Anna Helga Kristinsdóttir
Anna Helga Kristinsdóttir húsfreyja fæddist 28. ágúst 1932 á Brekastíg 33
og lést 23. ágúst 1995 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jóhann Kristinn Guðmundsson vélstjóri, f. 3. nóvember 1904 á Kaldalæk á Vattarnesi v. Reyðarfjörð, d. 18. febrúar 1943, er m.s. Þormóður fórst, og kona hans, Jústa Emelía Benediktsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1908 í Ólafsvík, d. 5. júlí 1993.
Börn Emelíu og Kristins:
1. Anna Helga Kristinsdóttir, f. 28. ágúst 1932, d. 23. ágúst 1995. Fyrri maður hennar Roy Gustaf Olsson, látinn. Síðari maður hennar Þór Georg Þorsteinsson, látinn.
2. Jón Guðmundur Kristinsson, f. 8. nóvember 1933, d. 12. febrúar 1986. Kona hans Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir, látin.
3. Rudólf Kristinsson, f. 17. júlí 1936, ókvæntur.
Börn Emilíu og Þormóðar Ottós Jónssonar:
4. Ragnheiður Kristín Þormóðsdóttir, f. 12. mars 1943. Maður hennar Ólafur Björn Guðmundsson.
5. Arnþór Brynjar Þormóðsson, f. 10. ágúst 1944, d. 6. maí 2005. Fyrrum kona hans Jóna Benediktsdóttir.
Fósturbarn þeirra Emelíu og Þormóðs:
6. Ingþór Pétur Þorvaldsson, f. 6. janúar 1960.
Anna Helga var með foreldrum sínum, en þau skildu 1940.
Þau Roy Gustaf giftu sig, bjuggu í Bandaríkjunum. Hann lést í slysi 1969.
Anna sneri til Íslands. Þau Þór giftu sig 1974.
Anna Helga lést 1995 og Þorsteinn Þór 2002.
I. Fyrri maður Önnu Helgu var Roy Gustaf Olsson, f. 30. mars 1930, d. 9. maí 1969 af slysförum.
II. Síðari maður Önnu Helgu, (18. janúar 1974), var Þorsteinn Þór Gregor Þorsteinsson byggingaverkfræðingur, f. 26. nóvember 1935, d. 7. maí 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 1. september 1995. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.