Ólafur Jónsson (Nýhöfn)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Jónsson í Nýhöfn, verkamaður, skipasmiður fæddist 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum og lést 12. júlí 1998.
Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson bóndi, síðar í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940, og kona hans Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1868 á Sperðli í V-Landeyjum, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.

Móðursystkini Ólafs í Eyjum:
1. Magnús Guðlaugsson formaður í Fagurlyst, síðari maður Guðrúnar Þorkelsdóttur húsfreyju; hann f. 28. maí 1863, drukknaði 20. maí 1901.
2. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965. Menn hennar voru Sigurður Sigurðsson í Túni, Jakob Tranberg og Einar Einarsson frá Norðurgarði.

Börn Margrétar Guðlaugsdóttur og Jóns Jóngeirssonar í Eyjum:
1. Gunnlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúshólskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúshólskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti, d. 12. júlí 1998.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku og fylgdi fluttist með þeim að Vesturholtum 1910 og fylgdi þeim til Eyja 1923, bjó með þeim í Stafholti. Hann var enn í Stafholti 1930.
Ólafur var landverkamaður, sjómaður, vélstjóri, skipasmiður. Hann settist í iðnskólann í Eyjum 37 ára gamall og nam skipasmíðar.
Eftir að námi hans lauk starfaði hann við skipasmíðar, lengst af sem meðeigandi í Skipaviðgerðum hf. Skömmu eftir að Ólafur lauk námi varð hann prófdómari við Iðnskólann í Vestmannaeyjum.
Ólafur var í stjórn Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja og söng með Karlakór Vestmannaeyja í mörg ár. Hann var lengi í stjórn Karlakórs Vestmannaeyja, þar á meðal var hann formaður kórsins um skeið.
Þau Sigríður giftu sig 1934, bjuggu í Haga 1935, á Vestmannabraut 28 1940, voru komin að Nýhöfn 1942 og bjuggu þar síðan.
Þau eignuðust 3 börn.
Sigríður lést 1969.
Ólafur dvaldi að síðust á Hraunbúðum og lést 1998.

Kona Ólafs, (24. nóvember 1934) var Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, saumkona, f. 18. september 1913, d. 27. janúar 1969.
Börn þeirra:
1. Sigríður Ólafsdóttir skrifstofumaður, f. 29. nóvember 1935 í Haga, d. 27. júlí 1968.
2. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 29. júlí 1939 á Vestmannabraut 28.
3. Óli Þór Ólafsson skipasmíðameistari, húsasmiður á Urðavegi 46, síðar á Selfossi, f. 30. mars 1942 í Nýhöfn, d. 2. júní 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.