Gísli Jakobsson (Sjávargötu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Jakobsson frá Jakobshúsi, bakarameistari fæddist 23. desember 1913 og lést 26. desember 1993.
Foreldrar hans voru Jakob Tranberg sjómaður í Jakobshúsi, f. 7. ágúst 1860 í London, d. 21. maí 1945, og kona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1874 á Sperðli í Landeyjum í Rang., d. 17. febrúar 1965.

Börn Guðbjargar og Jakobs Tranbergs voru:
1. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
2. Gísli Jakobsson bakarameistari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
3. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.
Börn Guðbjargar og Sigurðar Sigurðssonar og hálfsystkini Gísla:
4. Guðlaugur Sigurðsson húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901, d. 22. júní 1975.
5. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904 í Laufási, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst 1910 og 1920.
6. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
7. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.

Gísli var með foreldrum sínum meðan hjónaband þeirra varaði, en þau skildu 1919. Börnin voru með móður sinni í Sjávargötu 1920-1923.
Gísli var fósturbarn í Þorlaugargerði 1927.
Hann lærði til bakara hjá Magnúsi Bergssyni og var bakaranemi, bjó á Heiðarhóli, (Brekastíg 16) 1930, bakari þar 1934.
Gísli var mjög virkur knattspyrnumaður með Tý í Eyjum, síðar með KR í Reykjavík.
Þau Unnur giftu sig 1936, bjuggu á Sunnuhvoli, á Þorvaldseyri í lok ársins, eignuðust Ólöfu Sjöfn þar.
Hjónin fluttust til Reykjavíkur, eignuðust þar fimm börn.
Þau bjuggu lengst á Njarðargötu, en fluttu til Hafnarfjarðar um skeið. Að lokum bjuggu þau á Hagamel í Reykjavík meðan báðum entist líf. Unnur lést 1975. Gísli bjó síðast í Skipasundi 24.

Kona Gísla, (20. júní 1936), var Unnur Ólafsdóttir frá Bifröst, húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. júlí 1915, d. 27. júlí 1975.
Börn þeirra:
1. Ólöf Sjöfn Gísladóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, skrifstofustjóri, f. 30. nóvember 1936 á Þorvaldseyri, (Vestmannabraut 35. Maður hennar var Ingi Pétur Konráðs Hjálmsson héraðsráðunautur, f. 24. ágúst 1929 í Bjarma, d. 2. október 2011.
2. Gunnlaugur Hafstein Gíslason vélfræðingur, f. 26. október 1937. Kona hans: Halla Guðmundsdóttir húsfreyja.
3. Guðbjörg Gísladóttir, f. 25. ágúst 1940. Maður hennar: Sigurður Sigurðsson.
4. Þorsteinn Gíslason læknir, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, f. 26. júlí 1947. I. Kona hans, skildu, var Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. II. Kona hans, skildu, var Ásdís Jónsdóttir. Sambýliskona hans (1997): María Sigrún Jónsdóttir.
5. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, síðan forstjóri Faxaflóahafna, f. 9. júlí 1955. Kona hans: Hallbera Fríður Jóhannesdóttir húsfreyja.
6. Guðrún Indíana Gísladóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1957. Maður hennar: Þorvarður Guðlaugsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.