„Guðbjörg Guðlaugsdóttir (Jakobshúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(5 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 10: Lína 10:
II. [[Margrét Guðlaugsdóttir (Stafholti)|Margrét Guðlaugsdóttir]] húsfreyja, síðast í [[Brautarholt]]i, f. 13. júlí 1868, d.  23. desember 1937. Maður hennar var [[Jón Jóngeirsson (Stafholti)|Jón Jóngeirsson]] bóndi, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940.<br>
II. [[Margrét Guðlaugsdóttir (Stafholti)|Margrét Guðlaugsdóttir]] húsfreyja, síðast í [[Brautarholt]]i, f. 13. júlí 1868, d.  23. desember 1937. Maður hennar var [[Jón Jóngeirsson (Stafholti)|Jón Jóngeirsson]] bóndi, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940.<br>
Börn þeirra í Eyjum:<br>
Börn þeirra í Eyjum:<br>
1. [[Júlíus Jónsson (múrari)|Guðlaugur Júlíus Jónsson]] múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.<br>
1. [[Júlíus Jónsson (Stafholti)|Guðlaugur Júlíus Jónsson]] múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.<br>
2. [[Ingibergur Jónsson (Vegbergi)|Ingibergur Jónsson]] sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d.  15. apríl 1960.<br>
2. [[Ingibergur Jónsson (Vegbergi)|Ingibergur Jónsson]] sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d.  15. apríl 1960.<br>
3. [[Guðrún Jónsdóttir (Litlalandi)|Guðrún Jónsdóttir]] húsfreyja á [[Litlaland|Litlalandi]], f. 17. maí 1899 í Lambhúskoti, d. 16. mars 1992.<br>
3. [[Guðrún Jónsdóttir (Litlalandi)|Guðrún Jónsdóttir]] húsfreyja á [[Litlaland|Litlalandi]], f. 17. maí 1899 í Lambhúskoti, d. 16. mars 1992.<br>
Lína 37: Lína 37:
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
5. [[Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir]] húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.<br>
5. [[Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir]] húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.<br>
6. [[Gísli Jakobsson]] bakari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.<br>
6. [[Gísli Jakobsson (Sjávargötu)|Gísli Jakobsson]] bakarameistari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.<br>
7. [[Lars Tranberg Jakobsson]], símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.<br>
7. [[Lars Tranberg Jakobsson]], símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.<br>


<center>[[Mynd:Einar Einarsson í Norðurgarði og....jpg|ctr|300px]]</center>
<center>[[Mynd:Einar Einarsson í Norðurgarði og....jpg|ctr|300px]]</center>
<br>
 
<center>''Einar Einarsson og líklega Guðbjörg sambýliskona hans og barn.</center>
<center>''Einar Einarsson, Guðbjörg sambýliskona hans og<br>  [[Ólöf Sjöfn Gísladóttir]] sonardóttir hennar.</center>





Núverandi breyting frá og með 28. mars 2021 kl. 18:13

Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Jakobshúsi fæddist 30. ágúst 1874 á Sperðli í Sigluvíkursókn í Rang. og lést 17. febrúar 1965.
Faðir hennar var Guðlaugur bóndi á Sperðli í V-Landeyjum og Dórukoti í Holtum, f. 15. júlí 1832, d. 4. ágúst 1887, Jónsson bónda á Efra-Hvoli í Stórólfshvolssókn 1835, Vindási þar 1845, f. um 1805 í Brautarholtssókn, Jónssonar, (hann er 72 ára hjá Jóni syni sínum á Efra-Hvoli 1835), f. um 1763, Jónssonar.
Móðir Guðlaugs og kona Jóns á Efra-Hvoli var Jódís húsfreyja í Vindási í Stórólfshvolssókn 1845, f. 7. desember 1810, d. 17. september 1885, Guðlaugsdóttir bónda og hreppstjóra á Búðarhóli í Landeyjum 1801, síðar á Hemlu í Fljótshlíð, f. 1759 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 25. mars 1818, Bergþórssonar, og síðari konu Guðlaugs Bergþórssonar (1803), Margrétar húsfreyju, f. 1775, d. 2. janúar 1863 í Hemlu, Árnadóttur.

Móðir Guðbjargar í Jakobshúsi og kona Guðlaugs var Ingibjörg húsfreyja á Sperðli 1870, í Norðurhjáleigu í Voðmúlastaðasókn 1880, f. 28. júlí 1830, d. 11. febrúar 1910, Jónsdóttir bónda í Stöðlakoti í Holtum 1835, Litla-Rimakoti þar 1840, f. 18. september 1799, d. 17. desember 1859, Jónssonar bónda á Arnkötlustöðum í Holtum, og konu Jóns á Arnkötlustöðum, Úlfhildar húsfreyju, f. 1763 á Butru í Fljótshlíð, Magnúsdóttur prests á Butru, Einarssonar.
Móðir Ingibjargar á Sperðli og kona Jóns var Ragnhildur húsfreyja, f. 1. janúar 1799 í Seli í Holtum, d. 19. júlí 1879, Ólafsdóttir vinnumanns á Ásmundarstöðum þar 1801, bónda í Seli þar 1816, f. 24. apríl 1769 á Ægissíðu í Oddasókn, d. 14. nóvember 1827, Jónssonar, og konu Ólafs í Seli, Ingveldar húsfreyju, f. 1779 í Helli í Oddasókn, d. 27. október 1867, Ísleifsdóttur.

Systkini Guðbjargar voru m.a.:
I. Magnús Guðlaugsson formaður í Fagurlyst, síðari maður Guðrúnar Þorkelsdóttur húsfreyju; hann f. 1863, drukknaði 20. maí 1901.
II. Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja, síðast í Brautarholti, f. 13. júlí 1868, d. 23. desember 1937. Maður hennar var Jón Jóngeirsson bóndi, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Guðlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908, d. 12. júlí 1998.

Guðbjörg var vinnukona í Hemlu í Breiðabólsstaðarsókn 1890 og vinnukona í Lambhúshólskoti og Varmahlíð undir Eyjafjöllum 1901.
Hún fluttist til Eyja frá Varmahlíð með Guðlaug son sinn 1902, bjó með Sigurði í Laufási 1904, í Túni 1905 og 1906, eignaðist þrjú börn með honum í Eyjum, síðasta 1906 og missti Sigurð sama ár.
Guðbjörg var vinnukona í Fagradal í lok árs 1906. Hún var með Sigríði Benoníu hjá sér, en Sæunn var í fóstri í Sjólyst. Guðlaugur sonur hennar var kominn í fóstur á Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og Elín var í fóstri í Ystakoti í Landeyjum.
Guðbjörg var vinnukona í Gerði 1907 og 1908 með Sigríði Benóníu hjá sér, síðan húsfreyja í Jakobshúsi til 1919.
Hún giftist Jakobi Tranberg 1909, eignaðist með honum þrjú börn, áður en þau skildu.
Árið 1920 bjó hún með börnum sínum í Sjávargötu, var ein í Götu 1924. Guðbjörg var húsfreyja að Litla-Bergholti, (Vestmannabraut 63 B) við mt. 1930, bjó þar með Einari Einarssyni bræðslumanni frá Norðurgarði og Lars syni sínum. Þá var Gísli sonur hennar við bakaranám og bjó á Heiðarhóli (Brekastíg 16). Þau Einar bjuggu saman og fluttust til Reykjavíkur, voru síðast á Helgafelli í Blesugróf.
Guðbjörg lést 1965 og Einar 1967.

Guðbjörg átti þrjá menn;
I. Sambýlismaður Guðbjargar var Sigurður Sigurðsson bóndi á Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, fluttist til Eyja 1903, f. 24. júní 1863, d. 12. mars 1906.
Börn þeirra voru
1. Guðlaugur Sigurðsson á Rafnseyri, síðar húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901 í Lambhúshólskoti, d. 22. júní 1975.
2. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst 1910 og 1920.
3. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
4. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.

II. Maður Guðbjargar, (31. desember 1909, skildu), var Jakob Tranberg sjómaður í Jakobshúsi, f. 7. ágúst 1860, d. 21. maí 1945.
Börn þeirra:
5. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
6. Gísli Jakobsson bakarameistari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
7. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.

ctr
Einar Einarsson, Guðbjörg sambýliskona hans og
Ólöf Sjöfn Gísladóttir sonardóttir hennar.


III. Sambýlismaður hennar var Einar Einarsson frá Norðurgarði, verkamaður, f. 15. september 1892, d. 21. mars1967.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.