„Fýll“: Munur á milli breytinga
m (mynd fýlaveiðimenn) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:IMG 0899.jpg|thumb|300px|left|Fýll á flugi]] | |||
{{Fuglar}} | {{Fuglar}} | ||
'''Fýll''' (''Fulmarus gla''cialis) | '''Fýll''' (''Fulmarus gla''cialis) | ||
Fjöldi fugla: 65 þúsund varppör | Fjöldi fugla: 65 þúsund varppör |
Núverandi breyting frá og með 17. ágúst 2006 kl. 11:36
Sjófuglar |
---|
Vaðfuglar |
Mávar, kjóar, þernur |
Andfuglar |
Spörfuglar |
Annað |
Útdauðir fuglar |
Fýll (Fulmarus glacialis) Fjöldi fugla: 65 þúsund varppör Um 3-7% af íslenska stofninum verpir í Vestmannaeyjum og jafngildir það 2-3% af evrópska stofninum.
Lýsing
Fýllinn er af pípunefjaætt. Hann er hvítur á höfði, hálsi og kvið. Vængir, bak og stél eru ljósgrá og vængbroddar dökkir. Nefið er grængrátt og gult í oddinn og fætur eru ljósgráir. Einnig er til litaafbrigði af fuglinum sem er þá algrátt en heldur ljósara að neðan en ofan. Fýllinn er um 50 cm langur og vegur um 1 kg. Vænghaf hans er u.þ.b 1 metri.
Fæða
Áður fyrr var fýllinn fiska og svifaæta, en í dag er hann nokkurskonar sorpeyðingarstöð, hann hirðir úrgang sem mengar sjó og sóðar út strendur.
Lífshættir
Fýllinn lifir mest með ströndum og heldur til hann í háum björgum. Einnig verpur fýll í Þórsmörk og Ásbyrgi. Fýllinn er einkvænisfugl og hjúskapur hans er langvarandi. Hann helgar sér lítið varpsetur sem nær rétt út fyrir hreiðrið. Varptíminn er um miðjan maí. Hann verpir einu eggi og er útungunin um 7 vikur. Eggjaskurn fýls er hvítt. Unginn spikfitnar fyrst í stað af mat foreldranna, en verður sjálfbjarga um það leyti sem hann er fleygur. Um 9 ár líða áður en varpskylda ungans kallar. Á þeim tíma hefur hann farið vítt um N-Atlantshaf og Dumbshaf.
Nytjar
Fýllinn er étinn af mönnum og einnig eru egg hans tekin. Fýllinn var einn mikilvægasti þátturinn í að fólk hefði ávallt nóg að borða í Vestmannaeyjum. Á hverju ári var safnað á hvern bæ nokkrum hundruðum fugla og þeir saltaðir í kagga. Og þótti slæmt ef að birgðir voru ekki til fram á næsta veiðitímabil. Áður fyrr þótti það nánast synd að taka fýlsegg, því að fuglinn þótti miklu verðmætari. Ástæðan var að mun meiri matur fæst af fuglinum heldur en eggi. Árið 1939 var fýlaveiði bönnuð með lögum í kjölfar fuglaveikifaraldurs sem kom fyrst upp í Færeyjum og barst hingað. Fýlatekja lá að mestu niðri í tvo áratugi vegna þessarar veiki.
Heimildir