Þórunn Markúsdóttir (Sandprýði)
Þórunn Markúsdóttir í Sandprýði, húsfreyja fæddist 23. september 1892 í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum og lést 1. júní 1921 í Sandprýði.
Foreldrar hennar voru Markús Þórðarson bóndi í Hamragörðum og síðar á Lágafelli í A-Landeyjum, f. 25. júlí 1860 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, d. 31. október 1898 á Lágafelli, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, síðar í Fagradal, f. 10. júlí 1851 í Dalseli u. V-Eyjafjöllum, d. 15. júní 1936 í Eyjum.
Faðir Þórunnar lést, er hún vr tæpra 6 ára. Móðir hennar fluttist með hana til Eyja 1900, en hún var send í fóstur að Seljalandsseli u. Eyjafjöllum og var þar 1901, ,,lifir á styrk frá móður sinni‘‘. Hún fór frá Seljalandsseli 1902 að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð og var þar hjú 1910.
Þórunn fluttist til Eyja 1914, var vinnukona í Fagradal í lok ársins, var hjá móður sinni þar 1915-1917, vinnukona í Sandprýði 1918, kona Jóns Gíslasonar þar 1919.
Hún ól Markús þar 1920 og Þórarin Gísla 1921, en lést skyndilega 2 vikum síðar.
Maður Þórunnar, (7. júní 1919), var Jón Gíslason, síðar á Ármótum (Ármóti), f. 4. janúar 1888, d. 20. febrúar 1970.
Börn þeirra voru:
1. Markús Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri, starfsmaður Olíuverslunar Íslands, síðast í Reykjavík, f. 3. apríl 1920, d. 27. apríl 1998.
2. Þórarinn Gísli Jónsson skrifstofumaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. maí 1921, d. 24. apríl 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]