Ingibergur Vilmundarson (Hjarðarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Ingibergur Vilmundarson)
Fara í flakk Fara í leit
Ingibergur Vilmundarson.

Ingibergur Vilmundarson frá Hjarðarholti, verkamaður, sjómaður, farmaður fæddist þar 15. október 1918 og lést 29. ágúst 1986.
Foreldrar hans voru Vilmundur Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. september 1883, d. 20. maí 1923, og kona hans Þuríður Pálína Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945.


ctr
Fjölskyldan frá Hjarðarholti.

Aftari röð frá v. Jóhann Vilmundarson, Kristinn Vilmundarson, Karl Vilmundarson, Skarphéðinn Vilmundarson, Ingibergur Vilmundarson. Fremri röð frá v. Lilja Vilmundardóttir, Laufey Vilmundardóttir, Pálína Þuríður Pálsdóttir móðir þeirra, Unnur Vilmundardóttir og Fjóla Vilmundardóttir.
Óþekktur ljósmyndari. Myndin er í eigu Sigurðar Kristinssonar Vilmundarsonar.

Börn Þuríðar og Vilmundar:
1. Karl Friðrik Vilmundarson, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983.
2. Kristinn Eyjólfur Vilmundarson, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
3. Skarphéðinn Vilmundarson, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
4. Laufey Vilmundardóttir, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979.
5. Hannes Vilmundarson, f. 1914, d. 3. desember 1914, 7 vikna gamall.
6. Unnur Vilmundardóttir, f. 21. nóvember 1915, d. 14. ágúst 1999.
7. Fjóla Vilmundardóttir, f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl 1998.
8. Ingibergur Vilmundarson, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986.
9. Jóhann Vilmundarson, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
10. Lilja Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 25. mars 2008.
11. Rósa Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 27. mars 1922.

Ingibergur var með foreldrum sínum fyrst ár sín, en faðir hans lést, er Ingibergur var á fimmta árinu. Hann var með móður sinni og systkinum í Hjarðarholti 1930, flutti til Reykjavíkur með henni 1934.
Hann gerðist sjómaður, var lengi hjá Eimskipafélagi Íslands.

Ingibergur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 22. mars 1917, d. 19. apríl 1990. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Kristján G. Þorvaldsson umboðsmaður, verkstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð, f. 9. maí 1881, d. 8. júlí 1968, og Arnfríður Guðmundsdóttir saumakona, f. 8. nóvember 1892, d. 26. október 1986.
Börn þeirra:
1. Þuríður Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. febrúar 1951. Maður hennar Sæmundur Einar Valgarðsson.
2. Kristján Örn Ingibergsson skrifstofustjóri, f. 14. ágúst 1949. Kona hans Sigurbjörg G. Halldórsdóttir.

II. Síðari Kona Ingibergs var Margrét Guðný Þyrí Tómasdóttir verslunarmaður, skipsþerna, f. 11. janúar 1919, d. 29. maí 2007. Foreldrar hennar voru Tómas Guðnason skipstjóri, f. 30. maí 1887, d. 31. maí 1929, og kona hans Solveig Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1895, d. 19. mars 1929.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.