <br> | Fósturforeldrar Þórarins Hafliðasonar, föðurafi hans Þórarinn Eiríksson og seinni kona hans Níelsína Níelsdóttir, bjuggu í Berjaneshjáleigu í Útlandeyjum, Breiðabólsstaðarsókn, er Þórarinn kom til þeirra á 1. ári (1825), og víst tæpu ári síðar, 1826, fluttu þau í Austur-Landeyjar. Eru þau eitthvað á Krossi, seinna í Miðeyjarhólmi og víðar, sem áður segir. <br> | ||
Þórarinn Hafliðason mun hafa farið til Danmerkur árið 1846, því að frá 1845 sést hans ekki getið um nokkur ár í kirkjubókum Vestmannaeyja, án þess brottfarar hans sé þó getið. Hann mun hafa farið til smíðanáms að líkindum fyrir atbeina Sigurðar Einarssonar málmsmiðs og þeirra feðga [[Johan Nikolai Abel|Jóhanns Nikolai Abel]] kammerráðs og sýslumanns og [[Christian Abel|Chr. Abels]] kaupmanns, er þá var nýlega kvæntur [[Jóhanna Jónsdóttir Abel|Jóhönnu Jónsdóttur]] | Þórarinn Hafliðason mun hafa farið til Danmerkur árið 1846, því að frá 1845 sést hans ekki getið um nokkur ár í kirkjubókum Vestmannaeyja, án þess brottfarar hans sé þó getið. Hann mun hafa farið til smíðanáms að líkindum fyrir atbeina Sigurðar Einarssonar málmsmiðs og þeirra feðga [[Johan Nikolai Abel|Jóhanns Nikolai Abel]] kammerráðs og sýslumanns og [[Jens Christian Thorvald Abel|Chr. Abels]] kaupmanns, er þá var nýlega kvæntur [[Jóhanna Jónsdóttir Abel (Godthaab)|Jóhönnu Jónsdóttur]] Salómonsen verzlunarstjóra | ||
á Reykjarfirði, systur frú [[Ragnheiður Jónsdóttir | á Reykjarfirði, systur frú [[Ragnheiður Jónsdóttir (Ofanleiti)|Ragnheiðar]], konu [[séra Brynjólfur Jónsson|séra Brynjólfs Jónssonar]], og Jóns Salómonsens. Aftur kemur Þórarinn út árið 1849 og er þá útlærður snikkarasveinn og hafði þessi ár stundað nám hjá trésmíðameistara. Settist hann að í húsinu [[Sjólyst]], er reist mun hafa verið 1836, og tekur að stunda iðn sína. <br> | ||
Skömmu eftir heimkomu sína kvæntist Þórarinn og gekk að eiga heitkonu sína Þuríði Oddsdóttur frá Kirkjubæ, og voru þau gefin saman í Landakirkju eftir undangengnar þrjár venjulegar lýsingar, þ. 15. ágúst 1850. Helmingafélag var ákveðið með brúðhjónunum og morgungáfa 15 rd. Svaramenn brúðhjónanna voru Chr. Abel kaupmaður í [[Godthaab]], hans, og hennar [[Magnús Oddsson | Skömmu eftir heimkomu sína kvæntist Þórarinn og gekk að eiga heitkonu sína [[Þuríður Oddsdóttir (Sjólyst)|Þuríði Oddsdóttur]] frá Kirkjubæ, og voru þau gefin saman í Landakirkju eftir undangengnar þrjár venjulegar lýsingar, þ. 15. ágúst 1850. Helmingafélag var ákveðið með brúðhjónunum og morgungáfa 15 rd. Svaramenn brúðhjónanna voru Chr. Abel kaupmaður í [[Godthaab]], hans, og hennar [[Magnús Oddsson]] skipstjóri á Kirkjubæ, bróðir hennar. <br> | ||
Þuríður Oddsdóttir var fædd 12. maí 1829 og voru foreldrarnir, Oddur Ögmundsson, bóndi á Kirkjubæ, fæddur á Hvoli í Mýrdal um 1786. Mun hann hafa komið ungur með móður sinni að föðurnum látnum. Var Oddur fermdur hér í Landakirkju 15 ára árið 1802 og er þá hjá stjúpa sínum, [[Jón Einarsson | Þuríður Oddsdóttir var fædd 12. maí 1829 og voru foreldrarnir, Oddur Ögmundsson, bóndi á Kirkjubæ, fæddur á Hvoli í Mýrdal um 1786. Mun hann hafa komið ungur með móður sinni að föðurnum látnum. Var Oddur fermdur hér í Landakirkju 15 ára árið 1802 og er þá hjá stjúpa sínum, [[Jón Einarsson (Nýjabæ)|Jóni Einarssyni]] í [[Dalir|Dölum]], og móður sinni [[Ingigerður Árnadóttir (Nýjabæ)|Ingigerði Árnadóttur]], ljósmóður. Jón varð seinna hreppstjóri og bjó í Nýjabæ. Þrjú voru börnin, er fermd voru þetta ár 1802, öll undirbúin af presti og aðstandendum, 3—4 ár, og fá börnin þann vitnisburð, ,,að þau hafi lært þann uppáboðna lærdóm, vel læs, en í meðallagi gáfuð til skilnings.“ Í þann tíð voru sóknarprestar hér ennþá tveir og alllengi síðar sem kunnugt er. Séra [[Ari Guðlaugsson]] var þá prestur að Ofanleiti og að Kirkjubæ séra [[Bjarnhéðinn Guðmundsson ]] [[Guðmundur Eyjólfsson (Þorlaugargerði)|Eyjólfssonar]] bónda og kóngssmiðs í [[Þorlaugargerði]]. <br> | ||
Ætt Odds Ögmundssonar mun vera hin sama og [[Ögmundur | Ætt Odds Ögmundssonar mun vera hin sama og [[Ögmundur Árnason (Fagurlyst)|Ögmundar Árnasonar]]*** úr Mýrdal, er hingað fluttist, föður þeirra [[Jón Ögmundsson (Dalbæ)|Jóns Ögmundssonar]], [[Ögmundur Ögmundsson (Landakoti)|Ögmundar]] í [[Landakot]]i og [[Arnbjörn Ögmundsson (Presthúsum)|Arnbjörns]] í [[Presthús]]um. Var það stórvaxið fólk, duglegt og vel gefið og trölltryggt. <br> | ||
Móðir Þuríðar, kona Odds Ögmundssonar, var [[Ingveldur Magnúsdóttir]] frá [[Lönd]]um hér í Eyjum, en var fædd í Yztabæliskoti undir Eyjafjöllum. Ingveldur var systir [[Magnús Magnússon | Móðir Þuríðar, kona Odds Ögmundssonar, var [[Ingveldur Magnúsdóttir]] frá [[Lönd]]um hér í Eyjum, en var fædd í Yztabæliskoti undir Eyjafjöllum. Ingveldur var systir [[Magnús Magnússon (Háagarði)|Magnúsar Magnússonar]] í Háagarði föður [[Margrét Magnúsdóttir (Háagarði)|Margrétar]] konu Guðmundar Þorkelssonar bónda þar, föður [[Magnús Guðmundsson (Hlíðarási)|Magnúsar]] í [[Hlíðarás]]i og þeirra systkina. <br> | ||
Árið 1831, 20. júlí, var fastnað með yngismanni Oddi Ögmundssyni og Ingveldi Magnúsdóttur, er þá var 18 ára gömul, eftir þrennar undangengnar lýsingar af prédikunarstóli. Þá var prestur hér á Kirkjubæ, séra [[Páll Jónsson]] skáldi. Oddur og Ingveldur bjuggu á Kirkjubæ og þar dó Oddur, 27. jan. 1837, úr holdsveiki. Ingveldur ekkja hans bjó áfram á Kirkjubæ og sonur þeirra [[Magnús Oddsson|Magnús]] með henni um tíma. Magnús var tvíkvæntur, hann var skipherra og hafnsögumaður, gerðarmaður, dugmikill og kappgjarn. Magnús Oddsson á Kirkjubæ var með [[Helga, þilskip|þilskipið Helgu]], er fórst í apríl 1867 með allri áhöfn, 6 manns. Dóttir Magnúsar og seinni konu hans [[Margrét Magnúsdóttir|Margrétar Magnúsdóttur]], móðursystur [[Erlendur Árnason|Erlendar Árnasonar]] á [[Gilsbakki|Gilsbakka]], var [[Magnúsína Magnúsdóttir|Magnússína]], er var í [[Frydendal]] með móður sinni, fór síðar austur á firði og giftist þar. Sonur hennar og [[Tómas Ólafsson|Tómasar Ólafssonar]] í [[Nýborg]] er [[Magnús Tómasson (Hrafnabjörgum)|Magnús Tómasson]], formaður og sjósóknari mikill á [[Hrafnabjörg]]um í Eyjum. Hálfbróðir hans var [[Ólafur Tómasson|Ólafur Tómass.]] [[Tómas Ólafsson | Árið 1831, 20. júlí, var fastnað með yngismanni Oddi Ögmundssyni og Ingveldi Magnúsdóttur, er þá var 18 ára gömul, eftir þrennar undangengnar lýsingar af prédikunarstóli. Þá var prestur hér á Kirkjubæ, séra [[Páll Jónsson]] skáldi. Oddur og Ingveldur bjuggu á Kirkjubæ og þar dó Oddur, 27. jan. 1837, úr holdsveiki. Ingveldur ekkja hans bjó áfram á Kirkjubæ og sonur þeirra [[Magnús Oddsson|Magnús]] með henni um tíma. Magnús var tvíkvæntur, hann var skipherra og hafnsögumaður, gerðarmaður, dugmikill og kappgjarn. Magnús Oddsson á Kirkjubæ var með [[Helga, þilskip|þilskipið Helgu]], er fórst í apríl 1867 með allri áhöfn, 6 manns. Dóttir Magnúsar og seinni konu hans [[Margrét Magnúsdóttir|Margrétar Magnúsdóttur]], móðursystur [[Erlendur Árnason|Erlendar Árnasonar]] á [[Gilsbakki|Gilsbakka]], var [[Magnúsína Magnúsdóttir|Magnússína]], er var í [[Frydendal]] með móður sinni, fór síðar austur á firði og giftist þar. Sonur hennar og [[Tómas Ólafsson|Tómasar Ólafssonar]] í [[Nýborg]] er [[Magnús Tómasson (Hrafnabjörgum)|Magnús Tómasson]], formaður og sjósóknari mikill á [[Hrafnabjörg]]um í Eyjum. Hálfbróðir hans var [[Jóhann Ólafur Tómasson|Ólafur Tómass.]] [[Tómas Ólafsson |Ólafssonar]] og [[Steinunn Ísaksdóttir (Norðurgarði)|Steinunnar Ísaksdóttur]] í [[Ísakshús]]i, komst til Spánar og kvæntist þar og stundaði þaðan fiskveiðar. Drukknaði fyrir allmörgum árum. Magnússína Magnúsdóttir var mjög gerðarleg kona og sópaði að henni. Hún kom sér mjög vel, var húsbóndaholl og trygglynd. Hún dó fyrir fáum árum í sjúkrahúsinu í Neskaupstað. <br> | ||
Þórarinn og Þuríður bjuggu í Sjólyst hinn stutta samverutíma sinn og var Ingveldur Magnúsdóttir, tengdamóðir Þórarins, hjá þeim. Á næsta hausti hefur Þórarinn brugðið sér til Danmerkur á ný, að vísu sést utanfarar hans ekki getið fremur nú en áður í kirkjubókinni, og er sennilegt, að hann hafi ráðizt sem háseti á skip og ætlað sér að koma hið bráðasta aftur. Heim kemur hann vorið 1851, líklega í aprílmánuði, eftir vetrardvöl í Danmörku. Auðsætt er, að Þórarinn hefur kynnzt og aðhyllzt mormónatrú, meðan hann var í fyrra sinnið í Kaupmannahöfn. Enda þótt opinbert trúboð væri ekki hafið þar fyrr en 1850, hafa ýmsir danskir Ameríkumenn verið búnir að taka trúna og skrifað heim um ágæti hennar eða komið sjálfir og prédikað fyrir fólki, þó eigi væri þeir löggiltir trúboðar. Þórarinn mun ekki hafa látið mikið uppi um hug sinn í fyrstu, eftir að hann kom heim í fyrra sinnið. En undarlega fljótt bregður hann við, eftir hvatningu frá Guðmundi Guðmundssyni, að því er ætla má í bréfum, er ennþá dvaldist í Danmörku. En með komu ameríska trúboðans E. Snow til Danmerkur 1850, var hægt að öðlast skírn. Í þeim erindum og til að fræðast betur fer Þórarinn utan aftur. <br> | Þórarinn og Þuríður bjuggu í Sjólyst hinn stutta samverutíma sinn og var Ingveldur Magnúsdóttir, tengdamóðir Þórarins, hjá þeim. Á næsta hausti hefur Þórarinn brugðið sér til Danmerkur á ný, að vísu sést utanfarar hans ekki getið fremur nú en áður í kirkjubókinni, og er sennilegt, að hann hafi ráðizt sem háseti á skip og ætlað sér að koma hið bráðasta aftur. Heim kemur hann vorið 1851, líklega í aprílmánuði, eftir vetrardvöl í Danmörku. Auðsætt er, að Þórarinn hefur kynnzt og aðhyllzt mormónatrú, meðan hann var í fyrra sinnið í Kaupmannahöfn. Enda þótt opinbert trúboð væri ekki hafið þar fyrr en 1850, hafa ýmsir danskir Ameríkumenn verið búnir að taka trúna og skrifað heim um ágæti hennar eða komið sjálfir og prédikað fyrir fólki, þó eigi væri þeir löggiltir trúboðar. Þórarinn mun ekki hafa látið mikið uppi um hug sinn í fyrstu, eftir að hann kom heim í fyrra sinnið. En undarlega fljótt bregður hann við, eftir hvatningu frá Guðmundi Guðmundssyni, að því er ætla má í bréfum, er ennþá dvaldist í Danmörku. En með komu ameríska trúboðans E. Snow til Danmerkur 1850, var hægt að öðlast skírn. Í þeim erindum og til að fræðast betur fer Þórarinn utan aftur. <br> | ||
Þegar Þórarinn kom heim, hafði hann í höndum köllunarbréf til mormónaprests í Kaupmannahöfn, dags. í Khöfn, 10. marz 1851 og er svohljóðandi, auðvitað gefið út á dönsku: <br> | Þegar Þórarinn kom heim, hafði hann í höndum köllunarbréf til mormónaprests í Kaupmannahöfn, dags. í Khöfn, 10. marz 1851 og er svohljóðandi, auðvitað gefið út á dönsku: <br> | ||
Lína 47: | Lína 58: | ||
Sbr. afrit meðal bréfa amtsins og afrit sér Jóns Austmanns með skýrslu hans 1853. <br> | Sbr. afrit meðal bréfa amtsins og afrit sér Jóns Austmanns með skýrslu hans 1853. <br> | ||
Skömmu eftir komu Þórarins til Eyja, kom þangað Guðmundur Guðmundsson frá Ártúnum í Oddasókn á Rangárvöllum, seinna kenndur við Þorlaugargerði. Guðmundur Guðmundsson hafði farið til Danmerkur fyrir 6 árum og lært gullsmíðaiðn í Kaupmannahöfn hjá meistara í faginu, og eftir að hann hafði tekið sveinspróf, var hann um tíma hjá gullsmið í Slagelse á Sjálandi og síðan eitt ár aftur í Kaupmannahöfn, og fer svo til Vestmannaeyja 1851, en til Kaupmannahafnar hefur hann farið 1845 frá Ártúnum. Hann er þá hjá Halldóri Þórðarsyni smið í Ártúnum, tengdasyni Magnúsar bónda Árnasonar, er einnig bjó í Ártúnum í tvíbýli móti Guðmundi Benediktssyni. Guðm. mun hafa lært síðar hjá Halldóri, eins og Þórarinn hjá Sigurði Einarssyni á Kirkjubæ, og báðir farið utan til frekara náms. Guðmundur er utan sex ár samfleytt, og Þórarinn þrjú til fjögur ár. Þriðji íslenzki mormóninn kemur hingað einnig frá Kaupmannahöfn 1851, [[Jóhann Jóhannsson snikkari|Jóhann Jóhannsson (Johannessen)]] snikkari. Hann fer til Keflavíkur og er þar hjá Duus kaupmanni í árslok þ.s. ár, en fer til Kaupmannahafnar aftur 1852. Hvaðan þessi maður hefur verið upprunninn og um ætt hans, hefur eigi verið kunnugt. En hann var Vestmannaeyingur og fyrsti mormóninn þar fæddur. Hefi lýst þessu nánar á öðrum stað. <br> | Skömmu eftir komu Þórarins til Eyja, kom þangað Guðmundur Guðmundsson frá Ártúnum í Oddasókn á Rangárvöllum, seinna kenndur við Þorlaugargerði. Guðmundur Guðmundsson hafði farið til Danmerkur fyrir 6 árum og lært gullsmíðaiðn í Kaupmannahöfn hjá meistara í faginu, og eftir að hann hafði tekið sveinspróf, var hann um tíma hjá gullsmið í Slagelse á Sjálandi og síðan eitt ár aftur í Kaupmannahöfn, og fer svo til Vestmannaeyja 1851, en til Kaupmannahafnar hefur hann farið 1845 frá Ártúnum. Hann er þá hjá Halldóri Þórðarsyni smið í Ártúnum, tengdasyni Magnúsar bónda Árnasonar, er einnig bjó í Ártúnum í tvíbýli móti Guðmundi Benediktssyni. Guðm. mun hafa lært síðar hjá Halldóri, eins og Þórarinn hjá Sigurði Einarssyni á Kirkjubæ, og báðir farið utan til frekara náms. Guðmundur er utan sex ár samfleytt, og Þórarinn þrjú til fjögur ár. Þriðji íslenzki mormóninn kemur hingað einnig frá Kaupmannahöfn 1851, [[Jóhann Jóhannsson snikkari|Jóhann Jóhannsson (Johannessen)]] snikkari. Hann fer til Keflavíkur og er þar hjá Duus kaupmanni í árslok þ.s. ár, en fer til Kaupmannahafnar aftur 1852. Hvaðan þessi maður hefur verið upprunninn og um ætt hans, hefur eigi verið kunnugt. En hann var Vestmannaeyingur og fyrsti mormóninn þar fæddur. Hefi lýst þessu nánar á öðrum stað. <br> | ||
Þórarinn og Guðmundur munu hafa kynnzt, er þeir voru að alast upp í Rangárvallasýslu. | Þórarinn og Guðmundur munu hafa kynnzt, er þeir voru að alast upp í Rangárvallasýslu. Vensl voru milli ættfólks þeirra, því að [[Níels Þórarinsson (Brekkuhúsi)|Níels Þórarinsson]], föðurbróðir og fósturbróðir Þórarins, var mágur Guðmundar Guðmundssonar, kvæntur systur hans, og bjuggu ungu hjónin fyrst hjá tengdaforeldrum Níelsar í Ártúnum. Þegar gömlu og ungu hjónin fluttu frá Ártúnum, 1835, varð Guðmundur Guðmundsson eftir í Ártúnum hjá sambýlismanni föður síns, Magnúsi, er hann kallaði fóstra sinn. Guðmundur var 10 vetra, er faðir hans fór frá Ártúnum, en þeir voru nær alveg jafngamlir, Þórarinn og Guðmundur, er fæddur var 10 marz 1825. Guðmundur Guðmundsson var fermdur á Trinitatishátíð 1840 í Oddakirkju, af þáverandi sóknarpresti að Odda, séra Helga Thordersen, síðar biskupi<nowiki>*</nowiki><nowiki>*</nowiki>. <br> | ||
Fær Guðmundur þennan vitnisburð af sóknarpresti sínum við ferminguna: „Rétt vel að sér, siðsamur og vel gáfaður.“ Sigríður systir hans er sögð ,,vel kunnandi, siðfegrandi unglingur“, hafa þau systkin verið greind og góðum hæfileikum gædd. <br> | Fær Guðmundur þennan vitnisburð af sóknarpresti sínum við ferminguna: „Rétt vel að sér, siðsamur og vel gáfaður.“ Sigríður systir hans er sögð ,,vel kunnandi, siðfegrandi unglingur“, hafa þau systkin verið greind og góðum hæfileikum gædd. <br> | ||
Í Kaupmannahöfn hafa þeir félagar, Þórarinn og Guðmundur, fljótt endurnýjað kunningsskapinn og haldið trútt saman. Báðir hafa þeir sótt samkomur mormóna með samstarfsmönnum sínum og hrifizt af hinni nýju trú. Mormónatrúboðið hófst frá Ameríku, og í New York var fyrsti mormónasöfnuðurinn stofnaður 1830. Höfundur þessarar sértrúarhreyfingar var Josef Smith. Að Josef Smith látnum (var myrtur 1849) varð Brigham Young forseti mormónasafnaðarins. Söfnuðinum var víst naumast vært austur í fylkjum í Bandaríkjunum og fluttist hann þá með söfnuðinn til sléttunnar bak við Klettafjöllin og settist að við Saltvatnið mika (Salt Lake) í Utah. Mormónatrúboðar voru sendir víða um lönd í Evrópu, þar á meðal til Danmerkur og hinna Norðurlandanna, og varð þeim töluvert ágengt. | Í Kaupmannahöfn hafa þeir félagar, Þórarinn og Guðmundur, fljótt endurnýjað kunningsskapinn og haldið trútt saman. Báðir hafa þeir sótt samkomur mormóna með samstarfsmönnum sínum og hrifizt af hinni nýju trú. Mormónatrúboðið hófst frá Ameríku, og í New York var fyrsti mormónasöfnuðurinn stofnaður 1830. Höfundur þessarar sértrúarhreyfingar var Josef Smith. Að Josef Smith látnum (var myrtur 1849) varð Brigham Young forseti mormónasafnaðarins. Söfnuðinum var víst naumast vært austur í fylkjum í Bandaríkjunum og fluttist hann þá með söfnuðinn til sléttunnar bak við Klettafjöllin og settist að við Saltvatnið mika (Salt Lake) í Utah. Mormónatrúboðar voru sendir víða um lönd í Evrópu, þar á meðal til Danmerkur og hinna Norðurlandanna, og varð þeim töluvert ágengt. | ||
<nowiki>*</nowiki><small> Frá Magnúsi kóngssmið voru þeir og komnir trésmíðameistararnir Sveinn Jónsson forstjóri í Völundi, Helgi Jónsson í Steinum og Ísleifur Jónsson í Nýjahúsi.</small><br> | |||
<nowiki>*</nowiki><nowiki>*</nowiki><small> Hann var faðir Stefáns Thordersen sóknarprests í Vestmannaeyjum, 1885-1889, d. 3. apríl 1889.</small><br> | |||
<nowiki>*</nowiki><nowiki>*</nowiki><nowiki>*</nowiki><small>(Leiðr. Heimaslóð)</small><br> | |||
[[Blik 1960/Þórarinn Hafliðason, seinni hluti|seinni hluti]] | [[Blik 1960/Þórarinn Hafliðason, seinni hluti|seinni hluti]] |
Núverandi breyting frá og með 30. mars 2023 kl. 19:35
Í Vestmannaeyjum hófst fyrst sem kunnugt er, mormónatrúboð hér á landi, og var það árið 1851, er Þórarinn Hafliðason kom í síðara skiptið frá Kaupmannahöfn, en þar hafði hann tekið mormónatrú, meðan hann var þar við trésmíðanám. Sama ár kom og hingað frá Danmörku Guðmundur Guðmundsson, mormóni, frá Ártúnum í Oddasókn í Rangárvallasýslu, er verið hafði lengi í Danmörku við gullsmíðanám.
Þórarinn Hafliðason var Rangvellingur að ætt og uppruna, fæddur að Eystra-Hóli í Sigluvíkursókn í þáverandi Stórólfshvolsprestakalli, 1. október 1825 og skírður sama dag. Guðfeðgin voru Sólrún ljósmóðir Sigurðardóttir í Tobbakoti í Þykkvabæ og Páll Arnoddsson, aðalbóndinn á Eystra-Hóli, og Sigmundur Pálsson.
Foreldrar Þórarins, Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir, höfðu flutzt 1825 frá Dalskoti í Dalssókn undir Eyjafjöllum að Eystra- (Syðra) Hóli og setzt að á einhverjum hluta af jörðinni. Með þeim voru tveir synir þeirra, Þórarinn eldri f. 29. júlí 1823, og Eiríkur, f. 29. ág. 1824. Eigi staðnæmdust hjónin lengi á Eystra-Hóli, því að árið eftir, 1826, fara þau þegar þaðan og flytjast búferlum að Syðri-Kvíhólma í Holtssókn undir Eyjafjöllum. Erfitt var þá eignalitlu fólki að reisa bú og fá ábúð á jörð og þótti gott, ef hægt var að fá þó ekki væri nema smájarðarskika. Tveim drengjunum komu þau fyrir í fóstur hjá skyldfólki, Þórarni eldra í Litlu-Hildisey hjá móðurömmu Oddnýju Guðmundsdóttur, er þar bjó með seinna manni sínum, og Þórarni yngra hjá föðurafa sínum, síðar í Miðeyjarhólmi, Þórarni Eiríkssyni, er síðar bjó í Hólmahjáleigu, er þeir Þórarinn Eiríksson og Pétur Ólafsson, er þar bjó, höfðu jarðaskipti. Pétur var faðir Sigríðar Pétursdóttur, konu Sigurðar Sigurðssonar Eyjólfssonar á Kúhóli og Jóns Péturssonar, föður Jóns Jónssonar útgerðarmanns í Hlíð í Eyjum.
Frá fósturforeldrum sínum í Hólmahjáleigu fluttist Þórarinn til Vestmannaeyja, 14 ára að aldri, árið 1838, og fer þá léttadrengur að Kirkjubæ (1839) til Sigurðar Einarssonar klénssmiðs, er þá bjó þar ásamt konu sinni Guðnýju Austmann. Hjá þeim var hann, er séra Jón Austmann fermdi hann 17 ára gamlan. Gefur prestur honum þann vitnisburð, að hann kunni allsæmilega, en skilji illa, frómur og hlýðinn sagður. Hann getur þess, að Þórarinn hafi komið frá fastalandi lítt kunnandi, en síðan hafi hann lært þá uppáboðnu evangel. lærdómsbók, án smástílsins, enda hafi þessi 2—3 ár verið lögð öll rækt við hann, bæði af presti og húsbændum. Sigurður Einarsson var þjóðhagasmiður og tók sveinspróf í þeirri grein. Hjá honum mun Þórarinn hafa lært smíðar. Segir sóknarprestur, að mikil rækt hafi verið lögð við hann hjá þeim hjónum á Kirkjubæ. Við húsvitjun þar 1839, segir um Þórarinn: „Les vel og skilur.“
Sigurður Einarsson mun hafa verið fyrsti lærði járn- eða málmsmiðurinn í Vestmannaeyjum. Hann átti og til þeirra að telja, sem nafnkunnir voru smiðir og hagleiksmenn, sonur Einars Sigurðssonar, hreppstjóra og meðhjálpara á Vilborgarstöðum, bróður Árna Einarssonar á Vilborgarstöðum og merkiskonunnar Kristínar Einarsdóttur í Nýjabæ, en heimili þeirra feðga á Vilborgarstöðum, austasti bærinn, var lengi mesta myndarheimilið í Vestmannaeyjum, og þeir feðgar forsjármenn sinnar sveitar og allt í öllu, eins og sagt var. Afi Einars bónda á Vilborgarstöðum var Magnús (Sigurðsson) síðastur eða meðal hinna síðustu hinna svokölluðu kóngssmiða hér, þeirra, er smíðuðu konungsskipin (vertíðarskip konungsverzlunarinnar)*.
Segja má með sanni, að Þórarinn hafi verið heppinn að lenda hjá þeim hjónum á Kirkjubæ og dveljast hjá þeim nokkur þroskaár sín. Árið 1843 er hann kominn að Ólafshúsum til Jóns Jónssonar bónda, er ættaður var úr Marteinstungu í Holtum, er þar bjó ókvæntur. Þar er Þórarinn til 1845 og er Jón bóndi þá kvæntur Vilborgu Jónsdóttur, ættaðri úr Vestmannaeyjum. Þá eru og sjálfra sín ógift í Ólafshúsum, nýkomin af landi, Magnús Bjarnason, síðar mormóni, og Þuríður Magnúsdóttir. Þau giftust 1849 og fóru síðan til Utah með Lopti Jónssyni í Þorlaugargerði árið 1857. Í Eyjum áttu þau heima í Helgahjalli, þar sem nú er húsið Klöpp. Í Ólafshúsum kynnast þeir Magnús Bjarnason, síðar nafnkunnur mormóni og trúboði, greindarmaður, og Þórarinn.
Þórarinn Hafliðason frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.
Fyrsti mormónatrúboði í Eyjum.
Auk smíðanámsins, sem ég hygg að megi fullyrða, að Þórarinn hafi ástundað hjá Sigurði Einarssyni, mun hann hafa lagt fyrir sig öll venjuleg störf ungra manna, eins og þau féllu til á heimilum jarðarbænda í Vestmannaeyjum, þar með talin sláttarverk, þó að eigi væri mikil, heima og ef til vill í úteyjum. Fljótt mun honum hafa verið kennt að fara með lundagrefil og taka lunda í holum, klifra og síga í björg við fýlungaveiðar o.s.frv. að ógleymdri sjósókninni á vor-, sumar- og vetrarvertíð. Ekki er annað vitað en að Þórarinn hafi þótt dugandi til allra verka, reglusamur og vel gefinn ungur efnismaður.
Þá er að geta nánar foreldra Þórarins. Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir byrjuðu búskap sinn í Dalskoti í Stóradalssókn undir Eyjafjöllum. Þau voru gefin saman í Stóradalskirkju 29. júlí 1823, hann 22 ára og hún 27 ára, þá bústýra hans. Svaramenn voru Þórarinn Eiríksson, þá í Berjaneshjáleigu, faðir Hafliða og afi Þórarins, og Einar Árnason í
Litlu-Hildisey, stjúpi Höllu. Í Dalskoti fæddist þeim hjónum synirnir, Þórarinn eldri, f. sem áður segir í júlí 1823 og Eiríkur, f. 1824.
Þórarinn Eiríksson faðir Hafliða, var fæddur um 1775, og móðir Hafliða, kona Þórarins, Margrét Jónsdóttir, var fædd ári síðar eða um 1776, og voru þau hjónin vinnuhjú í Hólminum í Voðmúlastaðasókn í Landeyjaþingum, hjá Eiriki Þórarinssyni, föður Þórarins. Kona Eiríks og móðir Þórarins Eiríkssonar í Hólminum, var Guðrún Þórðardóttir, fædd um 1745, en Eiríkur maður hennar ári yngri, eða fimmtíu og sex ára, sbr. manntalið 1801.
Móðir Þórarins Hafliðasonar mormóna var Halla Gunnlaugsdóttir, er fædd var um 1796, Þórólfssonar bónda á Bryggjum í Landeyjum Jónssonar og konu hans Oddnýjar Guðmundsdóttur, f. um 1768. Gunnlaugur var f. um 1743. Þau Gunnlaugur og Oddný eru í húsmennsku hjá Þórólfi Jónssyni á Bryggjum og konu hans, Margréti Jónsdóttur, sbr. manntal 1801. Að Gunnlaugi Þórólfssyni látnum, giftist Oddný ekkja hans, er var miklu yngri, Einari Árnasyni, og bjuggu þau í Litlu-Hildisey. Þeirra sonur var Gunnlaugur, er átti Guðríði Magnúsdóttur. Þeirra dóttir var Guðríður, er átti Ísleif Ísleifsson og voru þeirra börn: Steinunn Ísleifsdóttir kona Sigurðar Guðmundssonar bónda í Litlu-Hildisey, föður Guðmundar í Heiðardal í Vestmannaeyjum og þeirra systkina, og Guðmundur Ísleifsson í Háagarði í Vestmannaeyjum f. 22. 6. 1859, er átti Guðrúnu Guðmundsdóttur Þorkelssonar bónda í Háagarði. Guðmundur Ísleifsson var járnsmiður. Hann dó 30. des. 1903. Guðrún kona hans fór til Vesturheims með dóttur þeirra Margréti Ísleifu 1905.
Árin, sem Þórarinn Hafliðason var á Kirkjubæ hjá Sigurði klénsmið Einarssyni, var Kirkjubær vel setinn. Auk Sigurðar Einarssonar voru þar tveir aðrir mikir smiðir, t.d. Ólafur Guðmundsson járnsmiður, er þá bjó þar með Helgu Ólafsdóttur fyrri konu sinni. Síðar (1842) kvæntist hann Guðrúnu yngri Pálsdóttur prests Jónssonar skálda í Kirkjubæ. Þau skildu.
Hinn smiðurinn var Eiríkur Hansson, bátasmiður mikill, giftur Kristínu Jónsdóttur. Þau bjuggu síðar á Gjábakka.
Einnig bjó á Kirkjubæ Ingveldur Magnúsdóttir, ekkja Odds bónda Ögmundssonar, með börnum þeirra, þar á meðal Þuríði Oddsdóttur, er þá var langt innan fermingar, en varð síðar kona Þórarins Hafliðasonar. Þórarinn og Þuríður voru samtímis á Kirkjubæ árið 1841, er Þórarinn var fermdur, bæði hjá Sigurði Einarssyni bónda.
Hafliði Þórarinsson hafði títt bústaðaskipti, er sjaldnast var til hagræðis fátækum frumbýlingum. Þau hjón hafa verið dugleg og atorkusöm, er af ýmsu má marka, og reynt að bjarga sér eftir beztu getu á þeim erfiðleikatímum, er hér voru fyrir alla alþýðu manna. Frá Syðri-Kvíhólma fluttu þau hjón, Hafliði og Halla foreldrar Þórarins, að smábýlinu Horni hjá prestssetrinu Holti og voru þar í húsmennsku. Þar fæddist þeim dóttirin Margrét eldri, 12. júlí 1830, er varð móðir merkisbóndans Guðmundar Þórarinssonar á Vestri-Vesturhúsum. Guðmundur var fæddur í Berjanesi í Steinasókn í Eyvindarhólaprestakalli, 28. des. 1850, skírður sama dag. Guðfeðgin: Margrét Jónsdóttir ljósmóðir í Steinum, kona Helga bónda Guðmundssonar í Steinum og amma Sveins Jónssonar trésmíðameistara í Eyjum, síðar í Reykjavík, og þeirra systkina.
Þórarinn Jónsson faðir Guðmundar var í Berjanesi hjá Hafliða, en hann var fæddur í Berjanesi í Útlandeyjum, þá í Breiðabólsstaðarsókn, 28. ágúst 1832, sonur Jóns Jónssonar frá Ey.
Margrét Hafliðadóttir dó hjá syni sínum að Vesturhúsum 17. des. 1915 og hefur þá verið 85 ára að aldri. Var gerðarkona og tápmikil, ræðin og skemmtileg.
Frá Horni fluttist Hafliði að Ormskoti og þaðan 1830 að Minni-Borg í Eyvindarhólasókn með börn sín, er voru hjá þeim hjónum, Eirík 12 ára, Ólaf 10, Margréti eldri 6 ára og Margréti yngri 1 árs. Nokkrum árum seinna flutti Hafliði að Berjanesi í Steinasókn og þar luku þau bæði æviskeiði sínu. Í Berjanesi var fjórbýli og þröngsetið. Þar bjó m.a. Margrét Þórarinsdóttir systir Hafliða með manni sínum, en jörðin var stór, svo að sumstaðar var þá þrengra um. Í Berjaneshjáleigu var þá tvíbýli. Hafliði Þórarinsson drukknaði 1853, 28 ára. Ekkja hans bjó í Berjanesi alllengi eftir hann og lézt þar, 73 ára, 1870.
Fósturforeldrar Þórarins Hafliðasonar, föðurafi hans Þórarinn Eiríksson og seinni kona hans Níelsína Níelsdóttir, bjuggu í Berjaneshjáleigu í Útlandeyjum, Breiðabólsstaðarsókn, er Þórarinn kom til þeirra á 1. ári (1825), og víst tæpu ári síðar, 1826, fluttu þau í Austur-Landeyjar. Eru þau eitthvað á Krossi, seinna í Miðeyjarhólmi og víðar, sem áður segir.
Þórarinn Hafliðason mun hafa farið til Danmerkur árið 1846, því að frá 1845 sést hans ekki getið um nokkur ár í kirkjubókum Vestmannaeyja, án þess brottfarar hans sé þó getið. Hann mun hafa farið til smíðanáms að líkindum fyrir atbeina Sigurðar Einarssonar málmsmiðs og þeirra feðga Jóhanns Nikolai Abel kammerráðs og sýslumanns og Chr. Abels kaupmanns, er þá var nýlega kvæntur Jóhönnu Jónsdóttur Salómonsen verzlunarstjóra
á Reykjarfirði, systur frú Ragnheiðar, konu séra Brynjólfs Jónssonar, og Jóns Salómonsens. Aftur kemur Þórarinn út árið 1849 og er þá útlærður snikkarasveinn og hafði þessi ár stundað nám hjá trésmíðameistara. Settist hann að í húsinu Sjólyst, er reist mun hafa verið 1836, og tekur að stunda iðn sína.
Skömmu eftir heimkomu sína kvæntist Þórarinn og gekk að eiga heitkonu sína Þuríði Oddsdóttur frá Kirkjubæ, og voru þau gefin saman í Landakirkju eftir undangengnar þrjár venjulegar lýsingar, þ. 15. ágúst 1850. Helmingafélag var ákveðið með brúðhjónunum og morgungáfa 15 rd. Svaramenn brúðhjónanna voru Chr. Abel kaupmaður í Godthaab, hans, og hennar Magnús Oddsson skipstjóri á Kirkjubæ, bróðir hennar.
Þuríður Oddsdóttir var fædd 12. maí 1829 og voru foreldrarnir, Oddur Ögmundsson, bóndi á Kirkjubæ, fæddur á Hvoli í Mýrdal um 1786. Mun hann hafa komið ungur með móður sinni að föðurnum látnum. Var Oddur fermdur hér í Landakirkju 15 ára árið 1802 og er þá hjá stjúpa sínum, Jóni Einarssyni í Dölum, og móður sinni Ingigerði Árnadóttur, ljósmóður. Jón varð seinna hreppstjóri og bjó í Nýjabæ. Þrjú voru börnin, er fermd voru þetta ár 1802, öll undirbúin af presti og aðstandendum, 3—4 ár, og fá börnin þann vitnisburð, ,,að þau hafi lært þann uppáboðna lærdóm, vel læs, en í meðallagi gáfuð til skilnings.“ Í þann tíð voru sóknarprestar hér ennþá tveir og alllengi síðar sem kunnugt er. Séra Ari Guðlaugsson var þá prestur að Ofanleiti og að Kirkjubæ séra Bjarnhéðinn Guðmundsson Eyjólfssonar bónda og kóngssmiðs í Þorlaugargerði.
Ætt Odds Ögmundssonar mun vera hin sama og Ögmundar Árnasonar*** úr Mýrdal, er hingað fluttist, föður þeirra Jóns Ögmundssonar, Ögmundar í Landakoti og Arnbjörns í Presthúsum. Var það stórvaxið fólk, duglegt og vel gefið og trölltryggt.
Móðir Þuríðar, kona Odds Ögmundssonar, var Ingveldur Magnúsdóttir frá Löndum hér í Eyjum, en var fædd í Yztabæliskoti undir Eyjafjöllum. Ingveldur var systir Magnúsar Magnússonar í Háagarði föður Margrétar konu Guðmundar Þorkelssonar bónda þar, föður Magnúsar í Hlíðarási og þeirra systkina.
Árið 1831, 20. júlí, var fastnað með yngismanni Oddi Ögmundssyni og Ingveldi Magnúsdóttur, er þá var 18 ára gömul, eftir þrennar undangengnar lýsingar af prédikunarstóli. Þá var prestur hér á Kirkjubæ, séra Páll Jónsson skáldi. Oddur og Ingveldur bjuggu á Kirkjubæ og þar dó Oddur, 27. jan. 1837, úr holdsveiki. Ingveldur ekkja hans bjó áfram á Kirkjubæ og sonur þeirra Magnús með henni um tíma. Magnús var tvíkvæntur, hann var skipherra og hafnsögumaður, gerðarmaður, dugmikill og kappgjarn. Magnús Oddsson á Kirkjubæ var með þilskipið Helgu, er fórst í apríl 1867 með allri áhöfn, 6 manns. Dóttir Magnúsar og seinni konu hans Margrétar Magnúsdóttur, móðursystur Erlendar Árnasonar á Gilsbakka, var Magnússína, er var í Frydendal með móður sinni, fór síðar austur á firði og giftist þar. Sonur hennar og Tómasar Ólafssonar í Nýborg er Magnús Tómasson, formaður og sjósóknari mikill á Hrafnabjörgum í Eyjum. Hálfbróðir hans var Ólafur Tómass. Ólafssonar og Steinunnar Ísaksdóttur í Ísakshúsi, komst til Spánar og kvæntist þar og stundaði þaðan fiskveiðar. Drukknaði fyrir allmörgum árum. Magnússína Magnúsdóttir var mjög gerðarleg kona og sópaði að henni. Hún kom sér mjög vel, var húsbóndaholl og trygglynd. Hún dó fyrir fáum árum í sjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Þórarinn og Þuríður bjuggu í Sjólyst hinn stutta samverutíma sinn og var Ingveldur Magnúsdóttir, tengdamóðir Þórarins, hjá þeim. Á næsta hausti hefur Þórarinn brugðið sér til Danmerkur á ný, að vísu sést utanfarar hans ekki getið fremur nú en áður í kirkjubókinni, og er sennilegt, að hann hafi ráðizt sem háseti á skip og ætlað sér að koma hið bráðasta aftur. Heim kemur hann vorið 1851, líklega í aprílmánuði, eftir vetrardvöl í Danmörku. Auðsætt er, að Þórarinn hefur kynnzt og aðhyllzt mormónatrú, meðan hann var í fyrra sinnið í Kaupmannahöfn. Enda þótt opinbert trúboð væri ekki hafið þar fyrr en 1850, hafa ýmsir danskir Ameríkumenn verið búnir að taka trúna og skrifað heim um ágæti hennar eða komið sjálfir og prédikað fyrir fólki, þó eigi væri þeir löggiltir trúboðar. Þórarinn mun ekki hafa látið mikið uppi um hug sinn í fyrstu, eftir að hann kom heim í fyrra sinnið. En undarlega fljótt bregður hann við, eftir hvatningu frá Guðmundi Guðmundssyni, að því er ætla má í bréfum, er ennþá dvaldist í Danmörku. En með komu ameríska trúboðans E. Snow til Danmerkur 1850, var hægt að öðlast skírn. Í þeim erindum og til að fræðast betur fer Þórarinn utan aftur.
Þegar Þórarinn kom heim, hafði hann í höndum köllunarbréf til mormónaprests í Kaupmannahöfn, dags. í Khöfn, 10. marz 1851 og er svohljóðandi, auðvitað gefið út á dönsku:
„Til Enhver som det læser, Hilsen! Herved kundgöres: At Thoraren Haflidason er en værdig Broder og Medlem af Jesu Kristi Kirke af sidste dages hellige, og er blevet ordineret til Præst under vore Hænder Dag og Datum, med det forsamlede Præstskabs Stemme og efter den hellige Aands Vilje i os og authoriseres til at prædike Omvendelse og Synds Forladelse i Navnet Jesus, og döbe i Vandet den, som omvender sig, og uddele Brödet og Vinen til dem, og alt der henhörer til hans Pligter, saa som den hellige Aand skal vejlede ham, og vi beder, at Herrens Velsignelse maa hvile paa ham og enhver som hörer hans Ord.
Köbenhavn den 10. marts 1851
Eratus Snow.
Apostel og Eldste i benevnte Kirke.“
Sbr. afrit meðal bréfa amtsins og afrit sér Jóns Austmanns með skýrslu hans 1853.
Skömmu eftir komu Þórarins til Eyja, kom þangað Guðmundur Guðmundsson frá Ártúnum í Oddasókn á Rangárvöllum, seinna kenndur við Þorlaugargerði. Guðmundur Guðmundsson hafði farið til Danmerkur fyrir 6 árum og lært gullsmíðaiðn í Kaupmannahöfn hjá meistara í faginu, og eftir að hann hafði tekið sveinspróf, var hann um tíma hjá gullsmið í Slagelse á Sjálandi og síðan eitt ár aftur í Kaupmannahöfn, og fer svo til Vestmannaeyja 1851, en til Kaupmannahafnar hefur hann farið 1845 frá Ártúnum. Hann er þá hjá Halldóri Þórðarsyni smið í Ártúnum, tengdasyni Magnúsar bónda Árnasonar, er einnig bjó í Ártúnum í tvíbýli móti Guðmundi Benediktssyni. Guðm. mun hafa lært síðar hjá Halldóri, eins og Þórarinn hjá Sigurði Einarssyni á Kirkjubæ, og báðir farið utan til frekara náms. Guðmundur er utan sex ár samfleytt, og Þórarinn þrjú til fjögur ár. Þriðji íslenzki mormóninn kemur hingað einnig frá Kaupmannahöfn 1851, Jóhann Jóhannsson (Johannessen) snikkari. Hann fer til Keflavíkur og er þar hjá Duus kaupmanni í árslok þ.s. ár, en fer til Kaupmannahafnar aftur 1852. Hvaðan þessi maður hefur verið upprunninn og um ætt hans, hefur eigi verið kunnugt. En hann var Vestmannaeyingur og fyrsti mormóninn þar fæddur. Hefi lýst þessu nánar á öðrum stað.
Þórarinn og Guðmundur munu hafa kynnzt, er þeir voru að alast upp í Rangárvallasýslu. Vensl voru milli ættfólks þeirra, því að Níels Þórarinsson, föðurbróðir og fósturbróðir Þórarins, var mágur Guðmundar Guðmundssonar, kvæntur systur hans, og bjuggu ungu hjónin fyrst hjá tengdaforeldrum Níelsar í Ártúnum. Þegar gömlu og ungu hjónin fluttu frá Ártúnum, 1835, varð Guðmundur Guðmundsson eftir í Ártúnum hjá sambýlismanni föður síns, Magnúsi, er hann kallaði fóstra sinn. Guðmundur var 10 vetra, er faðir hans fór frá Ártúnum, en þeir voru nær alveg jafngamlir, Þórarinn og Guðmundur, er fæddur var 10 marz 1825. Guðmundur Guðmundsson var fermdur á Trinitatishátíð 1840 í Oddakirkju, af þáverandi sóknarpresti að Odda, séra Helga Thordersen, síðar biskupi**.
Fær Guðmundur þennan vitnisburð af sóknarpresti sínum við ferminguna: „Rétt vel að sér, siðsamur og vel gáfaður.“ Sigríður systir hans er sögð ,,vel kunnandi, siðfegrandi unglingur“, hafa þau systkin verið greind og góðum hæfileikum gædd.
Í Kaupmannahöfn hafa þeir félagar, Þórarinn og Guðmundur, fljótt endurnýjað kunningsskapinn og haldið trútt saman. Báðir hafa þeir sótt samkomur mormóna með samstarfsmönnum sínum og hrifizt af hinni nýju trú. Mormónatrúboðið hófst frá Ameríku, og í New York var fyrsti mormónasöfnuðurinn stofnaður 1830. Höfundur þessarar sértrúarhreyfingar var Josef Smith. Að Josef Smith látnum (var myrtur 1849) varð Brigham Young forseti mormónasafnaðarins. Söfnuðinum var víst naumast vært austur í fylkjum í Bandaríkjunum og fluttist hann þá með söfnuðinn til sléttunnar bak við Klettafjöllin og settist að við Saltvatnið mika (Salt Lake) í Utah. Mormónatrúboðar voru sendir víða um lönd í Evrópu, þar á meðal til Danmerkur og hinna Norðurlandanna, og varð þeim töluvert ágengt.
* Frá Magnúsi kóngssmið voru þeir og komnir trésmíðameistararnir Sveinn Jónsson forstjóri í Völundi, Helgi Jónsson í Steinum og Ísleifur Jónsson í Nýjahúsi.
** Hann var faðir Stefáns Thordersen sóknarprests í Vestmannaeyjum, 1885-1889, d. 3. apríl 1889.
***(Leiðr. Heimaslóð)