Jón Ísak Sigurðsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Sigurðsson


Jón Ísak Sigurðsson
Jón ungur að árum.

Jón Ísak Sigurðsson fæddist í Merkisteini í Vestmannaeyjum 7. nóvember 1911 og lést 28. júní 2000. Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson bátasmiður og Sigríður Árnadóttir. Árið 1939 kvæntist Jón Klöru Friðriksdóttur frá Látrum í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust fjögur börn, Friðrik, Svövu Sigríði, Guðjón Þórarinn og Ragnar.

Að loknu barnaskólaprófi fór Jón í unglingaskóla sem þá var starfræktur í Eyjum. Seinna, árið 1933, lauk hann prófi frá vélstjórnarnámskeiði sem veitti 50 hestafla réttindi sem síðar voru hækkuð í 250 hestöfl.

Jón á Látrum, eða Jón lóðs eins og hann var oft kallaður, var hafnsögumaður í tugi ára. Jón sat í bæjarstjórn á vegum Sjálfstæðisflokksins um árabil og var formaður hafnarstjórnar í áratugi. Ýmsum fleiri ábyrgðarstöðum gegndi hann, lengi í stjórn Bátaábyrgðarfélagsins, formaður í Björgunarfélagi Vestmannaeyja í 28 ár, formaður í Starfsmannafélagi Vestmannaeyja í 20 ár og ræðismaður Norðmanna um langt skeið svo nokkuð sé nefnt. Þá var Jón einn af hvatamönnum þess að reyndur var svifnökkvi - loftpúðaskip milli lands og Eyja.

Jón Ísak var kjörinn heiðursborgari Vestmannaeyja á 75 ára afmæli kaupstaðarins, þann 14. febrúar 1994.

Sjá einnig Blik 1957/Hafnsögumannsstörfin áður fyrr, grein eftir Jón Ísak. Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Jón Ísak Sigurðsson


Heimildir

  • Morgunblaðið, 15. júlí 2000. Minningargreinar um Jón Ísak Sigurðsson.

Myndir