„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Minning látinna“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Minning Látinna'''</big></big></center><br> '''Guðjón Ólafsson, fyrrum bóndi á Stóra-Hofi. F. 1. ágúst 1903. D. 24. desember 1985'''<br> Sá sem þes...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(4 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
< | <big><big><center>'''Minning látinna'''</center></big></big><br> | ||
[[Mynd:Guðjón Ólafsson fyrrum bóndi SDBL. 1987.jpg|thumb|262x262dp]] | |||
'''[[Guðjón Ólafsson]], fyrrum bóndi á Stóra-Hofi. F. 1. ágúst 1903. D. 24. desember 1985'''<br> | '''[[Guðjón Ólafsson]], fyrrum bóndi á Stóra-Hofi. F. 1. ágúst 1903. D. 24. desember 1985'''<br> | ||
Sá sem þessi síðbúnu kveðjuorð skrifar man Guðjón óljóst þá er hann var í sumardvöl á litlum bæ í Landeyjum.<br> | Sá sem þessi síðbúnu kveðjuorð skrifar man Guðjón óljóst þá er hann var í sumardvöl á litlum bæ í Landeyjum.<br> | ||
Svo leið um það bil hálf öld að ekki urðu kynni okkar önnur. Ég hafði þó lengi vitað að Guðjón var bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. — Langafar okkar beggja urðu samferða | Svo leið um það bil hálf öld að ekki urðu kynni okkar önnur. Ég hafði þó lengi vitað að Guðjón var bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. — Langafar okkar beggja urðu samferða „á guðs síns fund“, drukknuðu í Þjórsá nokkru fyrir jól árið 1848.<br> | ||
Guðjón fæddist 1. ágúst 1903 á Barkarstöðum í Fljótshlíð og átti að heita Ágúst, en það breyttist af vissum ástæðum. Nafn sitt bar Guðjón með sóma langa ævi og skilaði miklu starfi til sjós og lands.<br> | Guðjón fæddist 1. ágúst 1903 á Barkarstöðum í Fljótshlíð og átti að heita Ágúst, en það breyttist af vissum ástæðum. Nafn sitt bar Guðjón með sóma langa ævi og skilaði miklu starfi til sjós og lands.<br> | ||
Foreldrar Guðjóns, [[Hreiðarsína Hreiðarsdóttir]] og [[Ólafur Þorleifsson]], bæði Rangæingar, voru í vinnumennsku á Barkarstöðum þá er drengurinn fæddist. Var því fluttur vikugamall í fóstur að Vatnshól í Austur-Landeyjum. Þar bjó Gottskálk, hálfbróðir Hreiðarsínu, og [[Sigurbjörg Sigurðardóttir|Sigurbjörg Sigurðardóttir]], af merkri ætt eyfellskri.<br> | Foreldrar Guðjóns, [[Hreiðarsína Hreiðarsdóttir]] og [[Ólafur Þorleifsson]], bæði Rangæingar, voru í vinnumennsku á Barkarstöðum þá er drengurinn fæddist. Var því fluttur vikugamall í fóstur að Vatnshól í Austur-Landeyjum. Þar bjó Gottskálk, hálfbróðir Hreiðarsínu, og [[Sigurbjörg Sigurðardóttir|Sigurbjörg Sigurðardóttir]], af merkri ætt eyfellskri.<br> | ||
Lína 21: | Lína 22: | ||
Ég þakka Guðjóni frænda góð kynni. Blessuð sé minning hans.<br> | Ég þakka Guðjóni frænda góð kynni. Blessuð sé minning hans.<br> | ||
'''[[Haraldur Guðnason]].'''<br> | '''[[Haraldur Guðnason]].'''<br> | ||
[[Mynd:Jón Guðmundur Kristinsson skipstjóri SDBL. 1987.jpg|thumb|256x256dp]] | |||
'''[[Jón Guðmundur Kristinsson]], skipstjóri. F. 8. nóvember 1933. D. 12. febrúar 1986.'''<br> | '''[[Jón Guðmundur Kristinsson]], skipstjóri. F. 8. nóvember 1933. D. 12. febrúar 1986.'''<br> | ||
Það er ávallt mikið áfall þegar vaskir synir landsins hverfa snögglega úr miðju ætlunarverki lífs síns. Það gerðist í [[Friðarhöfn|Friðarhöfn]] við Binnabryggju í Vestmannaeyjum aðfaranótt miðvikudagsins 12. febrúar 1986, er Jón Guðmundur Kristinsson, skipstjóri, hvarf á leið milli skipa í stormi, kulda og náttmyrkri. Minningarathöfn um Jón var gerð frá Kópavogskirkju.<br> | Það er ávallt mikið áfall þegar vaskir synir landsins hverfa snögglega úr miðju ætlunarverki lífs síns. Það gerðist í [[Friðarhöfn|Friðarhöfn]] við Binnabryggju í Vestmannaeyjum aðfaranótt miðvikudagsins 12. febrúar 1986, er Jón Guðmundur Kristinsson, skipstjóri, hvarf á leið milli skipa í stormi, kulda og náttmyrkri. Minningarathöfn um Jón var gerð frá Kópavogskirkju.<br> | ||
Lína 35: | Lína 36: | ||
Þegar við kveðjum Jón Guðmund Kristinsson standa eftir ljúfar minningar um góðan dreng. Við hjónin minnumst með þakklæti vináttu hans og margra ánægjulegra samverustunda, sérstaklega þess, er þau Jón og Jóhanna heimsóttu okkur hjónin til Sviss um mánaðartíma árið 1980. Þá var ekið um Evrópu og kom glöggt í Ijós að á betri ferðafélaga varð ekki kosið. En öllum ferðum lýkur og leiðir skiljast. Ég óska Jóni mági mínu fararheilla og færi honum þakkir fyrir auðsýnda vináttu og traust. Jóhönnu og börnunum, Emelíu og öðrum aðstandendum Jóns sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi bjartar minningar um góðan vin gefa þeim styrk.<br> | Þegar við kveðjum Jón Guðmund Kristinsson standa eftir ljúfar minningar um góðan dreng. Við hjónin minnumst með þakklæti vináttu hans og margra ánægjulegra samverustunda, sérstaklega þess, er þau Jón og Jóhanna heimsóttu okkur hjónin til Sviss um mánaðartíma árið 1980. Þá var ekið um Evrópu og kom glöggt í Ijós að á betri ferðafélaga varð ekki kosið. En öllum ferðum lýkur og leiðir skiljast. Ég óska Jóni mági mínu fararheilla og færi honum þakkir fyrir auðsýnda vináttu og traust. Jóhönnu og börnunum, Emelíu og öðrum aðstandendum Jóns sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi bjartar minningar um góðan vin gefa þeim styrk.<br> | ||
'''[[Þór Georg Þorsteinsson]]'''<br> | '''[[Þór Georg Þorsteinsson]]'''<br> | ||
[[Mynd:Guðmundur Ingvarsson SDBL. 1987.jpg|thumb|260x260dp]] | |||
'''[[Guðmundur Ingvarsson]]. F. 25. ágúst 1904. D. 10. mars 1986.'''<br> | '''[[Guðmundur Ingvarsson]]. F. 25. ágúst 1904. D. 10. mars 1986.'''<br> | ||
Guðmundur fæddist 25. ágúst 1904 að Minna-Hofi á Rangárvöllum. Foreldrar hans voru [[Sigríður Steinsdóttir]] ljósmóðir og [[Ingvar Ólafsson]] bóndi.<br> | Guðmundur fæddist 25. ágúst 1904 að Minna-Hofi á Rangárvöllum. Foreldrar hans voru [[Sigríður Steinsdóttir]] ljósmóðir og [[Ingvar Ólafsson]] bóndi.<br> | ||
Lína 45: | Lína 46: | ||
Fari frændi minn í friði. friður Guðs hann blessi.<br> | Fari frændi minn í friði. friður Guðs hann blessi.<br> | ||
'''[[Guðrún Steinsdóttir]].'''<br> | '''[[Guðrún Steinsdóttir]].'''<br> | ||
[[Mynd:Guðmundur Kristjánsson SDBL. 1987.jpg|thumb|263x263dp]] | |||
'''[[Guðmundur Kristjánsson]]. F. 23. júní 1915. D. 29. mars 1986.'''<br> | '''[[Guðmundur Kristjánsson]]. F. 23. júní 1915. D. 29. mars 1986.'''<br> | ||
Guðmundur Kristjánsson frá Hvanneyri var borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum. Hann var sonur þeirra merkishjóna [[Kristján Einarsson (Hvanneyri)|Kristjáns Einarssonar]] Eyfellings og [[Guðbjörg Guðmundsdóttir (Hvanneyri)|Guðbjargar Guðmundsdóttir]] frá [[Batavía|Batavíu]]. Sjómennskan var honum í blóð borin og stundaði hann sjóróðra á sínum yngri árum. Hann var með [[Karl Guðmundsson|Karli Guðmundssyni]] á Ársæli. Þá var hann með [[Guðni Grímsson (formaður)|Guðna Grímssyni]] á Maggý. Síðan liggur leiðin til [[Guðjón Valdason|Guðjóns Valdasonar]], þar sem Guðmundur frændi var vélstjóri á [[Kap VE-272]]. Á Kap með Guðmundi var einnig meðal annarra [[Einar Guðmundsson (Málmey)|Einar Guðmundsson]] frá [[Málmey]]. Þetta var fyrir stríð en síðar lágu leiðir þeirra Einars og Guðmundar saman aftur eftir stríð þegar Guðmundur ræður sig sem vélstjóri til Einars á Björgu VE. Það mun hafa verið 1952 og 1953. Á þessum árum miðuðu menn tímatal við fyrir og eftir stríð en í dag mun þó algengara að miða fyrir og eftir gos. Guðmundur frændi var oftast vélstjóri á bátum þessum. Hann stundaði nám við Vélaskólann í Vestmannaeyjum og Iauk þaðan prófi árið 1936. Hann stundaði einnig nám í Matsveinaskóla og var einnig kokkur á hinum ýmsu bátum er því var að skipta, var eiginlega jafnvígur sem vélstjóri og matsveinn. Ég hef það eftir Einari frá Málmey að Guðmundur frændi hafi ekkert haft fyrir matreiðslunni, því hann hafi verið fæddur listakokkur. Eftir veruna á Björg VE fer Guðmundur frændi alfarinn í land og hefur störf hjá ungu þjónustufyrirtæki hér í Eyjum. Fyrirtæki þetta var Flugfélag Íslands h/f til húsa að [[Skólavegur|Skólavegi]] 2 hér í bæ. Flugið stóð á brauðfótum á þessum árum, en átti síðar eftir að skapa þá þjóðfélagsbyltingu sem öllum er kunn í dag. Guðmundur frændi var einn af þeim sem í upphafi ruddi braut Flugfélags Íslands h/f við ákaflega frumstæðar og erfiðar aðstæður á þeim árum, sé miðað við það sem nú þekkist. Guðmundur Kristjánsson vann hjá Flugfélagi Íslands h/f og síðar Flugleiðum h/f til dauðadags. Hann og eftirlifandi kona hans frú [[Sigríður Kristjánsdóttir]] frá Eskifirði, snéru ekki heim til Eyja aftur eftir eldgosið 1973. Guðmundur andaðist þann 29. mars 1986. Útför hans fór fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl 1986, að viðstöddu miklu fjölmenni. Drottinn blessi minningu frænda míns.<br> | Guðmundur Kristjánsson frá Hvanneyri var borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum. Hann var sonur þeirra merkishjóna [[Kristján Einarsson (Hvanneyri)|Kristjáns Einarssonar]] Eyfellings og [[Guðbjörg Guðmundsdóttir (Hvanneyri)|Guðbjargar Guðmundsdóttir]] frá [[Batavía|Batavíu]]. Sjómennskan var honum í blóð borin og stundaði hann sjóróðra á sínum yngri árum. Hann var með [[Karl Guðmundsson|Karli Guðmundssyni]] á Ársæli. Þá var hann með [[Guðni Grímsson (formaður)|Guðna Grímssyni]] á Maggý. Síðan liggur leiðin til [[Guðjón Valdason|Guðjóns Valdasonar]], þar sem Guðmundur frændi var vélstjóri á [[Kap VE-272]]. Á Kap með Guðmundi var einnig meðal annarra [[Einar Guðmundsson (Málmey)|Einar Guðmundsson]] frá [[Málmey]]. Þetta var fyrir stríð en síðar lágu leiðir þeirra Einars og Guðmundar saman aftur eftir stríð þegar Guðmundur ræður sig sem vélstjóri til Einars á Björgu VE. Það mun hafa verið 1952 og 1953. Á þessum árum miðuðu menn tímatal við fyrir og eftir stríð en í dag mun þó algengara að miða fyrir og eftir gos. Guðmundur frændi var oftast vélstjóri á bátum þessum. Hann stundaði nám við Vélaskólann í Vestmannaeyjum og Iauk þaðan prófi árið 1936. Hann stundaði einnig nám í Matsveinaskóla og var einnig kokkur á hinum ýmsu bátum er því var að skipta, var eiginlega jafnvígur sem vélstjóri og matsveinn. Ég hef það eftir Einari frá Málmey að Guðmundur frændi hafi ekkert haft fyrir matreiðslunni, því hann hafi verið fæddur listakokkur. Eftir veruna á Björg VE fer Guðmundur frændi alfarinn í land og hefur störf hjá ungu þjónustufyrirtæki hér í Eyjum. Fyrirtæki þetta var Flugfélag Íslands h/f til húsa að [[Skólavegur|Skólavegi]] 2 hér í bæ. Flugið stóð á brauðfótum á þessum árum, en átti síðar eftir að skapa þá þjóðfélagsbyltingu sem öllum er kunn í dag. Guðmundur frændi var einn af þeim sem í upphafi ruddi braut Flugfélags Íslands h/f við ákaflega frumstæðar og erfiðar aðstæður á þeim árum, sé miðað við það sem nú þekkist. Guðmundur Kristjánsson vann hjá Flugfélagi Íslands h/f og síðar Flugleiðum h/f til dauðadags. Hann og eftirlifandi kona hans frú [[Sigríður Kristjánsdóttir]] frá Eskifirði, snéru ekki heim til Eyja aftur eftir eldgosið 1973. Guðmundur andaðist þann 29. mars 1986. Útför hans fór fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl 1986, að viðstöddu miklu fjölmenni. Drottinn blessi minningu frænda míns.<br> | ||
'''[[Runólfur Gíslason]] frá Hvanneyri.'''<br> | '''[[Runólfur Gíslason]] frá Hvanneyri.'''<br> | ||
[[Mynd:Haraldur Eiríksson raffræðingur SDBL. 1987.jpg|thumb|261x261dp]] | |||
'''[[Haraldur Eiríksson|Haraldur Eiríksson]], raffræðingur. F. 21. júní 1896. D. 7. apríl 1986.'''<br> | '''[[Haraldur Eiríksson|Haraldur Eiríksson]], raffræðingur. F. 21. júní 1896. D. 7. apríl 1986.'''<br> | ||
Haraldur fæddist hér í þessum bæ hinn 21. júní 1896. Faðir hans var barnakennari og bjó að [[Vegamót|Vegamótum]], fæddur 11. ágúst 1856 á Ketilstöðum í Mýrdal, flutti til Eyja árið 1880 og lést hér 5. apríl 1931, Hjálmarssonar bónda í Efri Rotum fæddur 1820, dáinn 1904 Eiríkssonar. Móðir Eiríks var [[Guðrún Jónsdóttir]], bónda, Þorlákssonar í Flugu Skaftártungu.<br> | Haraldur fæddist hér í þessum bæ hinn 21. júní 1896. Faðir hans var barnakennari og bjó að [[Vegamót|Vegamótum]], fæddur 11. ágúst 1856 á Ketilstöðum í Mýrdal, flutti til Eyja árið 1880 og lést hér 5. apríl 1931, Hjálmarssonar bónda í Efri Rotum fæddur 1820, dáinn 1904 Eiríkssonar. Móðir Eiríks var [[Guðrún Jónsdóttir]], bónda, Þorlákssonar í Flugu Skaftártungu.<br> | ||
Lína 61: | Lína 62: | ||
Haraldur bjó lengst að Steinstöðum, fyrir ofan Hraun eins og sagt er, en þar byggði hann sér hús, Árið 1948 tók hann sig upp og flutti alfarinn til Reykjavíkur með fjölskyldu sína, þar mun mestu hafa ráðið menntun drengjanna.<br> | Haraldur bjó lengst að Steinstöðum, fyrir ofan Hraun eins og sagt er, en þar byggði hann sér hús, Árið 1948 tók hann sig upp og flutti alfarinn til Reykjavíkur með fjölskyldu sína, þar mun mestu hafa ráðið menntun drengjanna.<br> | ||
'''[[Gísli Engilbertsson]].'''<br> | '''[[Gísli Engilbertsson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Hrafn Pálsson SDBL. 1987.jpg|thumb|259x259dp]] | |||
'''[[Hrafn Pálsson]]. F. 10. mars 1935. D. 19. maí 1986.'''<br> | '''[[Hrafn Pálsson]]. F. 10. mars 1935. D. 19. maí 1986.'''<br> | ||
Hrafn var fæddur hér í Eyjum sonur hjónanna [[Bjarnheiður Guðmundsdóttir|Bjarnheiðar Guðmundsdóttur]] og [[Páll Þorbjörnsson|Páls Þorbjörnssonar]], sem bæði eru látin.<br> | Hrafn var fæddur hér í Eyjum sonur hjónanna [[Bjarnheiður Guðmundsdóttir|Bjarnheiðar Guðmundsdóttur]] og [[Páll Þorbjörnsson|Páls Þorbjörnssonar]], sem bæði eru látin.<br> | ||
Lína 74: | Lína 75: | ||
Guð blessi minningu Hrafns Pálssonar.<br> | Guð blessi minningu Hrafns Pálssonar.<br> | ||
'''[[Friðrik Ásmundsson]].'''<br> | '''[[Friðrik Ásmundsson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Rósa Bjarnadóttir Bogi Matthiasson SDBL. 1987.jpg|thumb|250x250dp]] | |||
'''HJÓNAMINNING:'''<br> | '''HJÓNAMINNING:'''<br> | ||
'''[[Rósa Bjarnadóttir]]. F. 27. febrúar 1919. D. 8. júní 1986.'''<br> | '''[[Rósa Bjarnadóttir]]. F. 27. febrúar 1919. D. 8. júní 1986.'''<br> | ||
Lína 90: | Lína 91: | ||
Friður Guðs blessi minningu þeirra hjóna.<br> | Friður Guðs blessi minningu þeirra hjóna.<br> | ||
'''[[Hermann Einarsson]].'''<br> | '''[[Hermann Einarsson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Magnús Þórður Ágústsson SDBL. 1987.jpg|thumb|262x262dp]] | |||
'''[[Magnús Þórður Ágústsson]], bifreiðastjóri. F. 7. júlí 1921. D. 17. júlí 1986.'''<br> | '''[[Magnús Þórður Ágústsson]], bifreiðastjóri. F. 7. júlí 1921. D. 17. júlí 1986.'''<br> | ||
Síðdegis hinn 17. júlí s.l. bárust mér þau tíðindi, að starfsfélagi minn Magnús Ágústsson, hefði orðið bráðkvaddur undir stýri, þar sem hann var að aka ís í bát inni í [[Friðarhöfn]]. Hann náði að stöðva bifreiðina, og var látinn er að var komið.<br> | Síðdegis hinn 17. júlí s.l. bárust mér þau tíðindi, að starfsfélagi minn Magnús Ágústsson, hefði orðið bráðkvaddur undir stýri, þar sem hann var að aka ís í bát inni í [[Friðarhöfn]]. Hann náði að stöðva bifreiðina, og var látinn er að var komið.<br> | ||
Lína 101: | Lína 102: | ||
Guð blessi minningu hans.<br> | Guð blessi minningu hans.<br> | ||
'''[[Magnús Guðjónsson]].'''<br> | '''[[Magnús Guðjónsson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Ingibergur Vilmundarson SDBL. 1987.jpg|thumb|260x260dp]] | |||
'''[[Ingibergur Vilmundarson]]. F. 15. október 1918. D. 29. ágúst 1986.'''<br> | '''[[Ingibergur Vilmundarson]]. F. 15. október 1918. D. 29. ágúst 1986.'''<br> | ||
Mánudaginn 8. sept. var til grafar borinn móðurbróðir minn. Ingibergur Vilmundarson, og langar mig að minnast hans nokkrum orðum.<br> | Mánudaginn 8. sept. var til grafar borinn móðurbróðir minn. Ingibergur Vilmundarson, og langar mig að minnast hans nokkrum orðum.<br> | ||
Lína 116: | Lína 117: | ||
''Húm boðar oss engils róm. (Einar Benediktsson).''<br> | ''Húm boðar oss engils róm. (Einar Benediktsson).''<br> | ||
'''[[Einar Þór Jónsson]].'''<br> | '''[[Einar Þór Jónsson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Einar Hjartarson SDBL. 1987.jpg|thumb|263x263dp]] | |||
'''[[Einar Hjartarson]]. F. 31. janúar 1926. D. 31. ágúst 1986'''<br> | '''[[Einar Hjartarson]]. F. 31. janúar 1926. D. 31. ágúst 1986'''<br> | ||
Einar Hjartarson var í þennan heim fæddur þann 3 1. janúar 1926, en fór í sína hinstu ferð, þann 31. ágúst 1986. Út í óvissunnar straumöldutraf. En er sú íhugun og um spurt, Hvað, hver, hvert? Hví varst þú bára, Einars, bát að fylla? Bágt átt þú enn þitt heljarskap að stilla.<br> | Einar Hjartarson var í þennan heim fæddur þann 3 1. janúar 1926, en fór í sína hinstu ferð, þann 31. ágúst 1986. Út í óvissunnar straumöldutraf. En er sú íhugun og um spurt, Hvað, hver, hvert? Hví varst þú bára, Einars, bát að fylla? Bágt átt þú enn þitt heljarskap að stilla.<br> | ||
Lína 125: | Lína 126: | ||
Æðsti Sjóli vor, gef þú dánum ró, en þeim líkn sem lifa.<br> | Æðsti Sjóli vor, gef þú dánum ró, en þeim líkn sem lifa.<br> | ||
'''[[Jón Ísak Sigurðsson|Jón I. Sigurðsson]].'''<br> | '''[[Jón Ísak Sigurðsson|Jón I. Sigurðsson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Hlöðver Einarsson yfirvélstjóri SDBL. 1987.jpg|thumb|265x265dp]] | |||
'''[[Hlöðver Einarsson]] yfirvélstjóri. F. 11. nóvember 1945. D 25. desember 1986.'''<br> | '''[[Hlöðver Einarsson]] yfirvélstjóri. F. 11. nóvember 1945. D 25. desember 1986.'''<br> | ||
Í miðri hátíð ljóssins, jólahelginni, barst sú harmafregn að flutningaskipið Suðurlandið hefði farist á leið sinni frá íslandi til Rússlands. Af ellefu manna áhöfn komust aðeins fimm af eftir 14 tíma baráttu í stórlöskuðum gúmmíbáti í náttmyrkri og stórsjó.<br> | Í miðri hátíð ljóssins, jólahelginni, barst sú harmafregn að flutningaskipið Suðurlandið hefði farist á leið sinni frá íslandi til Rússlands. Af ellefu manna áhöfn komust aðeins fimm af eftir 14 tíma baráttu í stórlöskuðum gúmmíbáti í náttmyrkri og stórsjó.<br> | ||
Lína 160: | Lína 161: | ||
'''[[Anna Vígsteinsdóttir]], Svíþjóð.'''<br> | '''[[Anna Vígsteinsdóttir]], Svíþjóð.'''<br> | ||
'''(Systurdóttir Hlöðvers).'''<br> | '''(Systurdóttir Hlöðvers).'''<br> | ||
[[Mynd:Sveinn Adolf Sigurjónsson bifreiðastjóri SDBL. 1987.jpg|thumb|260x260dp]] | |||
'''[[Sveinn Adolf Sigurjónsson]], bifreiðastjóri. F. 2. apríl 1934. D. 3. janúar 1987.'''<br> | '''[[Sveinn Adolf Sigurjónsson]], bifreiðastjóri. F. 2. apríl 1934. D. 3. janúar 1987.'''<br> | ||
Um hádegisbil, laugardaginn 3. janúar s.l. varð vinur minn og samstarfsmaður Adolf Sigurjónsson bráðkvaddur. Sonur hans hringdi til mín og sagði mér að pabbi hans hefði verið að deyja. Mér varð fyrst orða fátt, en sagði svo ósjálfrátt, „þurfti þetta endilega að koma fyrir". Mér var kunnugt um að hann átti við of háan blóðþrýsting að stríða, en að hann, sem var ennþá svo ungur, yrði hrifinn burt fyrirvaralaust kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, því þessu erum við jafnan óviðbúin.<br> | Um hádegisbil, laugardaginn 3. janúar s.l. varð vinur minn og samstarfsmaður Adolf Sigurjónsson bráðkvaddur. Sonur hans hringdi til mín og sagði mér að pabbi hans hefði verið að deyja. Mér varð fyrst orða fátt, en sagði svo ósjálfrátt, „þurfti þetta endilega að koma fyrir". Mér var kunnugt um að hann átti við of háan blóðþrýsting að stríða, en að hann, sem var ennþá svo ungur, yrði hrifinn burt fyrirvaralaust kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, því þessu erum við jafnan óviðbúin.<br> | ||
Lína 173: | Lína 174: | ||
Guð blessi minningu hans.<br> | Guð blessi minningu hans.<br> | ||
'''[[Magnús Guðjónsson]].'''<br> | '''[[Magnús Guðjónsson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Ingibergur Gíslason SDBL. 1987.jpg|thumb|253x253dp]] | |||
'''[[Ingibergur Gíslason]]. F. 16. janúar 1897. D. 15. janúar 1987.'''<br> | '''[[Ingibergur Gíslason]]. F. 16. janúar 1897. D. 15. janúar 1987.'''<br> | ||
''Þeim fœkkar óðum er fremstir stóðu''<br> | ''Þeim fœkkar óðum er fremstir stóðu''<br> | ||
Lína 205: | Lína 206: | ||
Seinustu 3 árin hafði hann dvalið á Sjúkrahúsinu hér í Eyjum við góða umönnun starfsfólks, og þá ekki síður konu sinnar Lovísu sem kom til hans daglega er hún hafði heilsu til, og stytti honum daginn. Aðstandendum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Farðu vel kæri vinur og hafðu þökk fyrir allt.<br> | Seinustu 3 árin hafði hann dvalið á Sjúkrahúsinu hér í Eyjum við góða umönnun starfsfólks, og þá ekki síður konu sinnar Lovísu sem kom til hans daglega er hún hafði heilsu til, og stytti honum daginn. Aðstandendum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Farðu vel kæri vinur og hafðu þökk fyrir allt.<br> | ||
'''[[Sigmundur Andrésson]].'''<br> | '''[[Sigmundur Andrésson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Karl Sigurhansson SDBL. 1987.jpg|thumb|262x262dp]] | |||
'''[[Karl Sigurhansson]]. F. 21. janúar 1898. D. 24. janúar 1987.'''<br> | '''[[Karl Sigurhansson]]. F. 21. janúar 1898. D. 24. janúar 1987.'''<br> | ||
Karl var borinn og barnfæddur í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Þaðan er skammt „inn á Mörk" og þangað átti Karl margar ferðirnar áður en lauk.<br> | Karl var borinn og barnfæddur í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Þaðan er skammt „inn á Mörk" og þangað átti Karl margar ferðirnar áður en lauk.<br> | ||
Lína 219: | Lína 220: | ||
Nú er löngu og farsælu lífshlaupi Karls Sigurhanssonar lokið og samfylgd þökkuð.<br> | Nú er löngu og farsælu lífshlaupi Karls Sigurhanssonar lokið og samfylgd þökkuð.<br> | ||
'''[[Haraldur Guðnason]].'''<br> | '''[[Haraldur Guðnason]].'''<br> | ||
[[Mynd:Þórarinn G. Jónsson SDBL. 1987.jpg|thumb|258x258dp]] | |||
'''[[Þórarinn Jónsson (Ármótum)|Þórarinn G. Jónsson]]. F. 18. maí 1921. D. 24. apríl 1987.'''<br> | '''[[Þórarinn Jónsson (Ármótum)|Þórarinn G. Jónsson]]. F. 18. maí 1921. D. 24. apríl 1987.'''<br> | ||
Þórarinn Gísli Jónsson, fyrirrennari minn hjá [[Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja|Bátaábyrgðafélaginu]], lést í Hafnarfirði 24. apríl s.l., var útför hans frá Hafnarfjarðarkirkju 30. apríl að viðstöddu fjölmenni.<br> | Þórarinn Gísli Jónsson, fyrirrennari minn hjá [[Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja|Bátaábyrgðafélaginu]], lést í Hafnarfirði 24. apríl s.l., var útför hans frá Hafnarfjarðarkirkju 30. apríl að viðstöddu fjölmenni.<br> | ||
Lína 232: | Lína 233: | ||
Guð blessi minningu hans, og gefi ástvinum styrk.<br> | Guð blessi minningu hans, og gefi ástvinum styrk.<br> | ||
'''[[Jóhann Friðfinnsson|Jóhann Friðfinnsson]].'''<br> | '''[[Jóhann Friðfinnsson|Jóhann Friðfinnsson]].'''<br> | ||
[[Mynd:Sigurður Ögmundsson SDBL. 1987.jpg|thumb|262x262dp]] | |||
'''[[Sigurður Ögmundsson]]. F. 18. desember 1928. D. 25. apríl 1987.'''<br> | '''[[Sigurður Ögmundsson]]. F. 18. desember 1928. D. 25. apríl 1987.'''<br> | ||
Laugardaginn 2. maí s.l. var til moldar borinn Sigurður Ögmundsson frá Litla-landi. Eftir harða baráttu hafði maðurinn með ljáinn yfirhöndina.<br> | Laugardaginn 2. maí s.l. var til moldar borinn Sigurður Ögmundsson frá Litla-landi. Eftir harða baráttu hafði maðurinn með ljáinn yfirhöndina.<br> | ||
Sigurður fæddist á [[Kornhóll|Kornhóli]] í Vestmannaeyjum 18. desember 1928 ogeru foreldrarhans, [[Ögmundur Ólafsson]] vélstjóri og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Sigurður er fjórði í röðinni af 10 börnum þeirra hjóna, og er annar sonur þeirra sem látist hefur. Hinn var Jón Sveinbjörn, sem lést 1945. Árið 1935 flutti fjölskyldan að Litla-landi við [[Kirkjuvegur|Kirkjuveg]] og var Sigurður löngum kenndur við þann stað. Í æsku var hann í sveit undir Eyjafjöllum, þá var hann og eitt ár mjólkurpóstur í Þórlaugargerði. Sjómennsku byrjaði hann aðeins 14 ára að aldri, enda stefndi hugur hans þangað. Vélstjóranámskeið tók hann 1946 og var vélstjóri og háseti á mótorbátum, þar til hann fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1951, en þaðan lauk hann hinu meira fiskimannaprófi.<br> | Sigurður fæddist á [[Kornhóll|Kornhóli]] í Vestmannaeyjum 18. desember 1928 ogeru foreldrarhans, [[Ögmundur Ólafsson (Litlalandi)|Ögmundur Ólafsson]] vélstjóri og kona hans [[Guðrún Jónsdóttir (Litlalandi)|Guðrún Jónsdóttir]]. Sigurður er fjórði í röðinni af 10 börnum þeirra hjóna, og er annar sonur þeirra sem látist hefur. Hinn var Jón Sveinbjörn, sem lést 1945. Árið 1935 flutti fjölskyldan að Litla-landi við [[Kirkjuvegur|Kirkjuveg]] og var Sigurður löngum kenndur við þann stað. Í æsku var hann í sveit undir Eyjafjöllum, þá var hann og eitt ár mjólkurpóstur í Þórlaugargerði. Sjómennsku byrjaði hann aðeins 14 ára að aldri, enda stefndi hugur hans þangað. Vélstjóranámskeið tók hann 1946 og var vélstjóri og háseti á mótorbátum, þar til hann fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1951, en þaðan lauk hann hinu meira fiskimannaprófi.<br> | ||
Fyrsta skip, er hann stjórnaði sem skipstjóri. Var hin þekkta happa- og aflafleyta [[Ísleifur VE]] 63 (aflagrænn). Síðan tók hann við stærra skipi hjá sömu útgerð [[Ísleifur VE|Ísleifi]] III. og vann hann þessari útgerð á annan tug ára sem skipstjóri. Sigurður var skipstjóri á mörgum öðrum vertíðarbátum og var jafnan aflasæll. Seinasta skip, er hann stjórnaði, var [[Suðurey VE|Suðurey]], var það árið 1976.<br> | Fyrsta skip, er hann stjórnaði sem skipstjóri. Var hin þekkta happa- og aflafleyta [[Ísleifur VE]] 63 (aflagrænn). Síðan tók hann við stærra skipi hjá sömu útgerð [[Ísleifur VE|Ísleifi]] III. og vann hann þessari útgerð á annan tug ára sem skipstjóri. Sigurður var skipstjóri á mörgum öðrum vertíðarbátum og var jafnan aflasæll. Seinasta skip, er hann stjórnaði, var [[Suðurey VE|Suðurey]], var það árið 1976.<br> | ||
Skipstjórnarferill hans spannaði rúm 20 ár og átti hann því láni að fagna að missa aldrei mann af skipi sínu.<br> | Skipstjórnarferill hans spannaði rúm 20 ár og átti hann því láni að fagna að missa aldrei mann af skipi sínu.<br> |
Núverandi breyting frá og með 3. október 2019 kl. 20:28
Guðjón Ólafsson, fyrrum bóndi á Stóra-Hofi. F. 1. ágúst 1903. D. 24. desember 1985
Sá sem þessi síðbúnu kveðjuorð skrifar man Guðjón óljóst þá er hann var í sumardvöl á litlum bæ í Landeyjum.
Svo leið um það bil hálf öld að ekki urðu kynni okkar önnur. Ég hafði þó lengi vitað að Guðjón var bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. — Langafar okkar beggja urðu samferða „á guðs síns fund“, drukknuðu í Þjórsá nokkru fyrir jól árið 1848.
Guðjón fæddist 1. ágúst 1903 á Barkarstöðum í Fljótshlíð og átti að heita Ágúst, en það breyttist af vissum ástæðum. Nafn sitt bar Guðjón með sóma langa ævi og skilaði miklu starfi til sjós og lands.
Foreldrar Guðjóns, Hreiðarsína Hreiðarsdóttir og Ólafur Þorleifsson, bæði Rangæingar, voru í vinnumennsku á Barkarstöðum þá er drengurinn fæddist. Var því fluttur vikugamall í fóstur að Vatnshól í Austur-Landeyjum. Þar bjó Gottskálk, hálfbróðir Hreiðarsínu, og Sigurbjörg Sigurðardóttir, af merkri ætt eyfellskri.
Guðjón sagði mér að það hefði munað 150 krónum að hann yrði bóndasonur. Svo var mál með vexti, að Ólafur faðir hans, hafði hug á jörð sem losnaði úr ábúð í Hvolhrepp. Hann bað tvo mektarbændur að ganga í ábyrgð fyrir þessum 150 krónum sem á skorti um full skil. Þeir létu þess ekki kost, það væri best fyrir þau hjón að vera áfram í vinnumennsku. Þar með var sá draumur búinn.
Guðjón litli lifði sem blóm í eggi hjá þeim góðu hjónum í Vatnshól. En skjótt brá sól sumri, eins og oft skeður. Vorið 1910 veiktist Sigubjörg húsfreyja hastarlega og andaðist 25. júní. Þetta voru raunastundir, sagði Guðjón löngu síðar. , mikið áfall. En sagði jafnframt, þá hefði Ásthildur, systir Gottskálks, gengið sér í móðurstað.
í fardögum 1912 flutti Gottskálk og fólk hans til Vestmannaeyja.
Guðjón kom til Eyja þá er vélbátaöld var fyrir nokkru gengin í garð. Hann kemur úr fornöld gamalla búnaðarhátta í vélaöld með öllum umsvifum nýs tíma.
Gottskálk, fóstri Guðjóns, var meðal síðustu formanna á árabátum í Eyjum, þótti afbragðs fiskimaður. Ég ætla að Guðjón hafi hlotið hjá honum sína fyrstu sjómannsreynslu.
En Guðjón ílentist ekki í Eyjum. Árið 1920 flutti hann til Reykjavíkur með heimilisfang hjá foreldrum sínum. Þau fluttu þangað 1906. Árið 1916 keyptu þau húsið Grettisgötu 61. Ólafur var verkamaður, síðar verkstjóri. Þau hjón ræktuðu sinn garð svo að eftir var tekið.
Guðjón byrjaði nú sjósókn og siglingar á togurum. Gerðist svo vinnumaður í Grafarholti í sjö ár. Og nú fær þessi ungi kaupstaðarbúi ódrepandi áhuga á landbúnaði og ræktun. Þar á bæ kynntist hann ungri stúlku, Björgu Árnadóttur, ættaðri úr N-Múlasýslu. Hún stendur svo við hlið Guðjóns af miklum dugnaði næstu áratugi. Björg, húsfreyja á Stóra Hofi, var ein fimmtán systkina. Er nú ein eftir þessa stóra hóps annálaðs dugnaðarfólks. Við ísak, bróðir Bjargar, vorum um tíma samverkamenn. Hann var einn mesti ákafamaður við verk sem ég hef kynnst.
Guðjón skrifaði mér eitt sinn, að þá um sinn hefði Björg sín ekki ferlivist og kæmi þá í hans hlut að annast matreiðslu og gengi þetta bara sæmilega. ,,Eg bý að því að ég var hjálparkokkur á togara hjá honum Sigurþór frá Snotru".
Vorið 1928 hófst búskaparsaga Guðjóns og Bjargar á Stóra-Hofi. Byggt upp frá grunni eins og gengur, land ræktað. Eignast jörðina um það er búskap lýkur. — Guðjón var hugmaður og vildi að verk gengju fram en vinnutími hóflegur. Það sannar hvursu skjótráður Guðjón var, að hann fékk ábúð á Stóra-Hofi án þess að hafa séð jörð og hús.
Guðjón var greindur vel og las mikið, einkum á seinni árum. Hann var nokkuð gagnrýninn á það sem hann las. Minnið var óbilað og hann skrifaði m.a. minningaþætti hin síðari ár, flest óprentað.
Starf fyrir aldraða í Bústaðasókn var honum til gleði og afþreyingar þótt heyrnardeyfa bagaði hann illa. Sjálfur lagði hann þar nokkuð til mála, flutti til dæmis frásögn um Eyjagosið 1973. Það frétti ég í Hafnarbúðum, bækistöð flóttafólksins, að Guðjón hefði komið þar með þeim fyrstu til að spyrja hvort eitthvað væri vitað um mig og mitt fólk.
Guðjón var einarður í skoðunum, enda átti hann ekki langt að sækja það. Svo var Hreiðarsína móðir hans, ein forystukvenna í Vkf. Framsókn og meðal 17 stofnenda félagsins. Harðdugleg baráttukona.
Hann var félagshyggju- og samvinnumaður, fylgdi Framsóknarflokknum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir þann flokk í héraði. Þá er hann gerðist sveitabóndi sat að völdum ríkisstjórn sem hafði forystu um meiri framfarir en áður þekktust m.a. ræktun mjög aukin, lög sett um byggingar- og landnámssjóð, stórsókn undir forystu Jónasar Jónssonar í skóla- og menningarmálum.
Guðjón stóð vafalaust fast í ístaði með samherjum sínum og þeir voru og eru margir í Árnesþingi. En svo er sagt, að hann hafi sagt þeim til syndanna ef hann taldi þess þörf. Ég ætla líka, að hann hafi verið manna fúsastur að viðurkenna það sem honum þótti vel gert.
Ég þakka Guðjóni frænda góð kynni. Blessuð sé minning hans.
Haraldur Guðnason.
Jón Guðmundur Kristinsson, skipstjóri. F. 8. nóvember 1933. D. 12. febrúar 1986.
Það er ávallt mikið áfall þegar vaskir synir landsins hverfa snögglega úr miðju ætlunarverki lífs síns. Það gerðist í Friðarhöfn við Binnabryggju í Vestmannaeyjum aðfaranótt miðvikudagsins 12. febrúar 1986, er Jón Guðmundur Kristinsson, skipstjóri, hvarf á leið milli skipa í stormi, kulda og náttmyrkri. Minningarathöfn um Jón var gerð frá Kópavogskirkju.
Nú eru fimmtán ár liðin frá því ég kynntist Jóni. Hann átti síðar eftir að verða mágur minn og góður vinur. Jón var léttur í lund og það vakti fljótlega athygli mína hversu dáður og elskaður hann var af fjölskyldu sinni. Meðal hennar naut hann sín hvað best, enda áberandi hve fórnfús hann var og reiðubúinn til að hjálpa öðrum. Margsinnis rétti hann mér hjálparhönd. oft óbeðinn. Jón var ekki hár maður vexti en sterkbyggður, snöggur í hreyfingum og dimmraddaður. Hann var með leiftrandi blá augu, sem gátu orðið talsvert hvöss ef svo bar undir. Meðal kunnugra gekk hann gjarnan undir gælunafninu Bonni.
Trúlega hefur faðir Jóns, Jóhann Kristinn Guðmundsson vélstjóri, haft bein eða óbein áhrif á starfsval sonar síns. Jón útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum árið 1960. Fjárhagurinn var mjög krappur meðan á námi stóð en endar náðu þó saman með ötulum og dyggum stuðningi eiginkonu hans, Jóhönnu.
Að námi loknu tók við ríflega aldarfjórðungs starfsævi, aðallega við stjórn fiskiskipa, en einnig við útgerð sendibíls hér á höfuðborgarsvæðinu.
Frá árinu 1984 var Jón einn af þremur skipstjórum sem fyrirtækið Ingimundur h.f. hafði á að skipa. Jón var ýmist skipstjóri á skipunum Helgu eða Helgu II. við rækjuveiðar, eða stýrimaður, þegar skipin voru við loðnuveiðar. Er Jón hvarf hina örlagaríku nótt í febrúar 1986 var hann stýrimaður á Helgu II.
Jón fæddist í Vestmannaeyjum þann 8. nóvember 1933. Faðir hans var Jóhann Kristinn Guðmundsson vélstjóri, f. 3. nóvember 1904 á Kaldalæk á Vattarnesi við Reyðarfjörð. Foreldrar Jóhanns Kristins voru Guðmundur Jónsson útvegsbóndi á Vattarnesi og kona hans, Jónína Jónsdóttir. Kristinn var alinn upp hjá Kristjáni Indriðasyni bónda á Þernunesi í Reyðarfirði og konu hans, Lukku Friðriksdóttur. Þau fluttust síðar til Eskifjarðar. Jóhann Kristinn fórst í hinu mannskæða Þormóðsslysi 18. febrúar 1943. Móðir Jóns, sem lifirson sinn, er Emelía Benediktsdóttir, fædd í Ólafsvík, nú búsett í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Benedikt Jónsson, vagnmaður í Ólafsvík, og Guðbjörg Halldórsdóttir. Emelía ólst upp í fóstri hjá þeim hjónunum Helga Daníelssyni og Önnu Guðmundsdóttur, er bjuggu í Helludal í Beruvík á Snæfellsnesi.
Jón var næstelstur sex systkina. Hin eru, talin í aldursröð: Anna Helga Kristinsdóttir, Rudólf Kristinsson, Ragnheiður Þormóðsdóttir, Brynjar Þormóðsson og Ingþór Þorvaldsson, öll búsett í Reykjavík.
Í einkalífi var Jón mikill gæfumaður. Grundvöllurinn var lagður hinn 10. desember 1960 er hann kvæntisti Jóhönnu Halldórsdóttur úr Reykjavík. Jóhanna var honum ekki aðeins góð eiginkona, heldur líka styrkur lífsförunautur og félagi. Hún rak heimili þeirra hjóna af rausn og myndarskap. Einkum reyndi á, þegar Jón var langtímum fjarverandi vegna vinnu sinnar. Síðastliðin ellefu ár hafa þau Jóhanna og Jón búið að Skólagerði 10 í Kópavogi. Heimilið endurspeglar hið hlýja hugarfar sem þar ríkir.
Þau Jón og Jóhanna eignuðust fjögur mannvænleg börn. Kristinn matreiðslunema, Emelíu jassballetkennara, nú við nám í Bandaríkjunum. Jón, starfsmann hjá Pósti og síma og Önnu Helgu, sem er yngst, 16 ára. Jón og Anna Helga búa enn í föðurhúsum.
Nú er Jón Kristinsson horfinn af sjónarsviðinu 52 ára að aldri. Margt verður öðruvísi en ætlað var. Ég veit að hann hefði viljað sjá öllum börnum sínum farborða og fylgjast með framgangi þeirra. Einnig veit ég að þau hjónin, Jón og Jóhanna, áttu sér draum um sameiginleg ævintýr í náinni framtíð. Nú er séð að veruleikinn verður á annan hátt.
Þegar við kveðjum Jón Guðmund Kristinsson standa eftir ljúfar minningar um góðan dreng. Við hjónin minnumst með þakklæti vináttu hans og margra ánægjulegra samverustunda, sérstaklega þess, er þau Jón og Jóhanna heimsóttu okkur hjónin til Sviss um mánaðartíma árið 1980. Þá var ekið um Evrópu og kom glöggt í Ijós að á betri ferðafélaga varð ekki kosið. En öllum ferðum lýkur og leiðir skiljast. Ég óska Jóni mági mínu fararheilla og færi honum þakkir fyrir auðsýnda vináttu og traust. Jóhönnu og börnunum, Emelíu og öðrum aðstandendum Jóns sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi bjartar minningar um góðan vin gefa þeim styrk.
Þór Georg Þorsteinsson
Guðmundur Ingvarsson. F. 25. ágúst 1904. D. 10. mars 1986.
Guðmundur fæddist 25. ágúst 1904 að Minna-Hofi á Rangárvöllum. Foreldrar hans voru Sigríður Steinsdóttir ljósmóðir og Ingvar Ólafsson bóndi.
Guðmundur var 7. í röðinni af 10 bræðrum. Eftir eru á lífi þeir Magnús bóndi frá Minna-Hofi og Sigurgeir kaupmaður á Selfossi.
Ungur fór Guðmundur á vetrarvertíð til Vestmannaeyja eins og bræður hans höfðu gert. Vann hann þá hjá Ársæli Sveinssyni útvegsbónda frá Fögrubrekku. Hér í Eyjum kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Clöru Lambertsen, mestu gæðakonu. Þau giftu sig 20. júní 1931 og eignuðust tvo syni, þá Jóhann Ingvar flugvallarstjóra í Eyjum, giftan Guðbjörgu Kristjánsdóttur og Stein sölumann í Reykjavík, giftan Guðbjörgu Petersen. Barnabörnin eru fimm og eitt barnabarnabarn.
Heimili Mumma og Clöru var mjög myndarlegt og gaman að koma til þeirra, bæði að Vesturhúsum og á Kirkjuveginn. Ógleymanleg eru jólaboðin hjá þeim mektarhjónum. í fyrstu fór ég með pabba og mömmu ásamt systrum mínum og síðar með manni mínum og börnum. Enn í dag minnast þau heimsóknanna.
Ég kynntist frænda mínum vel þegar ég byrjaði að vinna í verslun Ísfélags Vestmannaeyja, en þar var Mummi verslunarstjóri. Hann var mér mjög góður og kom okkur ætíð vel saman, þótt aldursmunurinn væri 30 ár. Töluðum við oft um þá gömlu og góðu daga. Hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja vann hann í 30 ár og lengst af sem verslunarstjóri eða þar til hann veiktist í janúarmánuði 1986, þá orðinn 81 árs gamall.
Jafnhliða daglegum störfum vann hann í fjölda mörg ár hjá Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Öll sín verk vann hann af trúmennsku og natni. Ekki fór mikið fyrir honum frænda mínum. en hann fylgdist vel með og var mjög frændrækinn og var honum ætíð annt um hagi skyldfólks síns. Hann var mikill íþróttaunnandi, lét sig sjaldan vanta á kappleiki. Ég veit að margir munu sakna þess að sjá hann ekki á fótboltavellinum í sumar. Elsku Clara, ég og fjölskylda mín vottum þér og allri fjölskyldunni dýpstu samúð.
Fari frændi minn í friði. friður Guðs hann blessi.
Guðrún Steinsdóttir.
Guðmundur Kristjánsson. F. 23. júní 1915. D. 29. mars 1986.
Guðmundur Kristjánsson frá Hvanneyri var borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum. Hann var sonur þeirra merkishjóna Kristjáns Einarssonar Eyfellings og Guðbjargar Guðmundsdóttir frá Batavíu. Sjómennskan var honum í blóð borin og stundaði hann sjóróðra á sínum yngri árum. Hann var með Karli Guðmundssyni á Ársæli. Þá var hann með Guðna Grímssyni á Maggý. Síðan liggur leiðin til Guðjóns Valdasonar, þar sem Guðmundur frændi var vélstjóri á Kap VE-272. Á Kap með Guðmundi var einnig meðal annarra Einar Guðmundsson frá Málmey. Þetta var fyrir stríð en síðar lágu leiðir þeirra Einars og Guðmundar saman aftur eftir stríð þegar Guðmundur ræður sig sem vélstjóri til Einars á Björgu VE. Það mun hafa verið 1952 og 1953. Á þessum árum miðuðu menn tímatal við fyrir og eftir stríð en í dag mun þó algengara að miða fyrir og eftir gos. Guðmundur frændi var oftast vélstjóri á bátum þessum. Hann stundaði nám við Vélaskólann í Vestmannaeyjum og Iauk þaðan prófi árið 1936. Hann stundaði einnig nám í Matsveinaskóla og var einnig kokkur á hinum ýmsu bátum er því var að skipta, var eiginlega jafnvígur sem vélstjóri og matsveinn. Ég hef það eftir Einari frá Málmey að Guðmundur frændi hafi ekkert haft fyrir matreiðslunni, því hann hafi verið fæddur listakokkur. Eftir veruna á Björg VE fer Guðmundur frændi alfarinn í land og hefur störf hjá ungu þjónustufyrirtæki hér í Eyjum. Fyrirtæki þetta var Flugfélag Íslands h/f til húsa að Skólavegi 2 hér í bæ. Flugið stóð á brauðfótum á þessum árum, en átti síðar eftir að skapa þá þjóðfélagsbyltingu sem öllum er kunn í dag. Guðmundur frændi var einn af þeim sem í upphafi ruddi braut Flugfélags Íslands h/f við ákaflega frumstæðar og erfiðar aðstæður á þeim árum, sé miðað við það sem nú þekkist. Guðmundur Kristjánsson vann hjá Flugfélagi Íslands h/f og síðar Flugleiðum h/f til dauðadags. Hann og eftirlifandi kona hans frú Sigríður Kristjánsdóttir frá Eskifirði, snéru ekki heim til Eyja aftur eftir eldgosið 1973. Guðmundur andaðist þann 29. mars 1986. Útför hans fór fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl 1986, að viðstöddu miklu fjölmenni. Drottinn blessi minningu frænda míns.
Runólfur Gíslason frá Hvanneyri.
Haraldur Eiríksson, raffræðingur. F. 21. júní 1896. D. 7. apríl 1986.
Haraldur fæddist hér í þessum bæ hinn 21. júní 1896. Faðir hans var barnakennari og bjó að Vegamótum, fæddur 11. ágúst 1856 á Ketilstöðum í Mýrdal, flutti til Eyja árið 1880 og lést hér 5. apríl 1931, Hjálmarssonar bónda í Efri Rotum fæddur 1820, dáinn 1904 Eiríkssonar. Móðir Eiríks var Guðrún Jónsdóttir, bónda, Þorlákssonar í Flugu Skaftártungu.
Móðir Haralds var Sigurbjörg Rannveig, fædd 25. nóv. 1864 að Nesjum í Miðnesi, flutti til Eyja 1888 og lést þar 28. okt. 1946, Pétursdóttir úr Hörgárdal, drukknaði í Suðurnesjum um 1870 Ólafsson. Hennar móðir var Elín fædd 1818, dáin 13.jan. 1877, Hjartardóttir, bónda í Grindavík, Jónssonar.
Haraldur ólst upp hér í föðurhúsum við leik og störf. Hann var einstaklega vel gerður, átti gott með að blanda geði við fólk, ljúfur og prúður í allri framkomu. Hann var listrænum hæfileikum búinn, gerðist ungur liðsmaður í lúðrasveit bæjarins, lék á fjölum Leikfélags Vestmannaeyja. Um hann var sagt:
,,Hann var eitthvað svo eðlilegur að manni fannst að samvera með honum á sviðinu væri alls ekki leikur, heldur raunveruleikinn, sem þar færi fram. Hann var eflaust fæddur leikari, en í þeim ættlið hefur leiklistargáfan gengið í erfðir, þar sem móðir hans, Sigurbjörg, þótti góð leikkona..." í sömu ummælum um Harald, er frá því sagt, að hann hafi verið þekktur sem góður tenór-söngvari og þá einnig að kvenfélagið Líkn hafi oft fengi hann til þess aö syngja gamanvísur á skemmtunum félagsins. Þá sat hann 8 ár í Bæjarstjórn Vestmannaeyja og hann var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja og þar stjórnarmaður. Allt þetta sýnir að mannleg samskipti lét hann til sín taka, allsstaðar boðinn og búinn til hjálpar og aðstoðar.
Ungur fór Haraldur til Bandaríkja Norður-Ameríku, lagði þar stund á raffræði, sem varð hans ævistarf. Hér í bæ rak hann vinnustofu og raftækjaverslun um árabil og ófáir eru þeir nemar, sem hann hefur útskrifað. Haraldur var brautryðjandi hér á þessu sviði, sem dæmi má nefna að haustið 1927 hóf hann að raflýsa vélbáta hér. Fyrsti báturinn í Eyjum sem var raflýstur, var Emma VE 219 og svo einn af öðrum. Öllum var ljóst að þó ekki væri nema um 6 volta spennu að ræða, að hér var einstök framför á ferðinni, menn kepptust við að vera hluttakendur í þessum stórkostlegu þægindum.
Haraldur var kvæntur Sólveigu, fæddri 12. okt. 1897, Jesdóttur, prests og kennara að Hóli, fæddur 28. maí 1872 Gíslasonar kaupmanns í Hlíðarhúsi Stefánssonar, stúdents og gullsmiðs, í Selkoti A-Eyjafjöllum, Ólafssonar. Móðir Sólveigar var Kristjana Ágústa, fædd 9. ágúst 1873 að Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, dáin hér 13. júní 1939, Eymundssonar bónda þar Eymundssonar.
Börn þeirra hjóna eru 3 drengir. Elstur er Hörður, kennari, fæddur 11. sept. 1929, þá Eiríkur, kennari, fæddur 12. mars 1931 og svo Agúst Pétur, vélfræðingur, fæddur 13. okt. 1935.
Systkini Haraldar voru 4. Bræðurnir voru 3 og eru þeir allir látnir, 1 systir, Anna, fædd 24. okt. 1902, dvelur nú að Hraunbúðum.
Haraldur bjó lengst að Steinstöðum, fyrir ofan Hraun eins og sagt er, en þar byggði hann sér hús, Árið 1948 tók hann sig upp og flutti alfarinn til Reykjavíkur með fjölskyldu sína, þar mun mestu hafa ráðið menntun drengjanna.
Gísli Engilbertsson.
Hrafn Pálsson. F. 10. mars 1935. D. 19. maí 1986.
Hrafn var fæddur hér í Eyjum sonur hjónanna Bjarnheiðar Guðmundsdóttur og Páls Þorbjörnssonar, sem bæði eru látin.
Eldri Vestmannaeyingar muna þau hjón vel. Páll tók mikinn þátt í opinberu lífi, var alþingismaður. skipstjóri og síðast kaupmaður. Systkini Hrafns voru fjögur og var hann næstelstur.
Að loknu námi hér í Gagnfræðaskólanum fór Hrafn á varðskipin og síðar í Stýrimannaskólann í Reykjavík í farmannadeild, þar sem hann lauk prófi 1957.
Í Stýrimannaskólanum vorum við bekkjarbræður, þrátt fyrir það urðu kynni okkar ekki mikil. Við vorum þrír héðan í sama bekknum, og tveir aðrir Eyjamenn voru í skólanum á þessum árum. Einhvern veginn samlagaðist Hrafn okkur ekki, en að öðru leyti hélt Eyjaliðið vel saman.
Ég veit að svona var þetta annars staðar, sem hann var á sjó og landi. Hann var einfari. Það sem einkenndi hann var prúðmennska og góðar námsgáfur, sem nýttust því miður illa. Hann átti oft erfiða daga, og beið mikið tjón af. En mönnum bar saman um að betri verkmaður væri vandfundinn, hvort sem hann var um borð í togara, fiskibát, varðskipi eða vann í landi. Góður og þægilegur verk- og samstarfsmaður.
Hrafn var lengst af búsettur í Reykjavík, en kom hingað stöku sinnum til starfa ýmist á sjó eða í Iandi. Lengst mun hann hafa verið hér í eitt ár, en venjulega voru þetta stutt tímabil. Ævistarfið, sjómennska, var stundað til síðasta dags, og andlátið bar að, þegar hann var á leið til skips í togarann Karlsefni.
Þrjú uppkomin börn lét Hrafn eftir sig, Sigrún húsfrú í Reykjavík, Hrönn húsfrú í Danmörku og Guðmundur Berg sjómaður í Færeyjum.
Síðustu árin voru honum góð, þá bjó hann með sambýliskonu sinni Dóru Maríu Aradóttur.
Ég sendi hans nánustu dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Hrafns Pálssonar.
Friðrik Ásmundsson.
HJÓNAMINNING:
Rósa Bjarnadóttir. F. 27. febrúar 1919. D. 8. júní 1986.
Bogi Matthíasson. F. 29. september 1911. D. 8. júní 1986.
Það var sem ský drægi fyrir sólu og gleði og væntingar breyttust í sorg og vonleysi, er sú harmafregn barst um Heimaey á fyrri degi
hátíðarhalda sjómannadags 1986, að þau heiðurshjón Rósa Bjarnadóttir og Bogi Matthíasson Litlu-Hólum, væru látin. Samfélag, sem býr í jafn miklu nábýli við náttúruöflin. tekur slíku með lotningu og lýtur sínum almáttuga, en starfið, samgleðin og lífið hefur sinn gang.
Undir fánum dregnum í hálfa stöng fóru hátíðarhöld sjómannadagsins fram með tilhlýðilegri virðingu gagnvart þeim gengnu.
Bogi var sonur hjónanna Matthíasar Finnbogasonar, vélsmiðs og Sigríðar Þorsteinsdóttur, er lengst bjuggu að Litlu-Hólum og þau hafa lengst verið kennd við, svo og börn þeirra átta að tölu.
Ævistarf Boga varð það sama og föður hans og naut hann þar farsællar handleiðslu og var það fátt og lítið, sem þeir réðu ekki við varðandi vélar og verkfæri. Það sem þó einkennir hvað mest hæfni og samviskusemi Boga, er það einstaka lífshlaup, að vinna einu ogsama fyrirtæki í liðlega hálfa öld. 1933 ræðst Bogi til ísfélags Vestmannaeyja, sem vélgæslumaður, þá liðlega tvítugur. Fyrir mér sem ungum dreng, er minningin um Boga frænda og Ísfélagið nátengd og þau voru ekki svo ófá sporin sem maður átti þangað niðureftir til að fá sitt lítið lagfært og alltaf voru viðtökurnar jafn hlýlegar og hressandi.
Öðruhvoru við áramótin 1985-'86 áttum við frændur ánægjulegt spjall saman á heimili þeirra hjóna, þar sem ýmislegt var rifjað upp og þar kom tali okkar að við ákváðum að ræða nánar saman eftir vetrarvertíð og ritja upp og skrá munnmælasögur og annað sem haft var eftir föður hans. Matthíasi og Vigfúsi á Vilborgarstöðum. En um það vorum við sammála að fáir hafi verið meiri ugluspeglar síns tíma, en þeir Matthías og Vigfús, langafi minn á Vilborgarstöðum. En eigi má sköpum renna og svo fór sem fór að annar átti við hann brýnna erindi og enn munu verða leitaðar upp sögur og sagnir af þessum heiðursmönnum, sem höfðu svo gott lag á því að skemmta samferðafólki sínu með græskulausu gamni en ævinlega á eigin kostnað.
Rósa Bjarnadóttir kom til Vestmannaeyja 1937 frá Eskifirði og réðst til starfa hjá þeim hjónum í Klöpp, Guðfinnu og Georg Gíslasyni. Rósa starfaði hjá þeim hjónum, þar til hún stofnaði sitt eigið heimili með Boga.
Börn þeirra eru, Matthías, vélvirki, sem dyggilega hefur fetað í fótspor afa síns og föður. Hann er giftur Guðnýju Guðjónsdóttur frá Þórshöfn og eiga þau tvær dætur. Birna, gift Guðbjarti Herjólfssyni frá Einlandi og eiga þau tvo syni. Rúnar Helgi, sem einnig er vélvirki, eins og bróðir, faðir og afi. Kona hans er Kristný Guðlaugsdóttir, Heiði, og eiga þau tvö börn.
Eins og starfið fer heimilið að Litlu-Hólum ekki út úr fjölskyldunni og nú býr þar Rúnar, yngsti sonur þeirra hjóna. Litlu-Hólar eru og hafa verið einstakt heimili, sem ekki hefur virst svo stórt við fyrstu sýn, en þegar inn var komið var þar nóg rými. Lóðin hefur heldur ekki virkað mikil, en þar var allt vel ræktað og naut allur gróður þess jafnt innanhúss sem utan, að um hann fóru kærleiksríkar hendur, sem gáfu sem mest þær gátu af sjálfum sér, öðrum til blessunar og gleði.
Að afloknu dagsverki var það unun þeirra hjóna að aka um sína kæru eyju og virða fyrir sér fegurð lands og lagar og ófá voru þau sporin sem lágu niður í Klauf og útí Brimurð. Það var í einni slíkri ferð sem leiðir þeirra lágu einnig saman til fyrirheitna landsins.
Friður Guðs blessi minningu þeirra hjóna.
Hermann Einarsson.
Magnús Þórður Ágústsson, bifreiðastjóri. F. 7. júlí 1921. D. 17. júlí 1986.
Síðdegis hinn 17. júlí s.l. bárust mér þau tíðindi, að starfsfélagi minn Magnús Ágústsson, hefði orðið bráðkvaddur undir stýri, þar sem hann var að aka ís í bát inni í Friðarhöfn. Hann náði að stöðva bifreiðina, og var látinn er að var komið.
Magnús var fæddur í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Viktoríu Guðmundsdóttur og Ágústar Þórðarsonar yfirfiskmatsmanns á Aðalbóli. Hann var næstelstur af 6 börnum þeirra hjóna. Á unglingsárum vann Magnús við fiskverkun og ýmis verkamannastörf er til féllu. Snemma tók hann þátt í síldveiðum, og var oftast með aflasælustu skipstjórum á síldveiðiflotanum, sem var eftirtektarvert á þeim tíma, en oftast voru margir menn á biðlista hjá aflasælustu skipstjórum í þá daga. Þá var hann um tíma á skipum er sigldu með ísvarinn fisk til Englands þegar styrjöldin geisaði. Þær siglingar voru þá háskalegar, og fóru íslenskir sjómenn ekki varhluta af þeim siglingum. í nóvember 1950 gerðist Magnús meðlimur í Bifreiðastöð Vestmannaeyja, og varð það hans aðalstarf upp frá því, eða hálfan fjórða áratug.
1. desember 1951, kvæntist hann Guðrúnu Ólafsdóttur, ljósmóður, ættaðri frá Flateyri við Önundarfjörð. Þau hófu búskap að Hásteinsvegi 9, síðar fluttust þau í nýtt hús sem þau byggðu á Kirkjubæjarbraut 5. Þar stóð heimili þeirra til 23. janúar 1973, er eldgosið hófst. Fljótlega eftir að uppbygging hófst aftur á Heimaey, festu þau kaup á húsi við Brimhólabraut 2, og var þar þeirra heimili meðan bæði lifðu. Guðrún lést í maímánuði 1978. Þau eignuðust tvö börn, Valgerði Ólöfu, búsetta í Vestmannaeyjum, hún er gift Haraldi Júlíussyni netagerðarmanni og eiga þau 2 börn, Magnús og Guðrúnu, og Magnús Rúnar. rafvirkja, hann er ókvæntur og búsettur í Reykjavík.
Magnús tók mikinn þátt í félagsmálum bifreiðastjóra. og átti hann sæti í stjórnum félagssamtaka þeirra um margra ára skeið. Hann var einn af þeim bifreiðastjórum er kallaðir voru út í Eyjar til björgunarstarfa þegar eldgosið stóð yfir, og síðan tók hann þátt í endurreisnarstarfinu. Í þeim verkum átti hann gott framlag. í nokkur var hann með sykursýki, sem gerði honum oft mjög erfitt að stunda vinnu sem skyldi.
Magnús var prúðmenni og góður félagi sem seint gleymist þeim er með honum störfuðu, og höfðu af honum kynni. Hann var farsæll bifreiðastjóri, sem jafnan veitti frábæra þjónustu og sem oftast var nátengd sjávarútveginum, og sem varð hans síðasta þjónusta. Fyrir hönd samstarfsmanna hans á Bifreiðastöð Vestmannaeyja, færir undirritaður þakkir fyrir vel unnin störf og þjónustu.
Útför Magnúsar fór fram í Fossvogskirkju, föstudaginn 25. júlí s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Hann var lagður til hinstu hvílu í Fossvogskirkjugarði við hlið konu sinnar.
Börnum hans, aldraðri móður, systkinum og öðrum vandamönnum eru sendar innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Magnús Guðjónsson.
Ingibergur Vilmundarson. F. 15. október 1918. D. 29. ágúst 1986.
Mánudaginn 8. sept. var til grafar borinn móðurbróðir minn. Ingibergur Vilmundarson, og langar mig að minnast hans nokkrum orðum.
Nú þegar ég lít til baka til samleiða okkar frænda míns, koma mér í hug margar ljúfar og litríkar minningar. Ingibergur var ákaflega lífsglaður, vinamargur og skrafhreifinn og mikill vinnuþjarkur. Lengst af vann hann hjá Eimskipafélagi Islands h.f. og þá lengst af til sjós.
Ingibergur fæddist 15. október 1918 í Vestmannaeyjum, sonur Vilmundar Friðrikssonar og Þuríðar Pálsdóttur. Ingibergur var áttundi í röðinni af ellefu systkinum. Fjögur þeirra eru nú eftirlifandi. Ingibergur var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans var Kristín Kristjánsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Þuríði hjúkrunarkonu og Kristján skrifstofustjóra. Síðar kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Tómasardóttur.
Fyrir mér ungum var Ingibergur ákaflega góður frændi og minnist ég ferðalaga með honum í bænum og út úr bænum. Var ég ákaflega hændur að honum og tengslin sterk. Ófáar voru heimsóknir mínar til Margrétar og Ingibergs og var alltaf gott að koma til þeirra og njóta góðrar gestrisni þeirra, þegar ég stundaði nám í Fjölbrautaskólanum og snæddi ég ófáar máltíðirnar í Stigahlíðinni hjá þeim og fékk mér síðan blund á sófanum á eftir.
Heimili þeirra var sem mitt annað heimili og leið mér ávallt vel hjá þeim hjónum.
Mannkostir Margrétar koma mjög skýrt fram eftir að Ingibergur missti heilsuna og starfsgetu, en þá varð hún að sjá heimilinu farborða. jafnframt að vera honum ástrík og styrk stoð í hans erfiðu veikindum.
Begga, en svo var hann jafnframt nefndur af vinum og kunningjum, minnist ég með söknuði og vil færa eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúðarkveðjur.
Vor œvi stuttrar stundar, er stefna til drottins fundar,
að heyja lífs og liðinn dóm
En mannsins sonur mildi skal máttur standa í gildi.
Húm boðar oss engils róm. (Einar Benediktsson).
Einar Þór Jónsson.
Einar Hjartarson. F. 31. janúar 1926. D. 31. ágúst 1986
Einar Hjartarson var í þennan heim fæddur þann 3 1. janúar 1926, en fór í sína hinstu ferð, þann 31. ágúst 1986. Út í óvissunnar straumöldutraf. En er sú íhugun og um spurt, Hvað, hver, hvert? Hví varst þú bára, Einars, bát að fylla? Bágt átt þú enn þitt heljarskap að stilla.
Einar heitinn var ekki rangstæður innan vítateigs lífsbaráttunnar, þá hann hafði öðlast orku og aldur í föðurgarði, Geithálsi, sem hann var löngum kenndur við. Hann hélt ungur úr foreldrahúsum, út á ýmsa akra atvinnulífsins, til starfa. Hann sótti m.a. á fiskimið ogaflaði sérog öðrum til viðurværis og í undirstuðla þjóðarbúsins.
Einar var heill og sjálfum sér samkvæmur. Hann var fjáður af móðurmálsins orðaforða og talaði tæpitungulaust um hugðarmál sín, sem hann trúði á og treysti. Vinarþel Einars og trygglyndi var óbrigðult.
Einar heitinn hlaut í vöggugjöf frjóanga fagmannsins, sem síðar þroskaðist. Hann nam og öðlaðist þá vinnuþekkingu að geta nýsmíðað, breytt og lagfært úr málmblendi, járni og hörðu stáli, ýmis mót og form og aðlagað til nytsamlegra nota til sjós og lands. Þar fór saman snilli og útsjónarsemi fagmannsins. Þá var Einar heitinn vélavölundur. Hann var útsjónarsamur við að nýta og breyta mætti hvítu kolanna í afl og orku, með margflóknum dælum, tannhjólafjöld og gangráðstækniásum vélarinnar. Hann hafði og næmt eyra fyrir aflslagshljómi véla og var fljótur að greina ef einhver óraásinn, öxullegur eða gangráðstengi emjuðu eða ískruðu vegna vöntunar á mýkjandi legi. Þá var Einar fljótur að lagfæra og úrbæta. Einar var þróttmikill vélgæslumeistari, einarður og ósérhlífinn.
Ég þakka látnum samstarfsmanni góð kynni, sem og félagslegt samstarf og ótalmargar ánægjulegar samverustundir.
Æðsti Sjóli vor, gef þú dánum ró, en þeim líkn sem lifa.
Jón I. Sigurðsson.
Hlöðver Einarsson yfirvélstjóri. F. 11. nóvember 1945. D 25. desember 1986.
Í miðri hátíð ljóssins, jólahelginni, barst sú harmafregn að flutningaskipið Suðurlandið hefði farist á leið sinni frá íslandi til Rússlands. Af ellefu manna áhöfn komust aðeins fimm af eftir 14 tíma baráttu í stórlöskuðum gúmmíbáti í náttmyrkri og stórsjó.
Á slíkum stundum koma margar áleitnar spurningar í hugann, hvernig getur það gerst að vel búið skip skuli bera lægri hlut við ekki verri aðstæður en voru þegar slysið átti sér stað og af hverju einmitt í miðri mestu hátíð kristinna manna, jólunum. Spurningar af þessu tagi hljóta að leita á við slíkar harmafregnir, en svörin eru fá.
Einn þeirra, sem beið lægri hlut í baráttu fyrir lífi sínu við náttúruöflin þessa nótt, var Hlöðver Einarsson, vélfræðingur, sem var yfirvélstjóri skipsins í þessari ferð.
Hlöðver Einarsson var fæddur 11. nóvember 1945 í Vestmannaeyjum. Sonur Einars Runólfssonar, skipstjóra, og konu hans, Vilborgar Einarsdóttur. Hlöðver lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja árið 1960 og prófi frá iðnskóla sama staðar 1963. Að loknum iðnskóla lá leið Hlöðvers í Vélskóla íslands en þaðan lauk hann 4. stigs prófi. Vélvirkjanám stundaði hann í Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar í Reykjavík og lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1972.
Hlöðver kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Káradóttur, þann 22. nóvember 1969 og þau eiga tvö börn, Sigurð Helga og Hlín.
Strax á meðan á námi stóð og að því loknu stundaði Hlöðver vélstjórastörf bæði á fiski- og farskipum og var þegar Hafskip hætti rekstri orðinn fastur vélstjóri hjá því skipafélagi, en jafnhliða stundaði hann nám í rafvirkjun. og hefði lokið sveinsprófi í þeirri iðngrein ef ævin hefði enst.
Hlöðver var mjög virkur í félagsmálum og var kjörinn í stjórn Vélstjórafélags íslands á árinu 1977 fyrir kaupskipavélstjóra og sat í þeirri stjórn þegar hið hörmulega slys bar að höndum.
Við, sem sátum með Hlöðver í stjórn félagsins, minnumst hans sem ósérhlífins góðs drengs, sem talaði tæpitungulaust um hlutina og gekk til hverra þeirra trúnaðarstarfa, sem honum voru falin, af lífi og sál. Alltaf tilbúinn að takast á við þau mál, sem upp komu. Þá var aldrei spurt um stund né stað heldur lagt á brattann, trúr málstaðnum með sigurvissu að leiðarljósi.
Við leiðarlok er þakklæti efst í huga og ósk um farsæla ferð yfir móðuna miklu til þeirra heima sem okkar allra bíða. Megi farsæld bíða hans þar.
Eftirlifandi eiginkonu, börnum, foreldrum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að veita þeim huggun og frið.
F.h. Vélstjórafélags íslands, Helgi Laxdal.
25.12. 1986
Heim á slóðir kærar
kom ég þessi jól.
Allar brautir færar
í huga mér skein sól.
Skjótt í lofti skipast veður,
skelfileg harmafregn.
Lífið hann Hlöðver kveður
í huga mér ríkir regn.
Þann jólagest við fengum
sem sorg í hjörtun flytur,
og sorgin hlífði engum
í sálinni hún situr.
En hversdagsleikinn kemur
til okkar allra brátt.
Við sorgina hann semur um
Frið og sátt.
Anna Vígsteinsdóttir, Svíþjóð.
(Systurdóttir Hlöðvers).
Sveinn Adolf Sigurjónsson, bifreiðastjóri. F. 2. apríl 1934. D. 3. janúar 1987.
Um hádegisbil, laugardaginn 3. janúar s.l. varð vinur minn og samstarfsmaður Adolf Sigurjónsson bráðkvaddur. Sonur hans hringdi til mín og sagði mér að pabbi hans hefði verið að deyja. Mér varð fyrst orða fátt, en sagði svo ósjálfrátt, „þurfti þetta endilega að koma fyrir". Mér var kunnugt um að hann átti við of háan blóðþrýsting að stríða, en að hann, sem var ennþá svo ungur, yrði hrifinn burt fyrirvaralaust kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, því þessu erum við jafnan óviðbúin.
Hann hét fullu nafni Sveinn Adolf Sigurjónsson, sonur hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur og Sigurjóns Eiríkssonar, er bjuggu á Boðaslóð 1 hér í bæ. 7 urðu börn þeirra hjóna, allt drengir, og er Addi, eins og hann var jafnan nefndur, næst yngstur, og þriðji sonurinn sem kveður þetta líf.
Að loknu barnaskólanámi tók alvara lífsins við. í fyrstu hóf hann vinnu í frystihúsi Fisk og ís H-30, undir verkstjórn Sigurðar Friðrikssonar. Þar vann hann í nokkur ár. Þá fór hann á síldveiðar norðanlands eins og títt var um unga menn í Vestmannaeyjum. Það var um þær mundir er síldveiðar voru að leggjast af vegna aflaleysis. Upp úr því fór Addi á vertíðarbáta og var með mörgum þekktum aflamönnum. Oft hafði hann gaman að segja okkur félögunum frá broslegum atvikum er hann var til sjós. Þar fór ekkert fram hjá, maður lifði sig inn í frásögnina. Þar bar hæst það tímabil er hann var með Sigga Vídó á m/b Lunda, þar voru góðir karlar samankomnir að hans sögn og dró skipstjórinn ekki úr með sínu innleggi. Um tíma starfaði Addi við heildverslun Karls Kristmanns sem bifreiðastjóri. Karl hafði á hendi heildverslun og afgreiðslu á flugvélum fyrir Flugfélag íslands h.f. Þar vann Addi við flutning á vörum og fólki um skeið, eða þar til hann fékk inngöngu á Bifreiðastöð Vestmannaeyja í byrjun árs 1956. Þar hefur hann starfað nær því samfellt í þrjá áratugi.
Árið 1958 hóf Addi búskap með eftirlifandi konu sinni Herdísi Tegeder frá Háeyri. Þau byrjuðu búskap á æskuheimili hans að Boðaslóð 1. Þar bjuggu þau til ársins 1969 er þau fluttu í nýtt hús, sem þau byggðu sér að Hrauntúni 13, hús sem ber fagurt vitni um dugnað og snyrtimennsku fjölskyldunnar. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, en það eru þrír synir, mestu myndarmenn, og hafa tveir þeirra stofnað sín heimili og reka sitt hvort bifreiðaverkstæðið hér, og er þriðji sonurinn enn í foreldrahúsum og ætlar að feta í fótspor bræðra sinna, þar sem hann er að leggja fyrir sig nám í bifvélavirkjun. Synirnir eru Sigurjón, hans kona er Kristín Elfa Elíasdóttir, og eiga þau einn son, þá er Gunnar, en hans kona er Svava Bjarnadóttir, og eiga þau einn son. Yngstur er Jón Steinar, hann er ókvæntur.
Í lífi sínu var Addi mikill atorku- og dugnaðarmaður. Hann hafði jafnan fastar skoðanir á hinum ýmsu málefnum bifreiðastjóra, og fylgdi jafnan eftir að ekki væri tekið á málum með vettlingatökum, og talaði jafnan tæpitungulaust er honum féll eitthvað miður meðal okkar samherja. Addi var jafnan hrókur alls fagnaðar hvar sem hann bar að garði, og vakti jafnan eftirtekt með glettni og spaugi. Það kom oft fyrir að við unnum saman í nefndar- og stjórnarstörfum fyrir félagssamtök okkar. Og jafnan fór vel á með okkur. Oft átti hann til í alvarlegum viðræðum á stjórnar- og samningafundum að leggja til léttara spjall, er kom mönnum til að brosa og víkja frá aðalatriðum. Í mörg ár stóðum við fyrir ársfögnuðum bifreiðastjóra, og var Addi þar einn af aðalmönnum og oft valinn sviðsstjóri. Er nú mikill sjónarsviptir að kempulegum félaga, sem jafnan setti mikinn svip á okkar litla samfélag í Eyjum.
Við björgunarstörf og uppbyggingu Eyjunnar okkar eftir hamfarirnar dró hann ekki af sér. Hann var einn af okkur er tók til óspilltra málanna. I fyrstu var ekki annað að sjá en allt væri að fara undir gjall og rennandi hraun, og skipti þá mestu um að bjarga verðmætum. Í þeim verkum og endurreisnarstörfum átti hann mikinn þátt og stórt innlegg í vel heppnaðri uppbyggingu.
Addi var mjög lipur bifreiðastjóri og farsæll í starfi, sem seint gleymist þeim er með honum störfuðu og höfðu af honum kynni.
Fyrir hönd samstarfsmanna hans á Bifreiðastöð Vestmannaeyja færir undirritaður þakkir fyrir samstarfið og frábæra þjónustu.
Um leið og við bifreiðastjórar kveðjum Adolf hinstu kveðju, vottum við ástvinum hans innilegustu samúð okkar. Góður drengur er genginn, og hefur skilið eftir sig ógleymanlegar minningar.
Guð blessi minningu hans.
Magnús Guðjónsson.
Ingibergur Gíslason. F. 16. janúar 1897. D. 15. janúar 1987.
Þeim fœkkar óðum er fremstir stóðu
og fögnuðu vori í grœnni hlíð.
Og stríðustu straumvötnin óðu
og storkuðu regni og hríð.
G.F.
Mér þykir sem þessar ljóðlínur eigi vel við, er góðkunningi minn og vinur, Ingibergur Gíslason er kvaddur hinstu kveðju. son er kvaddur hinstu kveðju.
Hann var fæddur í Sjávargötu á Eyrarbakka og foreldrar hans voru þau hjónin Jónína Þórðardóttir og Gísli Karelsson, en hann drukknaði á besta aldri með bróður sínum Ingvari, á Stokkseyri.
Jónína giftist aftur Ögmundi Þorkelssyni kaupmanni á Eyrarbakka en þau fluttu til Reykjavíkur.
Ingibergur fór ungur að stunda sjóinn og innan við tvítugt var hann búinn að vera á bátum og skútum.
Og nú segir frá því hvernig skildi milli feigs og ófeigs:
1918 þegar hann var 21 árs gamall hafði hann um haustið verið á skútu sem Þórarinn Egilsson átti og gerði út ásamt fleirum í Hafnarfirði. Þórarinn kaupir nú lítinn mótorbát tæp 9 tonn að stærð og gerir hann út frá Njarðvík þessa vertíð. Ekki hafði þessi bátur verið gerður út árið áður sökum þess að hann var með ónýta vél. Nú var sett ný vél í bátinn og gert að honum sem þurfa þótti. Þórarinn ræður mannskap á bátinn og fær Ingiberg til þess að verða þar háseti og róa, en ekki vera í landi og beita. Eftir að Ingibergur hætti á skútunni hafði hann farið heim til sín skömmu fyrir jólin og haldið þau heilög með foreldrum og systkinum. Hann dvaldi nú heima þar til hann var kallaður í verið um miðjan febrúar. Gangandi fer hann með pjönkur sínar á bakinu austan frá Eyrarbakka og suður í Njarðvíkur. Þetta var frostaveturinn mikla 1918 og þá allt frosið sem frosið gat. og hafði ferðin suður verið heldur kalsöm. Sjóhús þeirra var mjög nærri sjónum og þar geymdu þeir allt sem til þurfti við bátinn, veiðarfæri og sjóklæði.
Formaður á bátnum var Aðalsteinn Magnússon í Hólfastkoti 21 árs gamall, giftur en barnlaus. Vanur sjómaður, stilltur vel og gætinn og er þá að byrja sinn formannsferil. Vélamaður er Sigurbjörn Magnússon aðeins tvítugur að aldri og hafði lokið mótoristaprófi um haustið, hann var ógiftur. Guðmundur Magnússon háseti 21 árs, þessir þrír fyrrnefndu voru allir úr Njarðvíkum. Fjórði maðurinn var Hjörtur giftur Ásu Egilsdóttur og voru þau búsett í Akureyjum á Breiðafirði. Þau áttu 5 börn, elsta 9 ára og yngsta árs gamalt.
Ingibergur var sá fimmti, ógiftur og barnlaus.
Þeir höfðu farið tvo róðra fyrir hinn örlagaríka dag 22. febrúar. Nú, það vill svo til að þessa nótt vill Hjörtur ólmur fá að róa í staðinn fyrir Ingiberg. Í fyrstu þvertekur Ingibergur fyrir það, en lætur þó undan sárnauðugur að lokum.
Hann ætlar að lána Hirti sjógallann og fer með honum niður í sjóhúsið þar sem hann var geymdur, og átti að hanga þar á nagla. En hann var þá ekki á sínum stað og þeim tekst ekki að finna hvernig sem þeir leita. Hjörtur fær nú lánaðan galla hjá einhverjum öðrum, og þeir halda síðan á sjóinn.
Ekki kvaðst Ingibergur muna hvernig veðurútlit var þessa nótt frekar en margar aðrar á þessum árum, þó svo að seinna hefði hann farið að velta veðri og veðurútliti athygli, því ekki löngu seinna gerðist hann formaður og var það fram á gamals aldur, gætinn og farsæll alla tíð.
En hann kvaðst muna að veður hefði verið kalt mjög og frost nokkuð. Hann fer nú heim og sefur til morguns. Er hann lítur út þá sér hann að mikinn og svartan bakka hefur dregið upp við hafsbrún, og þessi bakki nálgast óðum og eftir skamma stund er komið snarvitlaus útsynnings áhlaup með svarta byl.
Hann fer nú niður í sjóhúsið til þess að beita og það fyrsta sem hann rekur augun í er sjógallinn hans hangandi á sínum stað. Þetta þótti honum dálítið furðulegt og bregður nokkuð, því þeir höfðu leitað að honum með logandi ljósi en ekki fundið. Einhver beygur sótti að honum en hafði þó ekki orð á því við neinn. Veðrið hélst svona allan daginn og bátarnir eru að tínast inn einn og einn, en ekki kemur Njörður. Undir myrkur eru allir komnir nema hann, og það eru engar fréttir af honum. Og það líður nóttin, en undir morgun er veðrið farið að ganga niður.
Bátar fara nú út til þess að leita að Nirði en sú leit ber engan árangur og aldrei spurðist meira til hans. Þarna fórust 4 bráðungir og harðfrískir sjómenn, menn sem áttu alla framtíðina fyrir sér.
Þeim var þarna í einni svipan svipt á brott frá ættingjum og vinum. Byggðin var hnípin, hún hafði misst greinar'af stofni sínum, sem aldrei urðu aftur á græddar.
Hvað var þarna að ske?
Ingibergur var trúaður maður og sagði að þarna hefðu örlögin ráðið, og þarna hefði sannast hið fornkveðna: „Eigi verður feigum forðað, né ófeigum í hel komið".
Og Ingibergur átti eftir að lifa langa ævi, hann hefði orðið níræður daginn eftir að hann dó. Svona er það.
Ingibergur var fróður og sagði vel frá og mundi vel liðna tíð og hafði gaman af að rifja upp gamlar sagnir um undarleg fyrirbæri, einkum var það frá Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem hann þekkti svo vel til frá æskuárum sínum. Að Sandfelli komu líka margir skýrir og glöggir menn og rifjuðu upp liðna atburði með honum, svo sem eftirminnilega róðra, útilegur og sjóslys og aðra atburði sem þeim þótti merkilegir einhverra hluta vegna.
Ég var stundum áheyrandi þessara manna og naut þess að hlusta á þá og undraðist oft yfir því hve minnugir þessir menn voru.
Konu sína, Arnýju Guðjónsdóttur frá Sandfelli missti hann 1942 frá fimm börnum, Guðjóni, Jónínu, Matthíasi, Ingu og Árnýju.
Með sambýliskonu sinni Lovísu Guðmundsdóttur átti hann tvær dætur, Guðrúnu og Guðmundu.
Ingibergur kom ungur til Eyja og gerðist snemma formaður og seinna eigandi að mótorbátnum Auði VE, og formaður með hana alla tíð þar til hann hætti sjómennsku þá vel fullorðinn.
Seinustu 3 árin hafði hann dvalið á Sjúkrahúsinu hér í Eyjum við góða umönnun starfsfólks, og þá ekki síður konu sinnar Lovísu sem kom til hans daglega er hún hafði heilsu til, og stytti honum daginn. Aðstandendum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Farðu vel kæri vinur og hafðu þökk fyrir allt.
Sigmundur Andrésson.
Karl Sigurhansson. F. 21. janúar 1898. D. 24. janúar 1987.
Karl var borinn og barnfæddur í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Þaðan er skammt „inn á Mörk" og þangað átti Karl margar ferðirnar áður en lauk.
Karl fluttist ungir til Eyja og stundaði þar vertíðarstörf, reri á Austfjörðum og var á síld. Landið mun þó hafa átt betur við hann en sjórinn. Hann lærði skósmíði, kom sér upp verkstæði og vann að iðn sinni í fjölda ára. Ég kynntist Karli fyrst í skósmíðastofunni og þau kynni urðu löng og góð frá hans hendi. Þá er tímar liðu fóru menn að henda biluðum skóm og keyptu nýja. Karl hætti að skóa og gerðist póstmaður fram að gosi 1973.
Karl var einn stofnenda Knattspyrnufélagsins Týs 1921. Langhlaup var sérgrein hans. Hann var léttur á fæti og þolinn og lét hvergi sinn hlut, en þó manna ljúfastur í umgengni og æðrulausastur.
Það þóttu ekki lítil tíðindi er Karl varð sigurvegari í 5000 m hlaupi 1931, þá að byrja fertugsaldurinn, og íslandsmeistari í þeirri grein til 1933. Þá tók við 10.000 m hlaupið 1931-34 og methafi í þeirri grein nærfellt tvo áratugi. En allt er þá þrennt er; sigurvegari í Hafnafjarðarhlaupi 1932-34.
Í ágústmánuði 1932 stendur í blaðinu Ingjaldi: „Karl Sigurhansson hljóp Álafosshlaupið alveg nýlega og setti nýtt met. Það var að mér heyrðist í útvarpinu allt að tveim mínútum betur en eldra metið. Karl verður einhvern tíma keppandi á Olympíuleikum — vonandi." Þetta munu vera orð Kr. Linnets þáverandi bæjarfógeta, ritstjóra blaðsins.
Þá er Karl var spurður um þennan frægðarferil sinn bar hann sem minnst mál í þá hluti, þetta atvikaðist bara svona. Hann gekk hægt um gleðinnar dyr.
Karl var félagshyggjumaður. Hann var einn stofnenda Ferðafélags Vestmannaeyja 1945 og í ferðarnefnd meðan félagið starfaði. Hann tók að sér leiðsögn í flestum ferðum félagsins til „meginlandsins", eitt sumarið fjórum sinnum, og það án nokkurrar þóknunar.
Það var gaman að vera í ferðum með Karli. Ég minnist t.d. Hekluferðar vorið 1947. Við sátum fyrir ofan aðalgíginn, glóandi hnullungar féllu niður hlíðina. Ekki álitlegt að fara hærra. En Karl lagði einn á brattann, það mætti reyna. Komst nokkuð á leið, vék sér fimlega undan eldkúlunum. Okkur félögum hans leist ekki á þetta og létti er við sáum göngumann snúa við.
Karl var meðal stofnenda Taflfélags Vestmannaeyja 1936 og fyrsti formaður. Hann var talinn meðal bestu skákmanna hér í bæ.
Um fimmtugt fór Karl að leggja stund á alþjóðamálið Esperanto og stofnaði með öðrum esperanto-klúbbinn La Verda Insulo 1947.
Nú er löngu og farsælu lífshlaupi Karls Sigurhanssonar lokið og samfylgd þökkuð.
Haraldur Guðnason.
Þórarinn G. Jónsson. F. 18. maí 1921. D. 24. apríl 1987.
Þórarinn Gísli Jónsson, fyrirrennari minn hjá Bátaábyrgðafélaginu, lést í Hafnarfirði 24. apríl s.l., var útför hans frá Hafnarfjarðarkirkju 30. apríl að viðstöddu fjölmenni.
Þórarinn var fæddur í Vestmannaeyjum 18. maí 1921, sonur Þórunnar Markúsdóttur og Jóns Gíslasonar, Ármóti við Skólaveg. Þórarinn nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan 1944. Starfaði hann um árabil með Óskari Sigurðssyni, endurskoðanda og stofnaði síðar og rak bókhaldsskrifstofu fyrir mörg útgerðar- og þjónustufyrirtæki í bænum. Þá gerði hann einnig út bát, m/b Þórunni VE 28 með Markúsi bróður sínum. Á árunum 1963-1974 var Þórarinn forstjóri Bátaábyrgðarfélagsins eins og fyrr greinir frá.
Með Þórarni er genginn, langt um aldur fram, traustur og vandaður maður, er allir virtu mikils, er honum kynntust. Hann var mjög fær í starfi, og var það m.a. haft á orði, er hann hóf störf hjá Skattstofunni í Hafnarfirði, þar sem hann vann síðustu árin. Að Þórarinn væri fyrsti maðurinn, sem þar kom til starfa og ekki þurfti á neinni tilsögn að halda.
Þórarinn var afar þægilegur maður og skemmtilegur í viðmóti, vinsæll meðal allra, er til hans leituðu, og þeir voru margir, ekki síst útgerðarmenn, sem eiga góðar minningar um áratuga samskipti við hann, sem öll voru á einn og sama veg.
Það var mikil eftirsjá, er Þórarinn ákvað að flytja úr bænum eftir gos, og löngu er það nú viðurkennt, að mesti skaði fyrir Eyjarnar við náttúruhamfarirnar, var að sjá á bak öllu því góða fólki, sem þá tók ákvörðun að snúa ekki heim á ný. Þórarinn var heilsuskertur um árabil, en karlmennska hans og þrautseigja var með ólíkindum, sem kom fram í vinnuhörku hans til hinsta
dags.
Í einkalífi var Þórarinn gæfumaður, en 1954 kvæntis hann Elínu Vilhjálmsdóttur frá Sæbergi við Urðaveg, hinni mætustu konu, er reyndist honum stoð og stytta. Reistu þau sér hús við Ásaveg 18 hér og síðar Mosabaði 9 í Hafnarfirði, falleg heimili sem báru húsráðendum fagurt vitni.
Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp dreng, Pétur, og ættleiddu. Hann er nú 19 ára við smíðanám í Hafnarfirði, mesti efnismaður.
Það er söknuður í hugum ástvina Þórarins, Elín og Pétur hafa misst mest, en þau hafa líka fyrir mikið að þakka, allar ljúfu minningarnar um öðlingsmanninn, Þórarinn frá Ármóti.
Guð blessi minningu hans, og gefi ástvinum styrk.
Jóhann Friðfinnsson.
Sigurður Ögmundsson. F. 18. desember 1928. D. 25. apríl 1987.
Laugardaginn 2. maí s.l. var til moldar borinn Sigurður Ögmundsson frá Litla-landi. Eftir harða baráttu hafði maðurinn með ljáinn yfirhöndina.
Sigurður fæddist á Kornhóli í Vestmannaeyjum 18. desember 1928 ogeru foreldrarhans, Ögmundur Ólafsson vélstjóri og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Sigurður er fjórði í röðinni af 10 börnum þeirra hjóna, og er annar sonur þeirra sem látist hefur. Hinn var Jón Sveinbjörn, sem lést 1945. Árið 1935 flutti fjölskyldan að Litla-landi við Kirkjuveg og var Sigurður löngum kenndur við þann stað. Í æsku var hann í sveit undir Eyjafjöllum, þá var hann og eitt ár mjólkurpóstur í Þórlaugargerði. Sjómennsku byrjaði hann aðeins 14 ára að aldri, enda stefndi hugur hans þangað. Vélstjóranámskeið tók hann 1946 og var vélstjóri og háseti á mótorbátum, þar til hann fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1951, en þaðan lauk hann hinu meira fiskimannaprófi.
Fyrsta skip, er hann stjórnaði sem skipstjóri. Var hin þekkta happa- og aflafleyta Ísleifur VE 63 (aflagrænn). Síðan tók hann við stærra skipi hjá sömu útgerð Ísleifi III. og vann hann þessari útgerð á annan tug ára sem skipstjóri. Sigurður var skipstjóri á mörgum öðrum vertíðarbátum og var jafnan aflasæll. Seinasta skip, er hann stjórnaði, var Suðurey, var það árið 1976.
Skipstjórnarferill hans spannaði rúm 20 ár og átti hann því láni að fagna að missa aldrei mann af skipi sínu.
Eftir að hann fór í land stundaði hann vélgæslustörf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Árið 1952 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Þórunni Margréti Traustadóttur úr Grímsey. Þau hófu búskap sinn á Litla-landi og keyptu síðar Sólbakka við Hásteinsveg og bjuggu þar lengst. Þeim varð þriggja barna auðið. Elst er Inga Dóra, fædd 1954, gift Friðriki Karlssyni. Þau eiga þrjár dætur og eru búsett í Danmörku. Ögmundur Brynjar, fæddist 1955, kvæntur danskri konu, Elsu. Þau eru búsett í Danmörku. Anna Linda. fædd 1960, gift Magnúsi Hermannssyni, þau eiga tvö börn og búa á Gufuskálum.
1985 fluttust þau Sigurður og Þórunn að Selfossi. Þar hóf Sigurður störf á Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Arnesinga og vann þar til hann varð að hætta vegna veikinda.
Í veikindum sínum naut hann frábærrar umhyggju konu sinnar, þrek, kjarkur og fórnfýsi Þórunnar var aðdáunarverður. Lagði hún nótt við dag við að hlynna að honum á heimili þeirra. Það var óska hans að vera þar þangað til yfir lyki.
Sigurður lést á heimili sínu hinn 25. apríl 1987.
Mágur.