„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Útilegan mikla 1869“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
<center><big><big>'''ÚTILEGAN MIKLA 1869'''</big></big></center><br>
<big><big><center>'''ÚTILEGAN MIKLA 1869'''</center></big></big><br>
 
Á þessu ári eru 100 ár, síðan Vestmannaeyingar háðu hörðustu baráttu og þrekraun við óblíða náttúru, sem hér fara sögur af. Var þetta í útilegunni miklu, í enduðum febrúar 1869, þegar 14 áraskip með 218 sjómenn innanborðs lágu úti austan undir Bjarnarey.<br>
Á þessu ári eru 100 ár, síðan Vestmannaeyingar háðu hörðustu baráttu og þrekraun við óblíða náttúru, sem hér fara sögur af. Var þetta í útilegunni miklu, í enduðum febrúar 1869, þegar 14 áraskip með 218 sjómenn innanborðs lágu úti austan undir Bjarnarey.<br>
[[Mynd:Útilegan mikla.png|300px|thumb]]
[[Mynd:Útilegan mikla.png|300px|thumb]]<br>
Má telja útilegu þessa átakanlegasta dæmi, sem um getur, um harða lífsbaráttu síðustu aldar á hafnlausri úthafsströnd. Út af fyrir sig er útilegan afrek forfeðra okkar og sýnir, að Íslendingar hafa alltaf átt í sér þrautseigju og hörku. Nærri má geta hver örvænting fólksins og kvíði í landi hefur verið, meðan svo til allir sjómenn og fyrirvinnur héraðsins voru matarlausir og vanbúnir á opnum skipum úti í slíku foraðsveðri, sem gekk yfir Eyjuna. Íbúatala Vestmannaeyja var þá 520 til 530 manns, en úti í hríðarsorta, frosti og brimróti, börðust á þriðja hundrað sjómenn fyrir lífi sínu við hamrömm náttúruöfl. Að vísu voru margir sjómannanna úr nærsveitunum (landmenn), en þessir 218 sjómenn voru 42% mannfjölda Eyjanna þá; það svarar til 2.100 (tvö þúsund og eitt hundrað) manns í Vestmannaeyjum í dag. Þetta er í sannleika sagt ótrúleg tala og staðreynd, eins og öll saga útilegunnar reyndar er nú á tímum. Útilegur smábáta, þetta böl hverrar vertíðar hér áður fyrr, eru sem betur fer úr sögunni.<br>
Má telja útilegu þessa átakanlegasta dæmi, sem um getur, um harða lífsbaráttu síðustu aldar á hafnlausri úthafsströnd. Út af fyrir sig er útilegan afrek forfeðra okkar og sýnir, að Íslendingar hafa alltaf átt í sér þrautseigju og hörku. Nærri má geta hver örvænting fólksins og kvíði í landi hefur verið, meðan svo til allir sjómenn og fyrirvinnur héraðsins voru matarlausir og vanbúnir á opnum skipum úti í slíku foraðsveðri, sem gekk yfir Eyjuna. Íbúatala Vestmannaeyja var þá 520 til 530 manns, en úti í hríðarsorta, frosti og brimróti, börðust á þriðja hundrað sjómenn fyrir lífi sínu við hamrömm náttúruöfl. Að vísu voru margir sjómannanna úr nærsveitunum (landmenn), en þessir 218 sjómenn voru 42% mannfjölda Eyjanna þá; það svarar til 2.100 (tvö þúsund og eitt hundrað) manns í Vestmannaeyjum í dag. Þetta er í sannleika sagt ótrúleg tala og staðreynd, eins og öll saga útilegunnar reyndar er nú á tímum. Útilegur smábáta, þetta böl hverrar vertíðar hér áður fyrr, eru sem betur fer úr sögunni.<br>
En um útileguna segir [[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhann Þ. Jósefsson]] í eftirfarandi grein: „óhætt er að fullyrða, að enginn viðburður hefir orðið fólki í Vestmannaeyjum jafnminnisstæður á síðustu öld."<br>
En um útileguna segir [[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhann Þ. Jósefsson]] í eftirfarandi grein: „óhætt er að fullyrða, að enginn viðburður hefir orðið fólki í Vestmannaeyjum jafnminnisstæður á síðustu öld."<br>
Lína 7: Lína 8:
Hér birtast tvær frásagnir af þessum voðaatburði, hin þriðja er, eins og áður segir, í sögum og sögnum, og eru þá Vestmannaeyingum nærtækar allar helztu heimildirnar um Útileguna miklu 1869. Þakka ég Jóhanni Gunnari Ólafssyni fyrir aðstoð hans við þáttinn, en hann sendi blaðinu greinina úr Heimskringlu.<br>
Hér birtast tvær frásagnir af þessum voðaatburði, hin þriðja er, eins og áður segir, í sögum og sögnum, og eru þá Vestmannaeyingum nærtækar allar helztu heimildirnar um Útileguna miklu 1869. Þakka ég Jóhanni Gunnari Ólafssyni fyrir aðstoð hans við þáttinn, en hann sendi blaðinu greinina úr Heimskringlu.<br>
Frásögnum þessum ber vel saman, en eru þó allar þrjár hver með sínu sniði. Til dæmis um ofviðrið getur Hannes þess, að Gideon var kominn inn undir [[Miðhúsaklettur|Miðhúsaklett]], en þá drógu þeir ekki lengra og fuku árarnar upp úr keipunum. Sigldi Gideon síðan hraðbyri á árunum einum saman austur fyrir [[Bjarnarey]].<br>
Frásögnum þessum ber vel saman, en eru þó allar þrjár hver með sínu sniði. Til dæmis um ofviðrið getur Hannes þess, að Gideon var kominn inn undir [[Miðhúsaklettur|Miðhúsaklett]], en þá drógu þeir ekki lengra og fuku árarnar upp úr keipunum. Sigldi Gideon síðan hraðbyri á árunum einum saman austur fyrir [[Bjarnarey]].<br>
Vertíðina 1869 var veðrátta umhleypingasöm og hlutir aðeins 50-200 fiskar.<br> Vertíðina 1868 var hin mesta ördeyða, sem komið hafði í Vestmannaeyjum og þá hallæri og sultur fyrir hvers manns dyrum. Má ímynda sér framtíðarhorfur fólks að fá svo þannig áhlaup og stórslys í byrjun vertíðar, en í útilegunni fórust 3 skip og 18 menn létu lífið. - Ritstj.<br>
Vertíðina 1869 var veðrátta umhleypingasöm og hlutir aðeins 50-200 fiskar.<br>  
[[Mynd:Jóhann Þ. Jósefsson.png|250px|thumb|Jóhann Þ. Jósefsson.]]
Vertíðina 1868 var hin mesta ördeyða, sem komið hafði í Vestmannaeyjum og þá hallæri og sultur fyrir hvers manns dyrum. Má ímynda sér framtíðarhorfur fólks að fá svo þannig áhlaup og stórslys í byrjun vertíðar, en í útilegunni fórust 3 skip og 18 menn létu lífið.<br>
[[Mynd:Sjómaður í skinnklæðum.png|300px|thumb|Sjómaður í skinnklæðum.]]
''- Ritstj.''<br>
[[Mynd:Vestmannaeyjahöfn um aldamót og á tímum.png|300px|thumb|Vestmannaeyjahöfn um aldamót og á tímum útilegunnar.]]
 
[[Mynd:Áttæringurinn Gideon.png|300px|thumb|Áttæringurinn Gideon.]]
<big><center>- Minnistæðasti atburður 19. aldar í Vestmannaeyjum -</center></big><br>
<center>[[Mynd:Séð út höfnina austur Flóann til Bjarnareyjar.png|500px|thumb|center|Séð út höfnina austur Flóann til Bjarnareyjar - til vinstri Heimaklettur og þá Yztiklettur. Miðhúsaklettur fram af rafmagnsstaurunum þremur til hægri.]]</center>
 
<big><center>Frásögn [[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhanns Þ. Jósefssonar]]</center></big><br>
 
SÆBRATTAR, svipmiklar og tígulegar rísa Vestmannaeyjar úr hafi fyrir Rangársandi. - Óvíða mun vera meiri náttúrufegurð, þegar gott er veður, eða veðurblíða jafndásamleg og stundum er í Eyjum, þótt oft sé þar stormasamt. Þá er og fagurt að horfa til lands úr Eyjum, þegar góð er fjallasýn; svo fagurt, að vart mun annað útsýni fegurra á landi hér. „Aldrei man ég á fósturfoldu fegurri sýnir við mér skína“, kvað séra Matthías, er hann minntist landsýnarinnar af [[Helgafell|Helgafelli]] í Vestmannaeyjum. Úr landi er og fallegt að horfa út til Eyja, þegar gott er sýni. „Sem safírar greyptir í silfurhring, um suðurátt hálfa ná Eyjarnar kring“, kvað Einar Benediktsson, er hann var sýslumaður í Rangárvallasýslu.<br>
Vestmannaeyjar hafa líka löngum haft heillandi áhrif á hugi sveitapiltanna í Rangárvallasýslu og nærsýslunum yfirleitt, og hefir mörgum þótt fýsilegt að leita út þangað til fjár og frama. Til Eyjanna sóttu menn úr nærsýslunum, mannsaldur eftir mannsaldur, björg handa sér og sínum, stunduðu fiskveiðar frá Eyjum, ýmist á eigin skipum, eða þeir réðust í skiprúm til Eyjamanna.<br>
[[Mynd:Jóhann Þ. Jósefsson.png|250px|thumb|Jóhann Þ. Jósefsson.]]<br>
— Þessar vertíðardvalir „landmanna“ (svo voru menn úr landi jafnan kallaðir) úti í Eyjum urðu einatt til þess, að þeir ílentust þar; oftast fyrst um sinn í vinnumennsku, en staðfestu síðan ráð sitt, urðu sjálfstæðir útvegsmenn og undu glaðir við sitt, meðan þeim entist aldur til. Þrekmestu og beztu starfskraftana lögðu nærsýslurnar, Skaftafells- og Rangárvallasýsla, lengst af Eyjunum til. Árnessýsla líka að nokkru Ieyti, en þó einkum á hinum síðari áratugum. Það voru þróttmiklir og fjölhæfir menn, margir hverjir, þessir „landmenn“, sem sóttu ár eftir ár til sjóróðra í Eyjum. Jafnvígir á alla vinnu, bæði til sjávar og sveita, oft góðir byggingamenn, og margir hverjir hinir beztu smiðir. Bjargmenn góðir eða fjallamenn, sem nefndir eru í Eyjum, voru ýmsir þeirra, er af Iandi komu, þó einkum Mýrdælingar og stöku Eyfellingar.<br>
[[Mynd:Sjómaður í skinnklæðum.png|200px|thumb|Sjómaður í skinnklæðum.]]<br>
Þótt Vestmannaeyjar séu hinar fegurstu á að líta og gott sé þaðan að sækja til aflafanga, þegar veðurfar er gótt, þá er því miður oft svo, og hefir löngum verið, að hamfarir náttúruaflanna hafa gert þar skjót umskipti og á vetfangi skapað stórhættur hinum áræðnu sjómönnum, er stundað hafa atvinnu sína á þessum slóðum. - Þeir eru margir, hildarleikirnir, sem á undangengnum mannsöldrum hafa verið háðir af sjómönnum frá Vestmannaeyjum á hafinu kringum Eyjarnar. Barátta þeirra við brim og boða, við storma og stórviðri, hefir endurtekið sig áratug eftir áratug. Þær eru fæstar færðar í letur, sögurnar af baráttunni upp á líf og dauða, af hetjudáðum og frábærri hreysti þessara manna, eins og raunar sjómanna vorra annarra víðs vegar við Iandsins strendur.<br>
Hér verður nú gerð tilraun til að skýra nokkuð frá einum stórviðburði í sjómannalífi Vestmannaeyinga, sem er eitt af mörgum átakanlegum dæmum um þær þrautir, sem íslensku sjómennirnir á opnu skipunum urðu stundum að reyna; en það er hin svokallaða útilega, sem átti sér stað árið 1869.<br>
Er hún sögð hér að mestu nákvæmlega eftir handriti [[Gísli Lárusson|Gísla heitins Lárussonar]] kaupfélagsstjóra og gullsmiðs frá [[Stakkagerði]] í Vestmannaeyjum, sem nú er látinn fyrir nokkru. - En Gísli heitinn hafði sjálfur verið formaður á opnu skipi um langt árabil í Vestmannaeyjum. Þá er og stuðzt við aðrar sögusagnir, en þó einkum við það, er mér sagði [[Sigurður Vigfússon]] (almennt kallaður Siggi Fúsason), er bjó að [[Fögruvellir|Fögruvöllum]] í Vestmannaeyjum, og einnig er fyrir nokkru látinn. Í Sögum og sögnum frá Vestmannaeyjum, sem [[Jóhann Gunnar Ólafsson|Jóhann G. Ólafsson]] cand. jur. hefir safnað, er útilegunni og lýst, en eftir öðrum heimildum. Sama er að segja um ritgerð um þennan atburð, er í fyrra birtist í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins. Heimildarmenn þeir, sem ég hefi skráð þetta eftir, eða þó aðallega Sigurður Vigfússon, telja einu skipi fleira í útilegunni en gert er af heimildarmönnum, er að áðurgreindum ritgerðum standa.<br>
Aðfaranótt hins 25. febrúar 1869 var í Vestmannaeyjum ofsa austanveður. En undir morguninn lygndi, og um klukkan 9 árdegis var komið stillilogn. Brim var allmikið eftir stórviðrið, svo að „sagði til [[Leið|Leiðar]]“. („Leið“ var kölluð innsigling inn á innri höfnina á stuttu bili, og braut oft þvert yfir innsiglingu þessa í stórbrimum. Og þegar byrjaði að brjóta á „Leiðinni“, var komizt svo að orði, að „segði til Leiðar“). Loftsútlit var ótryggilegt og kafaþykkni. Vertíðin mátti heita að vera í byrjun, og hafði lítið orðið vart við fisk. En þó fóru menn þennan dag að tygja sig til róðra, og munu flestir hafa róið um klukkan 11. En með því að útlit var ótryggt, fóru fæstir nema stutt, héldu sig í námunda við Heimaeyna, og aðeins tvö til þrjú skip komust á fiskimið, er [[Stakkabót|Bót]] heitir, og er austanvert við svonefnt [[Sæfjall]]. Fjögur skip reru vestur með Eynni að innan (norðan), og voru flest þeirra komin að Erni, sem er drangur í sjó norður af [[Stóra-Klif|Stóraklifi]], er skipverjar sáu, að sjórinn rauk eins og þokumökkur væri fyrir vestan [[Smáeyjar]]. Áttuðu menn sig ekki á, að þessi þokubakki, sem þeim virtist vera, stafaði af stormi, fyrr en rokið skall yfir þá eins og skotið væri úr byssu. Þessi skip björguðu sér með því að lenda á [[Þrælaeiði|Eiðinu]], það er að segja þrjú þeirra. Eiðið tengir [[Heimaklettur|Heimaklett]] við Heimaeyju og var algengt, að menn leituðu þar lendingar, ef ekki þótti fært annarsstaðar, og voru þá skipin sett yfir Eiðið, til þess að komast inn á innri höfn, þótt erfitt væri að setja stórskip þá leið.<br>
[[Mynd:Vestmannaeyjahöfn_um_aldamót_og_á_tímum.png|200px|thumb|Vestmannaeyjahöfn um aldamót og á tímum.]]<br>
- Fjórða skipið hrakti austur fyrir [[Ystiklettur|Yzta-klett]], og Iá í svonefndri [[Faxabót]] næstu nótt. Þótt sjór væri dauður það augnablik, sem þrjú skipin lentu á Eiðinu, brimaði nú svo fljótt, svo að segja á svipstundu, að við sjálft lá, að síðasta skipið brotnaði í lendingunni. Þó höfðu menn með harðfylgi að setja skipið upp stórgrýtið. En er þeir voru komnir með síðasta skipið upp á svonefnt [[Háeiði]], hafði brimið vaxið svo mjög, að nú sópaði yfir sjálft Eiðið, og var það mjög fátítt í þá daga. Tvö skipanna voru bundin og fest niður með grjóti austur við HeimakIett, en þriðja skipið, áttæringurinn [[Áróra]], formaður [[Brynjólfur Halldórsson (Norðurgarði)|Brynjólfur Halldórsson]] bóndi í Norður-garði, komst heim yfir innri höfnina. En svo var veðrið mikið, að við sjálft lá, að skipið hrekti á haf út á heimleiðinni og fór þó með löndum, en ekki beint yfir voginn. Þótti mönnum hin mesta glópska af góðum formanni að stofna hásetum sínum í þá tvísýnu, sem það reyndist að fara yfir höfnina. Orð var og á því haft, að þegar verið var að setja skipið í hróf hinum megin við innri höfnina, hafi lítt verið hægt að halda því niðri sökum ofviðrisins, því að það tókst hvað eftir annað á loft.<br>
 
<center>[[Mynd:Áttæringurinn Gideon.png|150px|thumb|Áttæringurinn Gideon.]]</center><br>
 
Þá víkur sögunni til þeirra skipa, er stödd voru austan og sunnanvert við Eyjarnar. Afli var lítill eða enginn, og útlit til lofts og sjávar varð æ ískyggilegra. Állinn suður af [[Bjarnarey]] var að sjá eins og brimgarður, jafnvel þótt logn<br>
''Framhald á bls. 92''<br>
 
 
 
<center>[[Mynd:Séð út höfnina austur Flóann til Bjarnareyjar.png|500px|thumb|center|Séð út höfnina austur Flóann til Bjarnareyjar - til vinstri Heimaklettur og þá Yztiklettur. Miðhúsaklettur fram af rafmagnsstaurunum þremur til hægri.]]</center><br>
 
<big><center>Frásögn [[Jón Ólafsson (Sjólyst)|Jóns Ólafssonar]] háseta á [[Najaden, áraskip|Najaden]]</center></big><br>
 
Aðeins einn þeirra manna, sem Ientu í Útilegunni miklu, lét skrá frásögn af þeim atburðum. Það var Jón Ólafsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, háseti á Najaden, eign [[J.P.T. Bryde|Bryde]] kaupmanns í [[Garðurinn|Garðinum]]. Hann fluttist til Vesturheims, átti heima í Selkirk og bar þar beinin.<br>
[[Sveinn Árnason (Oddsstöðum)|Sveinn Árnason]], bróðir Sigríðar á [[Bjarmi|Vertshúsinu]], sem einnig fluttist vestur um haf, skrifaði frásögnina eftir honum og birti hana í Vesturheimsblaðinu Heimskringlu árið 1937. Jón var þá orðinn fjörgamall, og er því næsta eðlilegt, að villur slæddust inn í frásögnina, en hér eru leiðréttar þegjandi verstu villurnar. Rétt þótti að láta frásögn Jóns fylgja hinni ítarlegu frásögn um útileguna, sem hér birtist, sakir þess að hún er til nokkurrar fyllingar.<br>
SÁ, SEM segir frá því, sem hér fer á eftir, um sjóhrakning þennan, er Jón ólafsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, en hann mun hafa verið eina ungmennið, sem lenti í þessum hrakningum.<br>
Ólafur hét afi Jóns og bjó á Undirhrauni í Meðallandi. Jón fór til Vestmannaeyja 17 ára gamall, veturinn 1868. Jón var þrekmaður mikill, rammur að afli og drengur góður. Nú er hann 86 ára gamall, en maður hinn hressasti eftir aldri.<br>
Kona Jóns er [[Margrét Þorbjörnsdóttir (Sjólyst)|Margrét Þorbjarnardóttir]] frá Vomúlastaðahjáleigu í Austur-Landeyjum, en Jón, faðir Þorbjarnar, var úr Hvolhreppi á Rangárvöllum.<br>
Jón og Margrét hafa lengi búið og búa enn góðu búi í Selkirk, Manitoba. - Þau eiga þrjá syni, [[Guðmundur Jónsson Ólafsson|Guðmund]], [[Jóhann Jónsson Ólafsson|Jóhann]] og [[Ólafur Jónsson Ólafsson|Ólaf]]. Allir eru þeir þrekmenn, svo sem þeir eiga kyn til í báðar ættir.<br>
Þegar fyrst var róið á vetrarvertíð í Eyjum, var það nefnt „að draga út“. Það þýddi ekki beinlínis að færa skipið á sjó, heldur voru þá öll stærri skip dregin úr vetrarnausti, og þaðan var nafnið.<br>
Það var gamall og góður siður í Vestmannaeyjum, að hvert skip, sem dregið var út, var fært út á höfnina, og skyldi þar fara fram guðsþjónusta: ræða flutt og sungnir sálmar. Sumir formenn sömdu ræðuna sjálfir.<br>
Ég, sem þetta skrifa, veit með vissu, að [[Sigurður Sigurfinnsson (hreppstjóri)|Sigurður Sigurfinnsson]] hreppstjóri samdi sínar útdráttarræður sjálfur. Hann var gáfumaður mikill og skáld. Nú var vertíðin að byrja, og telja má það víst, að þarna hafi margir beðið af hreinum og einlægum hug til guðs hins alvalda. Fiskigöngur voru í aðsigi, en skortur heima fyrir, svo að alla krafta þurfti að leggja fram til þess að reyna að bjarga lífinu.<br>
Fimmtudagsmorgun 25. febrúar 1869, minnir mig, kl. 9-10, reru öll vertíðarskip Vestmannaeyja út á höfnina (nema eitt, því að Sigurður formaður frá Brúnum fór hvergi), og fluttu formenn og hásetar þar hina venjulegu guðsþjónustu. Þá var logn, en þoka dimm og drungafullt loft, brim svo mikið, að tæpast var fært út Leiðina (svo nefnist sundið út úr höfninni). Þegar út af höfninni var komið, leituðu öll skipin til fiskimiða suður með landi (Heimaeyjar), nema einn áttæringur, Áróra, fór norður fyrir eyju, og skal minnast hennar síðar.<br>
Áður en nokkurt fiskimið yrði glöggvað fyrir þoku og sorta eða færi rennt í sjó, skall á útsynnings ofsastormur, svo að sjórinn rauk eins og mjöll, og við ekkert varð ráðið annað en að hleypa undan sjó og vindi, skáhallt austur fyrir Bjarnarey. Hún er hömrum lukt allt í kring og 523 fet á hæð. Sunnan á eyjunni er svonefnt [[Haganef]], hallandi út frá aðalhæðinni niður í á að gizka 150 feta hæð.<br>
[[Elliðaey]] liggur norður af Bjarnarey, og er sundið á milli þeirra talið sjötti hluti úr mílu. Í sundinu er undirvatnsboði, sem [[Bjarnarey|Breki]] er nefndur. Á honum er 7 faðma dýpi og brýtur þar ekki nema í stórbrimi.<br>
Skipið, sem ég var á, hét Najaden, áttæringur. Formaður var [[Ólafur Ketilsson]] frá Bólstað í Mýrdal. Ég var 17 ára og þetta minn fyrsti róður. Hamingjan sýndist ekki ætla að falla mér í skaut þarna, en allt er breytingum undirorpið.<br>
Þegar rokið skall yfir, var sett upp frammastur og rifað segl dregið í hálfa stöng. Það skipti svo engum togum, að mastrið kubbaðist sundur við þóftuna og féll í sjóinn, en skipið hálffyllti. Þá var tekið til og ausið af kappi, en skipið fært með árum í landvarið austan við eyjuna.<br>
Þetta hygg ég, að verið hafi laust fyrir hádegi á fimmtudaginn, og leið skammt á milli, að öll skipin næðu undir eyjuna. Tölu þeirra man ég ekki glöggt, en hygg þau hafa verið nálægt tuttugu.<br>
Bergið þarna á eyjunni er dálítið bogadregið, og allrar varúðar varð að gæta, svo að skipin rækjust ekki hvert á annað.<br>
Á skipunum hefur verið hátt á annað hundrað manns, flest mannval úr Eyjunum.<br>
Stormurinn hvein, en sjórinn dundi; öll sund sýndust vera lokuð. Ekki reyni ég að lýsa því, hveinig okkur öllum þarna, bjarglausum við dauðans dyr, og svo fólkinu í landi, hafi verið innan brjósts. Það segir sig nokkurn veginn sjálft.<br>
Nóttin kom nú yfir, éljagangur og frost. Í éljunum var sem vindur og sjór snérust í hamstola æði, ef svo má að orði kveða, því að sjórinn skvettist og rauk yfir Haganefið og ofan á skipin. Ekkert þeirra náði til hafnar fyrri en á föstudag.<br>
Nú skal minnast á skipið Áróru, sem fór norður fyrir Heimaey. Formaðurinn hét Brynjólfur Halldórsson frá [[Norður-Gerði|Norðurgarði]] í Vestmannaeyjum. - Hann var bróðir Guðmundar í Skíðbakkahjáleigu í Landeyjum, manna mestur og sterkastur.<br>
Hár klettur er norðan við Heimaey, sem heitir [[Örn]]. Þar varð Brynjólfur að snúa við undan rokinu og hleypa í tvísýnu til lendingar á Eiðið, milli [[Klif|Klifsins]] og [[Heimaklettur|Heimakletts]] (Þrælaeiði). Þar var þá kominn Sigurður á Brúnum með alla sína menn að taka á móti Áróru í lendingu. Það er sögn kunnugra, að þegar verið var að draga skipið yfir Eiðið, hafi um fjörutíu manns átt fullt í fangi með að halda því fyrir storminum, en sjógangur var svo mikill, að sjór rann yfir Eiðið í ólögunum. Áróra var flutt yfir höfnina og á sinn lendingarstað.<br>
Hér kom það fram, sem svo ótalmörg dæmi sanna, að leggur drottinn líkn í þraut.<br>
Skipið Áróra var eftir miðdag á föstudaginn gert út með vistir og vín til skipaflotans, sem Iá nú við dauðans dyr austan við Bjarnarey, en mennirnir allir þjáðir af kulda, enda misstu þrír aldraðir menn lífið þarna við eyjuna. Þó vistirnar hafi kannski verið af skornum skammti handa<br>
''Framhald á bls. 95''<br>
 
<center>[[Mynd:Veðurfar.png|500px]]</center><br>
 
<big><center>Frásögn [[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhanns Þ. Jósefssonar]]</center></big><br>
 
<center>''Frh. af bls. 10.''</center><br>
væri. Þótti nú sýnt, að ofviðri væri í aðsigi, og fóru menn að halda heimleiðis. Það voru 13 skip, sem þarna voru, og hófu menn heimferðina með því að setja upp segl í vestan andvara, og var róið undir á kulborða. En þegar kom heim undir Kirkjubæ svokallaða, sáu þeir á skipunum, að sjórinn rauk með þeim ódæmum út höfnina, að særokið nam næstum á móts við grasbrekkurætur á [[Heimaklettur|Heimakletti]]. Er þetta var sýnt, felldu menn hver af öðrum segl á skipunum og tóku til róðrar. En ekki skipti nema nokkrum augnablikum, að ofviðrið skall á öll skipin með byhlitringi, og svo ofsafengið, að enginn mundi annað slíkt. Þó að menn reru lífróður, varð ekkerr hamlað á móti veðrinu, nema á þeim skipum, er bezt voru mennt; þau komust nokkrar lengdir sínar fram, efrir að veðrið skall á. En að örlítilli stundu liðinni var það sýnt, að ekkert skipanna gat haldið í horfínu, og fór þau nú að reka. Vestanofviðrið trylltist æ meir og meir, og var ekki annar kostur fyrir hendi en að hleypa undan veðrinu og freista þess að leita skjóls undir [[Bjarnarey|Bjarnarey]], sem er austan við [[Heimaey|Heimaey]], um 3 sjóm. Flestir hleyptu á árunum einum og þótti nógur gangur. Svo sagði [[Árni Diðriksson|Árni Diðriksson]] bóndi í [[Stakkagerði|Stakkagerði]], er var með skipið [[Gideon|Gideon]] í mörg ár, að aldrei hefði verið meiri skriður á skipinu það er hann vissi til, þó að hvorki væri siglr né róið. Aðeins einn bátur, áttæringurinn [[Enok VE|Enok]], en á honum var formaður [[Lárus Jónsson (Búastöðum)|Lárus Jónsson]], hreppstjóri að [[Búastaðir vestri|Búastöðum]], sigldi með tveimu: rifuðum „klíverum". Var „klíverbóman" úr ágætri eik, en þó brotn-aði hún þegar hleypt var undir Bjarnarey. Á Gideon höfðu menn reynt lengst af að halda í horfi, enda var Árni Diðriksson, sem þótti úrvals formaður, einna bezt menntur, var þar valinn maður í hverju rúmi. En þó fór svo, að Gideon varð líka að hverfa frá, eins og áður segir.<br>
Samfara hinu tryllta veðri æstist nú líka sjórinn svo mjög, að „Leiðin" varð á skömmum tíma alófær. Öll komust nú skipin heilu og höldnu í skjól við Bjarnarey, og urðu það 12 stórskip og einn bátur fjórróinn. Þótti undrun sæta, að þessi litli farkostur skyldi fleytast austur yfir flóann í því óskapa veðri, er á var skollið. Voru skipin neydd til þess að halda sig öll á mjög litlum bletti austan eyjunnar, því að aftaka brim gjörði nú við eyjuna alla, og ef nokkuð var frá vikið, var allt óviðráðanlegt sökum ofviðris. Þarna luðu menn að lára fyrir beiast allan daginn og alla næstu nótt. Var mjög erfirt, sérstaklega eftir að myrkrið skall á, að verjast ákeyrslum á skipin eða bjargið. Köll og fyrirskipanir heyrðust illa, því að veðurgnýrinn og brimöskrið yfirgnæfðu allt annað. En þó tjáði ekki annað en gera það ítrasta er unnt var, til að verjast áðurgreindum hættum. Er það sam hljóða álit þeirra, er í útilegunni voru, að þerta hefði ekki tekizt, og því enginn sloppið lifandi úr háskanum, ef ekki hefði viljað svo til, að tungl var í fyllingu og birta því sæmileg.<br>
Við hörmungar ofviðrisins bættist og það, að undir kvöldið gerði mikið frost, sem harðnaði þegar leið á nóttina. Sunnan á Bjarnarey gekk brimið svo hátt, að nam við svokallaðan [[Bjarnarey|Álkustall]], en hann beið, séður úr Heimaey, við hæsta nefið á Bjarnarey að sunnan. Sú saga er sögð, að skip eitt undan Eyjafjöllum lá syðst við eyna og allnærri be ginu, og vissu skipverjar ekki fyrr en foss mikill steyptist yfir þá ofan af eyjunni með feikna afli, og komust þeir nauðuglega undan, en skipið fyllti nærri af sjó. Þessi foss stafaði frá brimöldu, sem gekk sunnan í eyna og upp fyrir Álkustall, svo að austur af flóði, og hafði þannig nærri grandað skipinu.<br>
Það má nærri geta, hvernig líðan manna hefir verið þessa nótt, þeirra er úti lágu. Saman fór frostharka, veðurhæð og vosbúð, en um hressingu eða næringu var ekki að ræða, því að ekki mun þá hafa tíðkazt að hafa nesti með á sjó annað en drykkjarkútinn. Á skipum slíkum, sem hér um ræðir, voru oft hálfdrættingar, en það voru unglingar, sem ekki þóttu fyllilega hlutgengir; og einnig voru hásetar sumpart gamlir menn, þó að allflestir væru á bezta aldri. Er frá því sagt, að á skipinu Enok hafi verið tveir hálfdrættingar, sem þoldu illa kuldann og vildu oft um nóttirra leggjast fyrir. En formaðurinn, [[Lárus Árnason]], sem áður er nefndur, beitti við þá hörku í hvert sinn er þeir vildu hnipra sig, og rak þá til að fljúgast á, til að halda á sér hita. Til merkis um hraustleika suma hinna gömlu sjómanna má geta þess, að Árni Diðriksson, formaður á Gideon, fór ekki í skinnstakk sinn fyrr en komið var í hlé við Bjarnarey, og fór þá líka úr skinnbrókinni, til þess að hella úr henni sjó, og þannig tók hann á móti útilegunóttinni. Sjóhattinn hafði hann misst á austurleiðinni. Veðrið hélzt hið sama alla nóttina með brunafrosti. Brimið virtist heldur minnka austan eyjarinnar er á leið nóttina, en jókst því meir undan vindstöðunni. Breki er boði nefndur norðaustur af Bjarnarey. Féll hann nú austur, sökum ofveðursins, og voru fá dæmi til slíks. Um nóttina varð að taka mennina úr fjórróna bátnum, sem var einn í hópnum, og sleppa honum. Hásetarnir voru gamlir menn, sem ekki þótm færir um að ganga í erfið skiprúm. Höfðu þeir ætlað sér að róa, þegar góð sjóveður gæfust og stutt væri sótt. Formaðurinn var óharðnaður unglingur. Ennfremur voru allir skipverjar teknir úr áttæringnum Najaden og skipinu sleppt. Áttæringur þessi var illa menntur, og treystist formaðurinn ekki til að fylgjast með hinum skipunum sökum þess.<br>
Fjórir menn önduðust af kulda og vosbúð á útileguskipunum þessa nótt, og voru þeir allir fuilorðnir og farnir að heilsu og kröftum.<br>
Nú víkur sögunni aftur heim í Eyjar. Þegar veðrið skall á, voru svo að segja allir bátar á sjó, og var því ekki heima nema kvenfólk og born, auk nokkurra verzlunarmanna. Allt lauslegt úti við fauk út í veður og vind, og varð við ekkert ráðið. Þeir fáu karlmenn, er heima vom, reyndu helzt að bjarga smábátunum með því, að bera á þá grjót og binda. En engan bát var hægt að rétta við, eða hreyfa úr seti, og voru þeir bundnir eins og á stóð. Eitt stórskip, teinæringur, sem ekki var farið að hreyfa til sjóróðra þessa vertíð, fauk með festarsteinum og öllu saman yfir háan grjóthól og alla leið niður í fjöru. Kom skipið niður á hvolfi lítið brotið.<br>
Það má nú nærri geta, hvernig ástatt hefir verið á heimilum sjómannanna í Vestmannaeyjum þennan dag. Engin von virtist vera til þess, að skipin eða áhafnir þeirra myndu skila sér heim. Sorg og kvíði tun afdrif ástvinanna á hafinu ríkti á hverju heimili, þar sem konur og börn sám grátandi og örvingluð. Einn maður var þó, sem aldrei þreyttist á að ganga á meðal fólksins og reyna að hugga það og hressa. Þetta var [[Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen|Pétur verzlunarstjóri Bjarnasen]], sem þá var fyrir [[Austurbúðin|Brydes verzlun]] í Vestmannaeyjum (faðir [[Nikolai Carl Frederik Bjarnasen|Nicolais Bjarnasen]], [[Friðrik Bjarnasen (Garðinum)|Friðriks Bjarnasen]] og frú [[Juliane Sigríður Margrét Bjarnasen|Júlíönu Árnason]], sem nú eru í Reykjavík). Pétur Bjarnasen vitjaði flestra húsa, er hann náði til, og hjálpaði með ráðum og dáð þar, sem hann gat við komið. Er sagt, að Pétur hafi engrar hvíldar unnt sér þessa nótt, og strax er birti af degi þann 26. febrúar, gekk hann til fjalls með sjónauka sinn til þess að grennslast eftir, hvort hann sæi nokkuð til skipanna, sem hrakið hafði frá eyjunni daginn áður. Má geta nærri, hver fögnuður hefir orðið hjá fólkinu, þegar Pétur Bjarnasen kom aftur með þá gleðifregn, að hann hefði séð flest eða öll skipin austan undir Bjarnarey. Þennan dag var veður farið að lægja, svo að nú var ráðgert að manna út það eina stórskip, sem tiltækilegt var heima fyrir, áttæringinn Áróru, og senda með mat og aðra hressingu til þeirra, er úti lágu. Því að enn var veðrið svo mikið, að ekki var hugsandi að neitt skipanna gæti komizt heim. Var nú valið úr sjómönnum þeim, er náð höfðu upp á Eiðið daginn áður, settur skut og barkaróður til viðbótar á Áróru, og hún þannig gerð að tólfæringi, og mönnuð út með 30 úrvalsmönnum. Höfðu þeir með sér aukaárar og önnur áhöld, sem hugsanlegt væri, að þá kynni að vanta, er úti lágu. Þannig útbúið lagði svo hjálparskipið af stað til útileguskipanna.<br>
Meðferðis hafði það, auk útbúnaðs þess sem áður getur, matarsendingar handa hverju skipi, og auðvitað kaffi, ennfremur þurr föt, er send voru frá heimilunum; og í verzlunarbúð Péturs Bjarnasen var svo bætt við brauði, skonroki og brennivíni. Þá var eitt glas af hoffmannsdropum handa hverri áhöfn, frá héraðslækninum, [[Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)|Þorsteini Jónssyni]]. Telja kunnugir að för þessi og allur útbúnaður hafi verið dugnaði og athygli Péturs Bjarnasen að þakka. Áróru byrjaði vel til þeirra, er úti lágu. Og eftir að menn höfðu fengið sér hressingu og sumir jafnvel haft fataskipti, var farið að hugsa til heimferðar, en þó beðið eftir landfalli, þ.e. vesturfalli, með því að enn var veðrið ákaflega mikið. Um hádegi þennan dag hófu menn heimróður. Fór Áróra fyrst, og dugði engum við hana að þreyta, svo vel mönnuð og útbúin sem hún var. Þá fór [[Enok]], þá [[Gideon]], þá [[Haffrú]], og svo hver af öðrum. Komust hin fyrstu heim í vör klukkan 8 um kvöldið. Og um klukkan 11 e. h. munu allir þeir, er heim komust þann dag, hafa verið lentir. Eitt skip hafði legið undir [[Ystiklettur|Yztakletti]] um nóttina, og komst það líka heim þetta kvöld.<br>
En það átti ekki fyrir öllum að liggja, að ná lendingu þennan dag. Þrjú skipin hrakti aftur austur á bóginn. Það voru þau Langvinnur, formaður [[Árni Einarsson]] frá Lambafelli undir Eyjafjöllum; Mýrdælingur, en formaður hans var [[Þorsteinn Jónsson (þingmaður)|Þorsteinn Jónsson]] frá [[Nýibær|Nýjabæ]] í Vestmannaeyjum og síðar alþingismaður fyrir Eyjarnar, og Blíður, en á honum var formaður [[Jón Jónsson Salomonsen (hafnsögumaður)|Jón Jónsson]] hafnsögumaður í Vestmannaeyjum. Þessi skip, þrjú að tölu, lögðu með flotanum undan [[Bjarnarey]], en virðast hafa haldið vestar eða meir með straumnum en aðrir, komust aldrei í skjól eða lognvar af [[Heimaey]], heldur bárust með straumnum norður flóann og út í sterkviðrið. Kom svo, að þessi þrjú skip áttu sér ekki annars úrkosta en að hleypa aftur til Bjarnareyjar. En nú var þess enginn kostur að ná suður fyrir eyjuna, og vaið því að treysta á að fara norðan við hana, eða sundið milli Bjarnareyjar og [[Elliðaey|Elliðaeyjar]]. En þar er boði sá, Breki, er áður um getur, sem þennan dag braut alltaf á öðru hvoru. Höfðu margir álitið, að alltaf mætti komast milli boðans og Bjarnareyjar, ef haldið væri nógu nálægt eyjunni. En það sýndi sig þennan dag, að ekki var þetta einhlítt í aftökum. Skipið Langvinnur lagði fyrst í þetta sund og leitaði undir Bjarnarey aftur. Það heppnaðist, og náði skipið aftur í skjól við eyjuna. Sömu leið fór Mýrdælingur. Þessi tvö skip hitru á lag og náðu að komast fram hjá boðanum. En Blíður, sem var síðastur, varð fyrir broti af Breka og fórst á svipstundu með allri áhöfn. Drukknuðu þar 14 manns.<br>
Að heiman sást, að þrjú skip hröktust aftur austur að Bjarnarey. En mælt er, að enginn hafi séð með vissu, þegar Blíður fórst í Brekafalli, annar en [[Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen|Pétur Bjarnasen]], sem fylgdist með skipunum í sjónauka. Hann hafði tekið sjónaukann frá augunum þegar fallið huldi skipið og fölnað við; en enginn vissi, hvað hann hafði séð, fyrr en degi síðar.<br>
Þau tvö skip, er komust undir Bjarnarey aftur, Mýrdælingur og Langvinnur, lágu enn úti næstu nótt. En undir morgun, 27. febrúar, lægði vindinn, svo að þau gátu lagt af stað heimleiðis, og komu heim allsnemma. Voru þá í Mýrdæling þrjú lík manna þeirra, er áður getur, og dáið höfðu úr kulda og vosbúð. Fjórði maðurinn, er beið bana af frosthörkunni, var á öðru skipi.
Eins og nærri má geta, höfðu þessar nærur og þrekraunir reynt mjög á krafta þeirra, er þó lifðu þær af, og voru margir, sem ekki tóku á heilum sér lengi síðan. Óhætt er að fullyrða, að enginn viðburður hefir orðið fólki í Vestmannaeyjum jafnminnistæður á síðustu öld, sem þessi, er hér hefir verið sagt frá. Á sjó fóru útilegudaginn 17 skip úr Vestmannaeyjum með samtals 286 manns. Þrjú skipanna, með 50 manna áhöfn, náðu heim samdægurs. Í útilegunni lentu 14 skip með 218 manns, sum á annan, önnur á þriðja sólarhring, í ofviðri og foráttubrimi, fann komu og frosti. Og eitt skip með 14 manna áhöfn fórst með öllu. Tvö skip voru yfirgefin, en mönnunum bjargað í önnur skip, fjórir menn létust af kulda og vosbúð. Töpuðust þannig 18 mannslíf og þrjú skip.<br>
 
Skipin, sem lágu úti, voru þau er hér segir:<br>
Dúfa, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Símon Þorsteinsson bóndi að Hólmum í Landeyjum. Þetta skip lá undir Yztakletti að austan.<br>
[[Blíður]], sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður [[Jón Jónsson lóðs (Vilborgarstöðum)|Jón Jónsson]] hafnsögumaður, bóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], Vestmannaeyjum. (Fórst á Breka með allri áhöfn).<br>
Haffrú, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður [[Magnús Magnússon (Vilborgarstöðum)|Magnús Magnússon]] bóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], Vestmannaeyjum.<br>
[[Gideon|Gideon]], átræringur; 18 manna áhöfn. Formaður [[Árni Diðriksson|Árni Diðriksson]] bóndi [[Stakkagerði|Stakkagerði]], Vestmannaeyjum.<br>
[[Enok VE|Enok]], áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður [[Lárus Jónsson (Búastöðum)|Lárus Jónsson]] bóndi í Garðfjósi, síðar hreppstjóri og þá búsettur á [[Búastaðir vestri|Búastöðum]].<br>
Najaden, átræringur; 18 manna áhöfn. Formaður Ólafur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal. (Yfirgefinn undir Bjarnarey.)<br>
Langvinnur, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður [[Árni Einarsson (Búastöðum)|Árni Einarsson]] bóndi á [[Búastaðir|Búastöðum]].<br>
[[Farsæll]], feræringur; 8 manna áhöfn. Formað ur [[Jón Bjarnason (Oddsstöðum)|Jón Bjarnason]] bóndi á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]]. (Yfirgefinn undir [[Bjarnarey]].)<br>
Mýrdælingur, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður [[Þorsteinn Jónsson (þingmaður)|Þorsteinn Jónsson]], síðar alþm. að [[Nýibær|Nýjabæ]].<br>
[[Neptúnus VE|Neptúnus]], áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður [[Símon Símonarson]] bóndi frá Steinum undir Eyjafjöllum.<br>
Svanur, aðrir nefna hann Farsæl, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Oddur Pétursson bóndi frá Raufarfelli undir Eyjafjöllum.<br>
Eyfellingur, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Magnús Þorsteinsson bóndi að Rauðsbakka undir Austur Eyjafjöllum.<br>
Lítillátur, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Þórður Tómasson bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum.<br>
Trú, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Jón Þórðarson frá Miðey í Landeyjum.<br>
'''[[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhann Þ. Jósefsson]]'''<br>
 
<big><center>Frásögn [[Jón Ólafsson|Jóns Ólafssonar]]</center></big><br>


<center>''Frh. af bls. 12.''</center><br>
svo mörgum, þá var þetta ómetanleg hjálp úr því, sem ráða var. Mér var gefin ein hveitibrauðskaka og staup af brennivíni. Skipið, sem kom með vistirnar, sneri til baka, og mörg skip önnur.<br>
Eitt þessara skipa hét Blíðfari, en formaðurinn Jón, ungur og framgjarn. Hann var hafnsögumaður (lóss) og hafði 16 menn á skipi. Hann lagði af stað til heimferðar seint á föstudaginn, hélt suður fyrir [[Bjarnarey]], önnur leið var ekki fær, og stefndi á [[Helgafell|Helgafell]]. Menn sáu í sjónauka af landi, að þegar skipið var komið nokkuð áleiðis og ekki með öllu vonlaust, að það næði til hafnar, þá biluðu tvær árar. Straumurinn henti því norður álinn, svo að nú var enginn annar kostur en að snúa til baka og hleypa sundið milli eyjanna upp á líf og dauða sem kallað var. En opin er feigs vök, og reyndist það hér, því að holkefla reis á [[Breki VE|Breka]] og gleypti skip og menn alla, svo ekkert sást eftir af.<br>
Um miðjan dag á laugardaginn fór að draga úr veðrinu, og sem leið á daginn, lögðu skipin með nokkru millibili af stað til heimferðar. Farnaðist þeim vel eftir ástæðum, þar sem allir hlutu að vera meira og minna þrekvana eftir þennan langa og stranga hrakning, en þó náðu þau öll lendingu.<br>
Nú voru tvö skip eftir og komið nærri sólsetri. Annað var skipið Najaden, sem ég var á, en hitt [[Neptúnus]]. Formaðurinn á honum hét [[Símon Þorsteinsson]] frá Steinum undir Eyjafjöllum. Kom formönnunum saman um að láta Najaden lausa, en taka alla mennina á Neptúnus. Var róið fyrir sunnan eyjuna í logni. Þegar komið var opið sund milli [[Bjarnarey|Bjarnareyjar]] og [[Elliðaey|Elliðaeyjar]], kom nægur vindur af norðaustri, svo að segl voru dregin upp, en róið undir þennan hagstæða byr alla leið til hafnar. Lendingin var skammt frá kofanum, sem ég átti þá heima í. Svo þreyttur var ég og af mér gengið, að ég skreið eins mikið og ég gekk frá skipinu og heim að kofanum, og það, sem ég fékk þar þá til hressingar, var kaldur grautur. Betra var ekki til.<br>
Tæpum klukkutíma eftir að við náðum lendingu, var genginn yfir stormur af sömu átt og áður er frá sagt. Stóð hann látlaust í þrjá daga með sjógangi og brimi.
Vitund manna þarna finnst mér hafa verið stjórnað af guðdómlegu lögmáli, sem enginn máttur breytir.<br>
Ég hef skýrt svo rétt frá þessum sjóhrakningi, sem ég bezt hefi minni til. Mér hlaut að vera þetta hugstætt, fyrsti lífsháskinn, sem ég komst í. Viti einhverjir betur en hér er frá skýrt, tek ég leiðréttingum með þökkum.
Hér endar frásögn [[Jón Ólafsson|Jóns Ólafssonar]].<br>


'''Fáein eftirmálsorð skrásetjarans'''<br>
Ég, sem rita þessar línur, vil segja fáein orð um formanninn Sigurð á Brúnum (Brúnir eru bær undír Eyjafjöllum).<br>
Hvers vegna fór hann ekki og reri með hinum skipunum? Ég veit það ekki.
En vert er að hyggja að því, að mjög efasamt er, hvernig Brynjólfi hefði tekizt að lenda á Eiðinu, ef Sigurður hefði ekki verið þar með alla sína háseta, því ekki var völ á öðrum mönnum úr landi.<br>
Tíu árum eftir þetta kom nokkuð athyghsvert fyrir þennan Sigurð. Þar var ég sjónarvottur að með mörgum mönnum. Var sem næst hálffallinn sjór að. Við stóðum á [[Skansinn|Skansinum]] við flaggstöngina í maímánuði og sáum skip koma siglandi í Flóanum og stefna til hafnar. Vindur var norðaustan og Leiðina holbraut hvað eftir annað. Þá var flaggið dregið í hálfa stöng, sem þýddi það, að skipið átti að snúa við og lenda norðan við [[Þrælaeiði|Eiðið]]. Þeir áttu að sjá flaggið, en skeyttu því engu. Þegar skipið var undan [[Klettsnef|Klettsnefi]] féll hvert brotið á fætur öðru og yfir Leiðina. Sigurður gat ekkert gert þarna annað en halda áfram. Hann lækkaði ekki seglin.<br>
Þegar hann átti svo sem steinsnar að Leiðinni, þá leit svo út sem sagt væri við sjóinn: Hér skulu þínar stoltu bylgjur lægja sig. Og skipið rann með fleygiferð yfir sundið, án þess að nokkur bára risi, sem hætta gat stafað af. En það stóð ekki lengi. Skip og menn voru úr hættu sloppnir. Eftir það féll hver sjórinn á fætur öðrum og sundið ófært.<br>
Sigurður var spurður, hví hann hefði ekki tekið flaggið til greina. Svarið var þetta: Við sáum það ekki fyrr en komið var svo langt, að ómögulegt var að snúa við.<br>


''Einu sinni rérum''<br>
''eimskipa á sjó''<br>
''fyrir austan Eyjar''<br>
''sátum þar í ró.''<br>
''Við vorum að reyna að veiða, veiða''<br>
''væna keilu úr sjó.''<br>


<center>[[Mynd:Séð út höfnina austur Flóann til Bjarnareyjar.png|300px|]]</center>
Ólafur Magnússon formaður í Nýborg.<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 6. júlí 2016 kl. 14:21

ÚTILEGAN MIKLA 1869


Á þessu ári eru 100 ár, síðan Vestmannaeyingar háðu hörðustu baráttu og þrekraun við óblíða náttúru, sem hér fara sögur af. Var þetta í útilegunni miklu, í enduðum febrúar 1869, þegar 14 áraskip með 218 sjómenn innanborðs lágu úti austan undir Bjarnarey.


Má telja útilegu þessa átakanlegasta dæmi, sem um getur, um harða lífsbaráttu síðustu aldar á hafnlausri úthafsströnd. Út af fyrir sig er útilegan afrek forfeðra okkar og sýnir, að Íslendingar hafa alltaf átt í sér þrautseigju og hörku. Nærri má geta hver örvænting fólksins og kvíði í landi hefur verið, meðan svo til allir sjómenn og fyrirvinnur héraðsins voru matarlausir og vanbúnir á opnum skipum úti í slíku foraðsveðri, sem gekk yfir Eyjuna. Íbúatala Vestmannaeyja var þá 520 til 530 manns, en úti í hríðarsorta, frosti og brimróti, börðust á þriðja hundrað sjómenn fyrir lífi sínu við hamrömm náttúruöfl. Að vísu voru margir sjómannanna úr nærsveitunum (landmenn), en þessir 218 sjómenn voru 42% mannfjölda Eyjanna þá; það svarar til 2.100 (tvö þúsund og eitt hundrað) manns í Vestmannaeyjum í dag. Þetta er í sannleika sagt ótrúleg tala og staðreynd, eins og öll saga útilegunnar reyndar er nú á tímum. Útilegur smábáta, þetta böl hverrar vertíðar hér áður fyrr, eru sem betur fer úr sögunni.
En um útileguna segir Jóhann Þ. Jósefsson í eftirfarandi grein: „óhætt er að fullyrða, að enginn viðburður hefir orðið fólki í Vestmannaeyjum jafnminnisstæður á síðustu öld."
Í Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum, sem Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrv. bæjarfógeti safnaði og komu út á árunum 1938-1939 (2. útgáfa 1966), er langur og ítarlegur þáttur um útileguna eftir frásögn Hannesar lóðs. Hannes var þó í landi þessa frægu útilegu. Vildi svo óvenjulega til að á leið til skips (Hannes var þá háseti á Gideon, 17 ára gamall), datt hann ofan í krapableytu og varð að snúa heim og hafa fataskipti.
Hér birtast tvær frásagnir af þessum voðaatburði, hin þriðja er, eins og áður segir, í sögum og sögnum, og eru þá Vestmannaeyingum nærtækar allar helztu heimildirnar um Útileguna miklu 1869. Þakka ég Jóhanni Gunnari Ólafssyni fyrir aðstoð hans við þáttinn, en hann sendi blaðinu greinina úr Heimskringlu.
Frásögnum þessum ber vel saman, en eru þó allar þrjár hver með sínu sniði. Til dæmis um ofviðrið getur Hannes þess, að Gideon var kominn inn undir Miðhúsaklett, en þá drógu þeir ekki lengra og fuku árarnar upp úr keipunum. Sigldi Gideon síðan hraðbyri á árunum einum saman austur fyrir Bjarnarey.
Vertíðina 1869 var veðrátta umhleypingasöm og hlutir aðeins 50-200 fiskar.
Vertíðina 1868 var hin mesta ördeyða, sem komið hafði í Vestmannaeyjum og þá hallæri og sultur fyrir hvers manns dyrum. Má ímynda sér framtíðarhorfur fólks að fá svo þannig áhlaup og stórslys í byrjun vertíðar, en í útilegunni fórust 3 skip og 18 menn létu lífið.
- Ritstj.

- Minnistæðasti atburður 19. aldar í Vestmannaeyjum -


Frásögn Jóhanns Þ. Jósefssonar


SÆBRATTAR, svipmiklar og tígulegar rísa Vestmannaeyjar úr hafi fyrir Rangársandi. - Óvíða mun vera meiri náttúrufegurð, þegar gott er veður, eða veðurblíða jafndásamleg og stundum er í Eyjum, þótt oft sé þar stormasamt. Þá er og fagurt að horfa til lands úr Eyjum, þegar góð er fjallasýn; svo fagurt, að vart mun annað útsýni fegurra á landi hér. „Aldrei man ég á fósturfoldu fegurri sýnir við mér skína“, kvað séra Matthías, er hann minntist landsýnarinnar af Helgafelli í Vestmannaeyjum. Úr landi er og fallegt að horfa út til Eyja, þegar gott er sýni. „Sem safírar greyptir í silfurhring, um suðurátt hálfa ná Eyjarnar kring“, kvað Einar Benediktsson, er hann var sýslumaður í Rangárvallasýslu.
Vestmannaeyjar hafa líka löngum haft heillandi áhrif á hugi sveitapiltanna í Rangárvallasýslu og nærsýslunum yfirleitt, og hefir mörgum þótt fýsilegt að leita út þangað til fjár og frama. Til Eyjanna sóttu menn úr nærsýslunum, mannsaldur eftir mannsaldur, björg handa sér og sínum, stunduðu fiskveiðar frá Eyjum, ýmist á eigin skipum, eða þeir réðust í skiprúm til Eyjamanna.

Jóhann Þ. Jósefsson.


— Þessar vertíðardvalir „landmanna“ (svo voru menn úr landi jafnan kallaðir) úti í Eyjum urðu einatt til þess, að þeir ílentust þar; oftast fyrst um sinn í vinnumennsku, en staðfestu síðan ráð sitt, urðu sjálfstæðir útvegsmenn og undu glaðir við sitt, meðan þeim entist aldur til. Þrekmestu og beztu starfskraftana lögðu nærsýslurnar, Skaftafells- og Rangárvallasýsla, lengst af Eyjunum til. Árnessýsla líka að nokkru Ieyti, en þó einkum á hinum síðari áratugum. Það voru þróttmiklir og fjölhæfir menn, margir hverjir, þessir „landmenn“, sem sóttu ár eftir ár til sjóróðra í Eyjum. Jafnvígir á alla vinnu, bæði til sjávar og sveita, oft góðir byggingamenn, og margir hverjir hinir beztu smiðir. Bjargmenn góðir eða fjallamenn, sem nefndir eru í Eyjum, voru ýmsir þeirra, er af Iandi komu, þó einkum Mýrdælingar og stöku Eyfellingar.

Sjómaður í skinnklæðum.


Þótt Vestmannaeyjar séu hinar fegurstu á að líta og gott sé þaðan að sækja til aflafanga, þegar veðurfar er gótt, þá er því miður oft svo, og hefir löngum verið, að hamfarir náttúruaflanna hafa gert þar skjót umskipti og á vetfangi skapað stórhættur hinum áræðnu sjómönnum, er stundað hafa atvinnu sína á þessum slóðum. - Þeir eru margir, hildarleikirnir, sem á undangengnum mannsöldrum hafa verið háðir af sjómönnum frá Vestmannaeyjum á hafinu kringum Eyjarnar. Barátta þeirra við brim og boða, við storma og stórviðri, hefir endurtekið sig áratug eftir áratug. Þær eru fæstar færðar í letur, sögurnar af baráttunni upp á líf og dauða, af hetjudáðum og frábærri hreysti þessara manna, eins og raunar sjómanna vorra annarra víðs vegar við Iandsins strendur.
Hér verður nú gerð tilraun til að skýra nokkuð frá einum stórviðburði í sjómannalífi Vestmannaeyinga, sem er eitt af mörgum átakanlegum dæmum um þær þrautir, sem íslensku sjómennirnir á opnu skipunum urðu stundum að reyna; en það er hin svokallaða útilega, sem átti sér stað árið 1869.
Er hún sögð hér að mestu nákvæmlega eftir handriti Gísla heitins Lárussonar kaupfélagsstjóra og gullsmiðs frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum, sem nú er látinn fyrir nokkru. - En Gísli heitinn hafði sjálfur verið formaður á opnu skipi um langt árabil í Vestmannaeyjum. Þá er og stuðzt við aðrar sögusagnir, en þó einkum við það, er mér sagði Sigurður Vigfússon (almennt kallaður Siggi Fúsason), er bjó að Fögruvöllum í Vestmannaeyjum, og einnig er fyrir nokkru látinn. Í Sögum og sögnum frá Vestmannaeyjum, sem Jóhann G. Ólafsson cand. jur. hefir safnað, er útilegunni og lýst, en eftir öðrum heimildum. Sama er að segja um ritgerð um þennan atburð, er í fyrra birtist í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins. Heimildarmenn þeir, sem ég hefi skráð þetta eftir, eða þó aðallega Sigurður Vigfússon, telja einu skipi fleira í útilegunni en gert er af heimildarmönnum, er að áðurgreindum ritgerðum standa.
Aðfaranótt hins 25. febrúar 1869 var í Vestmannaeyjum ofsa austanveður. En undir morguninn lygndi, og um klukkan 9 árdegis var komið stillilogn. Brim var allmikið eftir stórviðrið, svo að „sagði til Leiðar“. („Leið“ var kölluð innsigling inn á innri höfnina á stuttu bili, og braut oft þvert yfir innsiglingu þessa í stórbrimum. Og þegar byrjaði að brjóta á „Leiðinni“, var komizt svo að orði, að „segði til Leiðar“). Loftsútlit var ótryggilegt og kafaþykkni. Vertíðin mátti heita að vera í byrjun, og hafði lítið orðið vart við fisk. En þó fóru menn þennan dag að tygja sig til róðra, og munu flestir hafa róið um klukkan 11. En með því að útlit var ótryggt, fóru fæstir nema stutt, héldu sig í námunda við Heimaeyna, og aðeins tvö til þrjú skip komust á fiskimið, er Bót heitir, og er austanvert við svonefnt Sæfjall. Fjögur skip reru vestur með Eynni að innan (norðan), og voru flest þeirra komin að Erni, sem er drangur í sjó norður af Stóraklifi, er skipverjar sáu, að sjórinn rauk eins og þokumökkur væri fyrir vestan Smáeyjar. Áttuðu menn sig ekki á, að þessi þokubakki, sem þeim virtist vera, stafaði af stormi, fyrr en rokið skall yfir þá eins og skotið væri úr byssu. Þessi skip björguðu sér með því að lenda á Eiðinu, það er að segja þrjú þeirra. Eiðið tengir Heimaklett við Heimaeyju og var algengt, að menn leituðu þar lendingar, ef ekki þótti fært annarsstaðar, og voru þá skipin sett yfir Eiðið, til þess að komast inn á innri höfn, þótt erfitt væri að setja stórskip þá leið.

Vestmannaeyjahöfn um aldamót og á tímum.


- Fjórða skipið hrakti austur fyrir Yzta-klett, og Iá í svonefndri Faxabót næstu nótt. Þótt sjór væri dauður það augnablik, sem þrjú skipin lentu á Eiðinu, brimaði nú svo fljótt, svo að segja á svipstundu, að við sjálft lá, að síðasta skipið brotnaði í lendingunni. Þó höfðu menn með harðfylgi að setja skipið upp stórgrýtið. En er þeir voru komnir með síðasta skipið upp á svonefnt Háeiði, hafði brimið vaxið svo mjög, að nú sópaði yfir sjálft Eiðið, og var það mjög fátítt í þá daga. Tvö skipanna voru bundin og fest niður með grjóti austur við HeimakIett, en þriðja skipið, áttæringurinn Áróra, formaður Brynjólfur Halldórsson bóndi í Norður-garði, komst heim yfir innri höfnina. En svo var veðrið mikið, að við sjálft lá, að skipið hrekti á haf út á heimleiðinni og fór þó með löndum, en ekki beint yfir voginn. Þótti mönnum hin mesta glópska af góðum formanni að stofna hásetum sínum í þá tvísýnu, sem það reyndist að fara yfir höfnina. Orð var og á því haft, að þegar verið var að setja skipið í hróf hinum megin við innri höfnina, hafi lítt verið hægt að halda því niðri sökum ofviðrisins, því að það tókst hvað eftir annað á loft.

Áttæringurinn Gideon.


Þá víkur sögunni til þeirra skipa, er stödd voru austan og sunnanvert við Eyjarnar. Afli var lítill eða enginn, og útlit til lofts og sjávar varð æ ískyggilegra. Állinn suður af Bjarnarey var að sjá eins og brimgarður, jafnvel þótt logn
Framhald á bls. 92


Séð út höfnina austur Flóann til Bjarnareyjar - til vinstri Heimaklettur og þá Yztiklettur. Miðhúsaklettur fram af rafmagnsstaurunum þremur til hægri.


Frásögn Jóns Ólafssonar háseta á Najaden


Aðeins einn þeirra manna, sem Ientu í Útilegunni miklu, lét skrá frásögn af þeim atburðum. Það var Jón Ólafsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, háseti á Najaden, eign Bryde kaupmanns í Garðinum. Hann fluttist til Vesturheims, átti heima í Selkirk og bar þar beinin.
Sveinn Árnason, bróðir Sigríðar á Vertshúsinu, sem einnig fluttist vestur um haf, skrifaði frásögnina eftir honum og birti hana í Vesturheimsblaðinu Heimskringlu árið 1937. Jón var þá orðinn fjörgamall, og er því næsta eðlilegt, að villur slæddust inn í frásögnina, en hér eru leiðréttar þegjandi verstu villurnar. Rétt þótti að láta frásögn Jóns fylgja hinni ítarlegu frásögn um útileguna, sem hér birtist, sakir þess að hún er til nokkurrar fyllingar.
SÁ, SEM segir frá því, sem hér fer á eftir, um sjóhrakning þennan, er Jón ólafsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, en hann mun hafa verið eina ungmennið, sem lenti í þessum hrakningum.
Ólafur hét afi Jóns og bjó á Undirhrauni í Meðallandi. Jón fór til Vestmannaeyja 17 ára gamall, veturinn 1868. Jón var þrekmaður mikill, rammur að afli og drengur góður. Nú er hann 86 ára gamall, en maður hinn hressasti eftir aldri.
Kona Jóns er Margrét Þorbjarnardóttir frá Vomúlastaðahjáleigu í Austur-Landeyjum, en Jón, faðir Þorbjarnar, var úr Hvolhreppi á Rangárvöllum.
Jón og Margrét hafa lengi búið og búa enn góðu búi í Selkirk, Manitoba. - Þau eiga þrjá syni, Guðmund, Jóhann og Ólaf. Allir eru þeir þrekmenn, svo sem þeir eiga kyn til í báðar ættir.
Þegar fyrst var róið á vetrarvertíð í Eyjum, var það nefnt „að draga út“. Það þýddi ekki beinlínis að færa skipið á sjó, heldur voru þá öll stærri skip dregin úr vetrarnausti, og þaðan var nafnið.
Það var gamall og góður siður í Vestmannaeyjum, að hvert skip, sem dregið var út, var fært út á höfnina, og skyldi þar fara fram guðsþjónusta: ræða flutt og sungnir sálmar. Sumir formenn sömdu ræðuna sjálfir.
Ég, sem þetta skrifa, veit með vissu, að Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri samdi sínar útdráttarræður sjálfur. Hann var gáfumaður mikill og skáld. Nú var vertíðin að byrja, og telja má það víst, að þarna hafi margir beðið af hreinum og einlægum hug til guðs hins alvalda. Fiskigöngur voru í aðsigi, en skortur heima fyrir, svo að alla krafta þurfti að leggja fram til þess að reyna að bjarga lífinu.
Fimmtudagsmorgun 25. febrúar 1869, minnir mig, kl. 9-10, reru öll vertíðarskip Vestmannaeyja út á höfnina (nema eitt, því að Sigurður formaður frá Brúnum fór hvergi), og fluttu formenn og hásetar þar hina venjulegu guðsþjónustu. Þá var logn, en þoka dimm og drungafullt loft, brim svo mikið, að tæpast var fært út Leiðina (svo nefnist sundið út úr höfninni). Þegar út af höfninni var komið, leituðu öll skipin til fiskimiða suður með landi (Heimaeyjar), nema einn áttæringur, Áróra, fór norður fyrir eyju, og skal minnast hennar síðar.
Áður en nokkurt fiskimið yrði glöggvað fyrir þoku og sorta eða færi rennt í sjó, skall á útsynnings ofsastormur, svo að sjórinn rauk eins og mjöll, og við ekkert varð ráðið annað en að hleypa undan sjó og vindi, skáhallt austur fyrir Bjarnarey. Hún er hömrum lukt allt í kring og 523 fet á hæð. Sunnan á eyjunni er svonefnt Haganef, hallandi út frá aðalhæðinni niður í á að gizka 150 feta hæð.
Elliðaey liggur norður af Bjarnarey, og er sundið á milli þeirra talið sjötti hluti úr mílu. Í sundinu er undirvatnsboði, sem Breki er nefndur. Á honum er 7 faðma dýpi og brýtur þar ekki nema í stórbrimi.
Skipið, sem ég var á, hét Najaden, áttæringur. Formaður var Ólafur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal. Ég var 17 ára og þetta minn fyrsti róður. Hamingjan sýndist ekki ætla að falla mér í skaut þarna, en allt er breytingum undirorpið.
Þegar rokið skall yfir, var sett upp frammastur og rifað segl dregið í hálfa stöng. Það skipti svo engum togum, að mastrið kubbaðist sundur við þóftuna og féll í sjóinn, en skipið hálffyllti. Þá var tekið til og ausið af kappi, en skipið fært með árum í landvarið austan við eyjuna.
Þetta hygg ég, að verið hafi laust fyrir hádegi á fimmtudaginn, og leið skammt á milli, að öll skipin næðu undir eyjuna. Tölu þeirra man ég ekki glöggt, en hygg þau hafa verið nálægt tuttugu.
Bergið þarna á eyjunni er dálítið bogadregið, og allrar varúðar varð að gæta, svo að skipin rækjust ekki hvert á annað.
Á skipunum hefur verið hátt á annað hundrað manns, flest mannval úr Eyjunum.
Stormurinn hvein, en sjórinn dundi; öll sund sýndust vera lokuð. Ekki reyni ég að lýsa því, hveinig okkur öllum þarna, bjarglausum við dauðans dyr, og svo fólkinu í landi, hafi verið innan brjósts. Það segir sig nokkurn veginn sjálft.
Nóttin kom nú yfir, éljagangur og frost. Í éljunum var sem vindur og sjór snérust í hamstola æði, ef svo má að orði kveða, því að sjórinn skvettist og rauk yfir Haganefið og ofan á skipin. Ekkert þeirra náði til hafnar fyrri en á föstudag.
Nú skal minnast á skipið Áróru, sem fór norður fyrir Heimaey. Formaðurinn hét Brynjólfur Halldórsson frá Norðurgarði í Vestmannaeyjum. - Hann var bróðir Guðmundar í Skíðbakkahjáleigu í Landeyjum, manna mestur og sterkastur.
Hár klettur er norðan við Heimaey, sem heitir Örn. Þar varð Brynjólfur að snúa við undan rokinu og hleypa í tvísýnu til lendingar á Eiðið, milli Klifsins og Heimakletts (Þrælaeiði). Þar var þá kominn Sigurður á Brúnum með alla sína menn að taka á móti Áróru í lendingu. Það er sögn kunnugra, að þegar verið var að draga skipið yfir Eiðið, hafi um fjörutíu manns átt fullt í fangi með að halda því fyrir storminum, en sjógangur var svo mikill, að sjór rann yfir Eiðið í ólögunum. Áróra var flutt yfir höfnina og á sinn lendingarstað.
Hér kom það fram, sem svo ótalmörg dæmi sanna, að leggur drottinn líkn í þraut.
Skipið Áróra var eftir miðdag á föstudaginn gert út með vistir og vín til skipaflotans, sem Iá nú við dauðans dyr austan við Bjarnarey, en mennirnir allir þjáðir af kulda, enda misstu þrír aldraðir menn lífið þarna við eyjuna. Þó vistirnar hafi kannski verið af skornum skammti handa
Framhald á bls. 95


Frásögn Jóhanns Þ. Jósefssonar


Frh. af bls. 10.


væri. Þótti nú sýnt, að ofviðri væri í aðsigi, og fóru menn að halda heimleiðis. Það voru 13 skip, sem þarna voru, og hófu menn heimferðina með því að setja upp segl í vestan andvara, og var róið undir á kulborða. En þegar kom heim undir Kirkjubæ svokallaða, sáu þeir á skipunum, að sjórinn rauk með þeim ódæmum út höfnina, að særokið nam næstum á móts við grasbrekkurætur á Heimakletti. Er þetta var sýnt, felldu menn hver af öðrum segl á skipunum og tóku til róðrar. En ekki skipti nema nokkrum augnablikum, að ofviðrið skall á öll skipin með byhlitringi, og svo ofsafengið, að enginn mundi annað slíkt. Þó að menn reru lífróður, varð ekkerr hamlað á móti veðrinu, nema á þeim skipum, er bezt voru mennt; þau komust nokkrar lengdir sínar fram, efrir að veðrið skall á. En að örlítilli stundu liðinni var það sýnt, að ekkert skipanna gat haldið í horfínu, og fór þau nú að reka. Vestanofviðrið trylltist æ meir og meir, og var ekki annar kostur fyrir hendi en að hleypa undan veðrinu og freista þess að leita skjóls undir Bjarnarey, sem er austan við Heimaey, um 3 sjóm. Flestir hleyptu á árunum einum og þótti nógur gangur. Svo sagði Árni Diðriksson bóndi í Stakkagerði, er var með skipið Gideon í mörg ár, að aldrei hefði verið meiri skriður á skipinu það er hann vissi til, þó að hvorki væri siglr né róið. Aðeins einn bátur, áttæringurinn Enok, en á honum var formaður Lárus Jónsson, hreppstjóri að Búastöðum, sigldi með tveimu: rifuðum „klíverum". Var „klíverbóman" úr ágætri eik, en þó brotn-aði hún þegar hleypt var undir Bjarnarey. Á Gideon höfðu menn reynt lengst af að halda í horfi, enda var Árni Diðriksson, sem þótti úrvals formaður, einna bezt menntur, var þar valinn maður í hverju rúmi. En þó fór svo, að Gideon varð líka að hverfa frá, eins og áður segir.
Samfara hinu tryllta veðri æstist nú líka sjórinn svo mjög, að „Leiðin" varð á skömmum tíma alófær. Öll komust nú skipin heilu og höldnu í skjól við Bjarnarey, og urðu það 12 stórskip og einn bátur fjórróinn. Þótti undrun sæta, að þessi litli farkostur skyldi fleytast austur yfir flóann í því óskapa veðri, er á var skollið. Voru skipin neydd til þess að halda sig öll á mjög litlum bletti austan eyjunnar, því að aftaka brim gjörði nú við eyjuna alla, og ef nokkuð var frá vikið, var allt óviðráðanlegt sökum ofviðris. Þarna luðu menn að lára fyrir beiast allan daginn og alla næstu nótt. Var mjög erfirt, sérstaklega eftir að myrkrið skall á, að verjast ákeyrslum á skipin eða bjargið. Köll og fyrirskipanir heyrðust illa, því að veðurgnýrinn og brimöskrið yfirgnæfðu allt annað. En þó tjáði ekki annað en gera það ítrasta er unnt var, til að verjast áðurgreindum hættum. Er það sam hljóða álit þeirra, er í útilegunni voru, að þerta hefði ekki tekizt, og því enginn sloppið lifandi úr háskanum, ef ekki hefði viljað svo til, að tungl var í fyllingu og birta því sæmileg.
Við hörmungar ofviðrisins bættist og það, að undir kvöldið gerði mikið frost, sem harðnaði þegar leið á nóttina. Sunnan á Bjarnarey gekk brimið svo hátt, að nam við svokallaðan Álkustall, en hann beið, séður úr Heimaey, við hæsta nefið á Bjarnarey að sunnan. Sú saga er sögð, að skip eitt undan Eyjafjöllum lá syðst við eyna og allnærri be ginu, og vissu skipverjar ekki fyrr en foss mikill steyptist yfir þá ofan af eyjunni með feikna afli, og komust þeir nauðuglega undan, en skipið fyllti nærri af sjó. Þessi foss stafaði frá brimöldu, sem gekk sunnan í eyna og upp fyrir Álkustall, svo að austur af flóði, og hafði þannig nærri grandað skipinu.
Það má nærri geta, hvernig líðan manna hefir verið þessa nótt, þeirra er úti lágu. Saman fór frostharka, veðurhæð og vosbúð, en um hressingu eða næringu var ekki að ræða, því að ekki mun þá hafa tíðkazt að hafa nesti með á sjó annað en drykkjarkútinn. Á skipum slíkum, sem hér um ræðir, voru oft hálfdrættingar, en það voru unglingar, sem ekki þóttu fyllilega hlutgengir; og einnig voru hásetar sumpart gamlir menn, þó að allflestir væru á bezta aldri. Er frá því sagt, að á skipinu Enok hafi verið tveir hálfdrættingar, sem þoldu illa kuldann og vildu oft um nóttirra leggjast fyrir. En formaðurinn, Lárus Árnason, sem áður er nefndur, beitti við þá hörku í hvert sinn er þeir vildu hnipra sig, og rak þá til að fljúgast á, til að halda á sér hita. Til merkis um hraustleika suma hinna gömlu sjómanna má geta þess, að Árni Diðriksson, formaður á Gideon, fór ekki í skinnstakk sinn fyrr en komið var í hlé við Bjarnarey, og fór þá líka úr skinnbrókinni, til þess að hella úr henni sjó, og þannig tók hann á móti útilegunóttinni. Sjóhattinn hafði hann misst á austurleiðinni. Veðrið hélzt hið sama alla nóttina með brunafrosti. Brimið virtist heldur minnka austan eyjarinnar er á leið nóttina, en jókst því meir undan vindstöðunni. Breki er boði nefndur norðaustur af Bjarnarey. Féll hann nú austur, sökum ofveðursins, og voru fá dæmi til slíks. Um nóttina varð að taka mennina úr fjórróna bátnum, sem var einn í hópnum, og sleppa honum. Hásetarnir voru gamlir menn, sem ekki þótm færir um að ganga í erfið skiprúm. Höfðu þeir ætlað sér að róa, þegar góð sjóveður gæfust og stutt væri sótt. Formaðurinn var óharðnaður unglingur. Ennfremur voru allir skipverjar teknir úr áttæringnum Najaden og skipinu sleppt. Áttæringur þessi var illa menntur, og treystist formaðurinn ekki til að fylgjast með hinum skipunum sökum þess.
Fjórir menn önduðust af kulda og vosbúð á útileguskipunum þessa nótt, og voru þeir allir fuilorðnir og farnir að heilsu og kröftum.
Nú víkur sögunni aftur heim í Eyjar. Þegar veðrið skall á, voru svo að segja allir bátar á sjó, og var því ekki heima nema kvenfólk og born, auk nokkurra verzlunarmanna. Allt lauslegt úti við fauk út í veður og vind, og varð við ekkert ráðið. Þeir fáu karlmenn, er heima vom, reyndu helzt að bjarga smábátunum með því, að bera á þá grjót og binda. En engan bát var hægt að rétta við, eða hreyfa úr seti, og voru þeir bundnir eins og á stóð. Eitt stórskip, teinæringur, sem ekki var farið að hreyfa til sjóróðra þessa vertíð, fauk með festarsteinum og öllu saman yfir háan grjóthól og alla leið niður í fjöru. Kom skipið niður á hvolfi lítið brotið.
Það má nú nærri geta, hvernig ástatt hefir verið á heimilum sjómannanna í Vestmannaeyjum þennan dag. Engin von virtist vera til þess, að skipin eða áhafnir þeirra myndu skila sér heim. Sorg og kvíði tun afdrif ástvinanna á hafinu ríkti á hverju heimili, þar sem konur og börn sám grátandi og örvingluð. Einn maður var þó, sem aldrei þreyttist á að ganga á meðal fólksins og reyna að hugga það og hressa. Þetta var Pétur verzlunarstjóri Bjarnasen, sem þá var fyrir Brydes verzlun í Vestmannaeyjum (faðir Nicolais Bjarnasen, Friðriks Bjarnasen og frú Júlíönu Árnason, sem nú eru í Reykjavík). Pétur Bjarnasen vitjaði flestra húsa, er hann náði til, og hjálpaði með ráðum og dáð þar, sem hann gat við komið. Er sagt, að Pétur hafi engrar hvíldar unnt sér þessa nótt, og strax er birti af degi þann 26. febrúar, gekk hann til fjalls með sjónauka sinn til þess að grennslast eftir, hvort hann sæi nokkuð til skipanna, sem hrakið hafði frá eyjunni daginn áður. Má geta nærri, hver fögnuður hefir orðið hjá fólkinu, þegar Pétur Bjarnasen kom aftur með þá gleðifregn, að hann hefði séð flest eða öll skipin austan undir Bjarnarey. Þennan dag var veður farið að lægja, svo að nú var ráðgert að manna út það eina stórskip, sem tiltækilegt var heima fyrir, áttæringinn Áróru, og senda með mat og aðra hressingu til þeirra, er úti lágu. Því að enn var veðrið svo mikið, að ekki var hugsandi að neitt skipanna gæti komizt heim. Var nú valið úr sjómönnum þeim, er náð höfðu upp á Eiðið daginn áður, settur skut og barkaróður til viðbótar á Áróru, og hún þannig gerð að tólfæringi, og mönnuð út með 30 úrvalsmönnum. Höfðu þeir með sér aukaárar og önnur áhöld, sem hugsanlegt væri, að þá kynni að vanta, er úti lágu. Þannig útbúið lagði svo hjálparskipið af stað til útileguskipanna.
Meðferðis hafði það, auk útbúnaðs þess sem áður getur, matarsendingar handa hverju skipi, og auðvitað kaffi, ennfremur þurr föt, er send voru frá heimilunum; og í verzlunarbúð Péturs Bjarnasen var svo bætt við brauði, skonroki og brennivíni. Þá var eitt glas af hoffmannsdropum handa hverri áhöfn, frá héraðslækninum, Þorsteini Jónssyni. Telja kunnugir að för þessi og allur útbúnaður hafi verið dugnaði og athygli Péturs Bjarnasen að þakka. Áróru byrjaði vel til þeirra, er úti lágu. Og eftir að menn höfðu fengið sér hressingu og sumir jafnvel haft fataskipti, var farið að hugsa til heimferðar, en þó beðið eftir landfalli, þ.e. vesturfalli, með því að enn var veðrið ákaflega mikið. Um hádegi þennan dag hófu menn heimróður. Fór Áróra fyrst, og dugði engum við hana að þreyta, svo vel mönnuð og útbúin sem hún var. Þá fór Enok, þá Gideon, þá Haffrú, og svo hver af öðrum. Komust hin fyrstu heim í vör klukkan 8 um kvöldið. Og um klukkan 11 e. h. munu allir þeir, er heim komust þann dag, hafa verið lentir. Eitt skip hafði legið undir Yztakletti um nóttina, og komst það líka heim þetta kvöld.
En það átti ekki fyrir öllum að liggja, að ná lendingu þennan dag. Þrjú skipin hrakti aftur austur á bóginn. Það voru þau Langvinnur, formaður Árni Einarsson frá Lambafelli undir Eyjafjöllum; Mýrdælingur, en formaður hans var Þorsteinn Jónsson frá Nýjabæ í Vestmannaeyjum og síðar alþingismaður fyrir Eyjarnar, og Blíður, en á honum var formaður Jón Jónsson hafnsögumaður í Vestmannaeyjum. Þessi skip, þrjú að tölu, lögðu með flotanum undan Bjarnarey, en virðast hafa haldið vestar eða meir með straumnum en aðrir, komust aldrei í skjól eða lognvar af Heimaey, heldur bárust með straumnum norður flóann og út í sterkviðrið. Kom svo, að þessi þrjú skip áttu sér ekki annars úrkosta en að hleypa aftur til Bjarnareyjar. En nú var þess enginn kostur að ná suður fyrir eyjuna, og vaið því að treysta á að fara norðan við hana, eða sundið milli Bjarnareyjar og Elliðaeyjar. En þar er boði sá, Breki, er áður um getur, sem þennan dag braut alltaf á öðru hvoru. Höfðu margir álitið, að alltaf mætti komast milli boðans og Bjarnareyjar, ef haldið væri nógu nálægt eyjunni. En það sýndi sig þennan dag, að ekki var þetta einhlítt í aftökum. Skipið Langvinnur lagði fyrst í þetta sund og leitaði undir Bjarnarey aftur. Það heppnaðist, og náði skipið aftur í skjól við eyjuna. Sömu leið fór Mýrdælingur. Þessi tvö skip hitru á lag og náðu að komast fram hjá boðanum. En Blíður, sem var síðastur, varð fyrir broti af Breka og fórst á svipstundu með allri áhöfn. Drukknuðu þar 14 manns.
Að heiman sást, að þrjú skip hröktust aftur austur að Bjarnarey. En mælt er, að enginn hafi séð með vissu, þegar Blíður fórst í Brekafalli, annar en Pétur Bjarnasen, sem fylgdist með skipunum í sjónauka. Hann hafði tekið sjónaukann frá augunum þegar fallið huldi skipið og fölnað við; en enginn vissi, hvað hann hafði séð, fyrr en degi síðar.
Þau tvö skip, er komust undir Bjarnarey aftur, Mýrdælingur og Langvinnur, lágu enn úti næstu nótt. En undir morgun, 27. febrúar, lægði vindinn, svo að þau gátu lagt af stað heimleiðis, og komu heim allsnemma. Voru þá í Mýrdæling þrjú lík manna þeirra, er áður getur, og dáið höfðu úr kulda og vosbúð. Fjórði maðurinn, er beið bana af frosthörkunni, var á öðru skipi. Eins og nærri má geta, höfðu þessar nærur og þrekraunir reynt mjög á krafta þeirra, er þó lifðu þær af, og voru margir, sem ekki tóku á heilum sér lengi síðan. Óhætt er að fullyrða, að enginn viðburður hefir orðið fólki í Vestmannaeyjum jafnminnistæður á síðustu öld, sem þessi, er hér hefir verið sagt frá. Á sjó fóru útilegudaginn 17 skip úr Vestmannaeyjum með samtals 286 manns. Þrjú skipanna, með 50 manna áhöfn, náðu heim samdægurs. Í útilegunni lentu 14 skip með 218 manns, sum á annan, önnur á þriðja sólarhring, í ofviðri og foráttubrimi, fann komu og frosti. Og eitt skip með 14 manna áhöfn fórst með öllu. Tvö skip voru yfirgefin, en mönnunum bjargað í önnur skip, fjórir menn létust af kulda og vosbúð. Töpuðust þannig 18 mannslíf og þrjú skip.

Skipin, sem lágu úti, voru þau er hér segir:
Dúfa, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Símon Þorsteinsson bóndi að Hólmum í Landeyjum. Þetta skip lá undir Yztakletti að austan.
Blíður, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Jón Jónsson hafnsögumaður, bóndi á Vilborgarstöðum, Vestmannaeyjum. (Fórst á Breka með allri áhöfn).
Haffrú, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Magnús Magnússon bóndi á Vilborgarstöðum, Vestmannaeyjum.
Gideon, átræringur; 18 manna áhöfn. Formaður Árni Diðriksson bóndi Stakkagerði, Vestmannaeyjum.
Enok, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Lárus Jónsson bóndi í Garðfjósi, síðar hreppstjóri og þá búsettur á Búastöðum.
Najaden, átræringur; 18 manna áhöfn. Formaður Ólafur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal. (Yfirgefinn undir Bjarnarey.)
Langvinnur, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Árni Einarsson bóndi á Búastöðum.
Farsæll, feræringur; 8 manna áhöfn. Formað ur Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum. (Yfirgefinn undir Bjarnarey.)
Mýrdælingur, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Þorsteinn Jónsson, síðar alþm. að Nýjabæ.
Neptúnus, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Símon Símonarson bóndi frá Steinum undir Eyjafjöllum.
Svanur, aðrir nefna hann Farsæl, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Oddur Pétursson bóndi frá Raufarfelli undir Eyjafjöllum.
Eyfellingur, áttæringur; 18 manna áhöfn. Formaður Magnús Þorsteinsson bóndi að Rauðsbakka undir Austur Eyjafjöllum.
Lítillátur, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Þórður Tómasson bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum.
Trú, sexæringur; 14 manna áhöfn. Formaður Jón Þórðarson frá Miðey í Landeyjum.
Jóhann Þ. Jósefsson

Frásögn Jóns Ólafssonar


Frh. af bls. 12.


svo mörgum, þá var þetta ómetanleg hjálp úr því, sem ráða var. Mér var gefin ein hveitibrauðskaka og staup af brennivíni. Skipið, sem kom með vistirnar, sneri til baka, og mörg skip önnur.
Eitt þessara skipa hét Blíðfari, en formaðurinn Jón, ungur og framgjarn. Hann var hafnsögumaður (lóss) og hafði 16 menn á skipi. Hann lagði af stað til heimferðar seint á föstudaginn, hélt suður fyrir Bjarnarey, önnur leið var ekki fær, og stefndi á Helgafell. Menn sáu í sjónauka af landi, að þegar skipið var komið nokkuð áleiðis og ekki með öllu vonlaust, að það næði til hafnar, þá biluðu tvær árar. Straumurinn henti því norður álinn, svo að nú var enginn annar kostur en að snúa til baka og hleypa sundið milli eyjanna upp á líf og dauða sem kallað var. En opin er feigs vök, og reyndist það hér, því að holkefla reis á Breka og gleypti skip og menn alla, svo ekkert sást eftir af.
Um miðjan dag á laugardaginn fór að draga úr veðrinu, og sem leið á daginn, lögðu skipin með nokkru millibili af stað til heimferðar. Farnaðist þeim vel eftir ástæðum, þar sem allir hlutu að vera meira og minna þrekvana eftir þennan langa og stranga hrakning, en þó náðu þau öll lendingu.
Nú voru tvö skip eftir og komið nærri sólsetri. Annað var skipið Najaden, sem ég var á, en hitt Neptúnus. Formaðurinn á honum hét Símon Þorsteinsson frá Steinum undir Eyjafjöllum. Kom formönnunum saman um að láta Najaden lausa, en taka alla mennina á Neptúnus. Var róið fyrir sunnan eyjuna í logni. Þegar komið var opið sund milli Bjarnareyjar og Elliðaeyjar, kom nægur vindur af norðaustri, svo að segl voru dregin upp, en róið undir þennan hagstæða byr alla leið til hafnar. Lendingin var skammt frá kofanum, sem ég átti þá heima í. Svo þreyttur var ég og af mér gengið, að ég skreið eins mikið og ég gekk frá skipinu og heim að kofanum, og það, sem ég fékk þar þá til hressingar, var kaldur grautur. Betra var ekki til.
Tæpum klukkutíma eftir að við náðum lendingu, var genginn yfir stormur af sömu átt og áður er frá sagt. Stóð hann látlaust í þrjá daga með sjógangi og brimi. Vitund manna þarna finnst mér hafa verið stjórnað af guðdómlegu lögmáli, sem enginn máttur breytir.
Ég hef skýrt svo rétt frá þessum sjóhrakningi, sem ég bezt hefi minni til. Mér hlaut að vera þetta hugstætt, fyrsti lífsháskinn, sem ég komst í. Viti einhverjir betur en hér er frá skýrt, tek ég leiðréttingum með þökkum. Hér endar frásögn Jóns Ólafssonar.

Fáein eftirmálsorð skrásetjarans
Ég, sem rita þessar línur, vil segja fáein orð um formanninn Sigurð á Brúnum (Brúnir eru bær undír Eyjafjöllum).
Hvers vegna fór hann ekki og reri með hinum skipunum? Ég veit það ekki. En vert er að hyggja að því, að mjög efasamt er, hvernig Brynjólfi hefði tekizt að lenda á Eiðinu, ef Sigurður hefði ekki verið þar með alla sína háseta, því ekki var völ á öðrum mönnum úr landi.
Tíu árum eftir þetta kom nokkuð athyghsvert fyrir þennan Sigurð. Þar var ég sjónarvottur að með mörgum mönnum. Var sem næst hálffallinn sjór að. Við stóðum á Skansinum við flaggstöngina í maímánuði og sáum skip koma siglandi í Flóanum og stefna til hafnar. Vindur var norðaustan og Leiðina holbraut hvað eftir annað. Þá var flaggið dregið í hálfa stöng, sem þýddi það, að skipið átti að snúa við og lenda norðan við Eiðið. Þeir áttu að sjá flaggið, en skeyttu því engu. Þegar skipið var undan Klettsnefi féll hvert brotið á fætur öðru og yfir Leiðina. Sigurður gat ekkert gert þarna annað en halda áfram. Hann lækkaði ekki seglin.
Þegar hann átti svo sem steinsnar að Leiðinni, þá leit svo út sem sagt væri við sjóinn: Hér skulu þínar stoltu bylgjur lægja sig. Og skipið rann með fleygiferð yfir sundið, án þess að nokkur bára risi, sem hætta gat stafað af. En það stóð ekki lengi. Skip og menn voru úr hættu sloppnir. Eftir það féll hver sjórinn á fætur öðrum og sundið ófært.
Sigurður var spurður, hví hann hefði ekki tekið flaggið til greina. Svarið var þetta: Við sáum það ekki fyrr en komið var svo langt, að ómögulegt var að snúa við.

Einu sinni rérum
eimskipa á sjó
fyrir austan Eyjar
sátum þar í ró.
Við vorum að reyna að veiða, veiða
væna keilu úr sjó.

Ólafur Magnússon formaður í Nýborg.