Sæfjall

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sæfjall er nyrsta fjallið í suðurklettum. Það stendur suður af Helgafelli og norður af Kervíkurfjalli og myndar ásamt því vesturbrún Stakkabótar. Efst á Sæfjalli, í 179 metra hæð eru tvær móbergsbríkur eða grettistök sem sjást langt að. Bríkurnar heita Háubúr og eru þær talsvert notaðar til miða. Nokkur lundaveiði er stunduð í Sæfjalli. Norðan við Sæfjall stendur Flugvöllurinn.Vegna lagningar flugbrautar á sínum tíma hefur verið sneytt af austuröxl Sæfjalls sem heitir Sæfjallsás og endar flugbrautin þar í hengiflugi. Í lundabyggðinni sunnan í bröttum brekkum Sæfjalls eru margir góðir lundaveiðistaðir og má þar nefna Hrútsbring, bergkamb í miðju Sæfjalli sem gengur frá brún í sjó niður og svo Rofið. Sunnan við Sæfjall er Kervíkurfjall.