Júlíus Jónsson (Stafholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Júlíus Jónsson.

Gunnlaugur Júlíus Jónsson í Stafholti, sjómaður, múrarameistari fæddist 31. júlí 1895 í Króktúni u. Eyjafjöllum og lést 4. september 1978.
Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson bóndi í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940, og kona hans Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1868 á Sperðli, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.

Móðursystkini Júlíusar í Eyjum:
1. Magnús Guðlaugsson formaður í Fagurlyst, síðari maður Guðrúnar Þorkelsdóttur húsfreyju; hann f. 28. maí 1863, drukknaði 20. maí 1901.
2. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965. Menn hennar voru Sigurður Sigurðsson í Túni, Jakob Tranberg og Einar Einarsson frá Norðurgarði.

Börn Margrétar Guðlaugsdóttur og Jóns Jóngeirssonar í Eyjum:
1. Gunnlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúshólskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúshólskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti, d. 12. júlí 1998.

Júlíus var með foreldrum sínum í æsku, í Lambhúshólskoti 1901, í Vesturholtum 1910.
Hann stundaði sjómennsku, en vann síðan við múriðnað, fékk iðnbréf 1928. Prófdómari var hann í múrsmíði. Honum voru falin mörg stór byggingarverkefni í Eyjum, m.a. hús Gagnfræðaskólans, nú Framhaldsskólahúsið.
Hann kvæntist Sigurveigu 1919 og fluttist til Eyja á því ári.
Þau bjuggu í Hvíld, en voru komin að Stafholti 1921 og bjuggu þar síðan, eignuðust þar sex börn.
Sigurveig lést 1934.
Síðari kona hans var Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir. Þau eignuðust tvö börn, en misstu fyrra barnið nýfætt.
Gíslína Sigríður lést 1968.

Fyrri kona Júlíusar, (27. september 1919), var Sigurveig Björnsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1891, d. 27. september 1934.
Börn þeirra:
1. Björn Sigurður Júlíusson læknir, f. 1. október 1921, d. 6. mars 1995.
2. Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 26. júní 1923, d.29. mars 2019.
3. Sigríður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.
4. Jóna Margrét Júlíusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 2. febrúar 1927.
5. Hafsteinn Júlíusson múrarameistari, síðar í Kópavogi, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990.
6. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, síðar í Kópavogi, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988.

II. Síðari kona Júlíusar, (12. febrúar 1938), var Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja í Stafholti, f. 18. ágúst 1900, d. 12. ágúst 1968.
Börn þeirra:
7. Stúlka, f. 21. nóvember 1938, d. sama dag.
8. Sigurveig Júlíusdóttir húsfreyja Urðavegi 54 og í Mosfellsbæ, f. 27. desember 1940 í Stafholti. Maður hennar Hreinn Úlfarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.