Ingibergur Jónsson (Vegbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibergur Jónsson sjómaður, verslunarmaður, verkamaður fæddist 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum og lést 15. apríl 1960.
Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson bóndi í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940, og kona hans Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1868 í Sperðli, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.

Móðursystkini Ingibergs í Eyjum:
1. Magnús Guðlaugsson formaður í Fagurlyst, síðari maður Guðrúnar Þorkelsdóttur húsfreyju; hann f. 28. maí 1863, drukknaði 20. maí 1901.
2. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965. Menn hennar voru Sigurður Sigurðsson í Túni, Jakob Tranberg og Einar Einarsson frá Norðurgarði.

Börn Margrétar Guðlaugsdóttur og Jóns Jóngeirssonar í Eyjum:
1. Gunnlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúshólskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúshólskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti, d. 12. júlí 1998.

Ingibergur var með foreldrum sínum á Lambhúshól u. Eyjafjöllum 1901, fór í fóstur að Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum 1904 og var þar léttadrengur 1910.
Hann mun hafa komið til Eyja upp úr fermingu og unnið við það sem til féll, en alkominn var hann 1918. Hann var vinnumaður í Garðinum 1920.
Ingibergur var á stýrimannanámskeiði 1924-1925, lærði einnig vélstjórn.
Aðalstörf hans á fyrri árum voru við fiskverkun. Einnig var hann vélstjóri á síldveiðum um skeið. Hann var verslunarmaður í Kaupfélagi verkamanna um og eftir 1940 og stóð að stofnun Verslunarmannafélags Vestmannaeyja.

Þau Margrét bjuggu í Einarshöfn 1925, hún ,,unnusta hans“, nýkomin frá Seyðisfirði með dóttur sína Hlíf Sigríði Sigurjónsdóttur 5 ára.
Þau Margrét eignuðust Egil Skúla 1926 og giftu sig á því ári.
Þau bjuggu á Hoffelli 1930, Brautarholti 1940, Vegbergi 1945 með Agli Skúla og fóstursyni sínum Erlingi Þór Gissurarsyni.
Ingibergur var verslunarmaður í Kaupfélagi verkamanna um og eftir 1940 og stóð að stofnun Verslunarmannafélags Vestmannaeyja.
Hjónin hýstu mörg börn lengur eða skemur og tvö þeirra urðu uppeldisbörn þeirra, Erlingur Þór og Ebba Unnur.
Þau fluttust til Reykjavíkur þar sem Ingibergur vann við fatapressun hjá Föt h.f. Þau bjuggu síðast á Bústaðavegi 7, létust bæði 1960.

Kona Ingibergs, (4. júlí 1926), var Margrét Guðlaug Þorsteinsdóttir frá Fellum í N-Múlas., f. 1. maí 1896, d. 5. ágúst 1960.
Börn þeirra:
1. Egill Skúli Ingibergsson raforkuverkfræðingur, borgarstjóri, f. 23. mars 1926 í Eyjum.
Fósturdóttir Ingibergs, dóttir Margrétar frá fyrra sambandi:
2. Hlíf Sigríður Sigurjónsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. ágúst 1920, d. 8. júlí 2011.
Fósturbörn hjónanna voru:
3. Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur, f. 2. mars 1934, d. 4. nóvember 2008 í Svíþjóð.
4. Ebba Unnur Jakobsdóttir, f. 23. febrúar 1945.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.