Guðrún Guðmundsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 24. október 1862 í Háagarði og mun hafa látist í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson bóndi í Háagarði, f. 7. júlí 1834, d. 14. febrúar 1897, og kona hans Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28.október 1838, d. 11. mars 1891.

Guðrún var systir Magnúsar í Hlíðarási.

Hún var með foreldrum sínum í Háagarði til 1891, með föður sínum og systkinum þar 1892, hjá Magnúsi bróður sínum þar 1893, en hann tók við búinu á því ári.
Þau Guðmundur Ísleifsson voru þar húsmannshjón 1894.
Þau bjuggu á Vilborgarstöðum.
Guðrún varð ekkja 1903 og fór til Vesturheims 1905 með Margréti Ísleifu.

Maður Guðrúnar var Guðmundur Ísleifsson bóndi, f. 22. júní 1859, d. 25. desember 1903.
Barn þeirra var
1. Margrét Ísleif Guðmundsdóttir, f. 18. maí 1894.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.