Viktoría Guðmundsdóttir (Aðalbóli)
Viktoría Guðmundsdóttir húsfreyja á Aðalbóli fæddist 22. febrúar 1897 á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi og lést 12. janúar 1995.
Foreldrar hennar voru Elín Magnúsdóttir frá Baugsstöðum, þá ekkja þar, f. 4. desember 1854, d. 11. apríl 1944, og barnsfaðir hennar Guðmundur Brynjólfsson frá Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi, síðar bóndi á Sólheimum þar, f. 10. janúar 1865, d. 7. maí 1952.
Viktoría ólst upp með ekkjunni móður sinni og hálfsystkinum sínum í fyrstu, var með vinnukonunni móður sinni á Baugsstöðum 1910.
Hún fluttist til Eyja 1915, var vinnukona í Stakkagerði við giftingu 1918 og til 1922, leigðu í Vestra Stakkagerði 1920-1922.
Þau eignuðust 3 börn í vinnumennsku sinni.
Viktoría og Ágúst reistu Aðalból og voru flutt þangað með 3 börn sín 1923, bjuggu þar síðan meðan sætt var og eignuðust þar tvö börn.
Þau fluttust til Reykjavíkur vegna gossins 1973 og bjuggu þar síðan.
Ágúst lést þar 1977. Viktoría dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík og lést 1995. Hjónin voru grafin í Eyjum.
Maður Viktoríu, (9. nóvember 1918), var Ágúst Þórðarson yfirfiskimatsmaður, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977.
Börn þeirra voru:
1. Betsý Gíslína Ágústsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1919 í Stakkagerði-vestra, d. 22. apríl 2016.
2. Magnús Þórður Ágústsson bifreiðastjóri, f. 7. maí 1921 í Stakkagerði-vestra, d. 17. júlí 1986.
3. Guðmundur Siggeir Ágústsson verslunarmaður, f. 25. október 1922 í Stakkagerði-vestra, d. 17. október 2006.
4. Elín Jóhanna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1925 á Aðalbóli, d. 13. október 2021 á Hrafnistu í Reykjavík.
5. Esther Ágústsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, f. 30. september 1928 á Aðalbóli, d. 31. júlí 1967.
6. Viktoría Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, kennari, starfsmaður á bókasafni, útgerðarmaður, f. 9. október 1937 á Aðalbóli, d. 4. apríl 2020.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.