Valtýr Brandsson (Kirkjufelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valtýr í nóvember 1969.
Bæjarstarfsmenn í kaffipásu undir hlöðuveggnum í Vatnsdal: f.v. Guðmundur Pálsson, Guðjón Þorsteinsson, Kristinn Pálsson, Bergvin (Beggi vinur) og Valtýr Brandsson

Valtýr Brandsson verkstjóri fæddist 3. júní 1901 og lést 1. apríl 1976.

Hann var kvæntur Ástu Sigrúnu Guðjónsdóttur. Saman áttu þau 13 börn og ólu auk þess eitt barn til viðbótar.

Frekari umfjöllun

Valtýr Brandsson frá Önundarstöðum u. Eyjafjöllum, sjómaður, vélamaður, verkamaður, verkstjóri fæddist þar 2. júní 1901 og lést 1. apríl 1976.
Foreldrar hans voru Brandur Ingimundarson bóndi, f. 6. febrúar 1863, d. 16. október 1936, og Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1865, d. 23. janúar 1960. Brandur var síðari maður Jóhönnu og hún síðari kona hans.

Ættbogi

Börn Jóhönnu og fyrri manns hennar Valtýs Sveinssonar:
1. Auðbjörg Valtýsdóttir húsfreyja á Garðstöðum, f. 8. ágúst 1889, d. 14. ágúst 1963. Maður hennar var Ólafur Eyjólfsson útgerðarmaður og formaður, f. 4. febrúar 1891, d. 31. júlí 1956.
2. Jón Valtýsson bóndi á Kirkjubæ, f. 23. október 1890, d. 13. maí 1958, kvæntur Guðrúnu Hallvarðsdóttur húsfreyju, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993.
3. Sveinn Ármann Valtýsson, f. 5. janúar 1898, d. 10. maí 1927.
4. Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja á Kirkjuhól, f. 5. ágúst 1896, d. 25. maí 1974. Maður hennar var Kjartan Árnason skipstjóri og útgerðarmaður, f. 2. október 1896, d. 18. júní 1929.

Börn Jóhönnu og Brands Ingimundarsonar hér nefnd:
5. Valtýr Brandsson verkstjóri, f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976.
6. Vigfús Bjarni Brandsson, f. 24. nóvember 1903, d. 3. júní 1904.
7. Eggert Brandsson bóndi á Önundarhorni, f. 19. febrúar 1906, d. 16. janúar 1988.
8. Guðrún Magnúsína Brandsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júlí 1908, d. 31. desember 1991.

Börn Brands og fyrri konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju hér nefnd:
9. Sigríður Brandsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 25. ágúst 1887, d. 1. ágúst 1966, kona Gísla Ingvarssonar, f. 20. júní 1887, d. 28. ágúst 1968.
10. Guðrún Brandsdóttir húsfreyja á Bessastöðum f. 17. apríl 1895, d. 16. desember 1981. Maður hennar var Eyjólfur Gíslason skipstjóri, f. 22. maí 1897, d. 7. júní 1995.
11. Ingimundur Brandsson bóndi í Ystabæli u. Eyjafjöllum, f. 9. ágúst 1889, d. 16. júlí 1973.
12. Ketill Kristján Brandsson netagerðarmaður í Bólstað, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975.
Fósturbarn Brands Ingimundarsonar og Jóhönnu var
13. Auróra Alda Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 6. mars 1913, d. 11. maí 1995, kona Sigfúsar Guðmundssonar frá Hólakoti u. Eyjafjöllum, skipstjóra, f. 28. júní 1912, d. 10. nóvember 1995.

Valtýr var með foreldrum sínum í æsku, var staddur á Hrútafelli 1910, var með foreldrum sínum 1920.
Hann flutti til Eyja 1929, var vélamaður á Hvoli við Heimagötu 1930, verkamaður á Hvoli 1940 og 1945, sjómaður á Kirkjufelli 1949.
Þau Ásta Sigrún giftu sig 1929, eignuðust 12 börn, en misstu þrjú þeirra í bernsku. Auk þess gerðist Valtýr kjörfaðir Helgu dóttur Ástu, og þau fóstruðu barn Helgu. Þau Ásta Sigrún bjuggu í fyrstu í Sjólyst, þá í allmörg ár á Hvoli. Þau fluttu herbragga úr Stórhöfða og reistu neðarlega í Löngulág og nefndu Kirkjufell. Síðar byggðu þau við Strembugötu 10 og héldu nafninu.

I. Kona Valtýs, (2. nóvember 1929), var Ásta Sigrún Guðjónsdóttir frá Krókatúni í Hvolhreppi, f. 5. september 1905 í Varmadal á Rangárvöllum, d. 10. maí 1999.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Valtýsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 17. júní 1930 í Sjólyst. Maður hennar Þórarinn Brynjar Þórðarson, látinn.
2. Stúlka, f. 12. júlí 1931 á Hvoli, d. 7. september 1931.
3. Ása Valtýsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1933 á Hvoli, d. 24. apríl 1981. Maður hennar Georg Sigurðsson, látinn.
4. Vilborg Valtýsdóttir, f. 17. mars 1936 á Hvoli, d. 3. júlí 1938.
5. Sveinn Ármann Valtýsson matsveinn, býr í Hafnarfirði, f. 4. apríl 1937 á Hvoli. Kona Kristín Rósa Jónasdóttir.
6. Guðbrandur Valtýsson sjómaður, býr í Njarðvík, f. 5. ágúst 1939 á Hvoli. Kona hans Hrefna Jónsdóttir, látin.
7. Ástvaldur Valtýsson sjómaður, vélstjóri, fiskverkandi, f. 5. febrúar 1941 á Hvoli, d. 27. maí 2003. Kona hans Halldóra Sigurðardóttir.
8. Auðberg Óli Valtýsson bæjarstarfsmaður, f. 15. desember 1944 á Kirkjufelli, d. 5. júní 1994. Kona hans Margrét Óskarsdóttir, látin.
9. Kristín Valtýsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1946 á Kirkjufelli. Maður hennar Gunnar Árnason, látinn.
10. Jón Valtýsson sjómaður í Eyjum, f. 17. apríl 1948 á Kirkjufelli. Kona hans Þórhildur Guðmundsdóttir.
11. Sigríður Valtýsdóttir, f. 18. maí 1949 á Kirkjufelli, d. 19. október 1953.
12. Óskar Valtýsson verkamaður, býr í Eyjum, f. 7. mars 1951 á Kirkjufelli. Kona hans Hanna M. Þórðardóttir.
Barn Ástu Sigrúnar og kjörbarn Valtýs:
13. Helga Valtýsdóttir húsfreyja, starfsmaður Pósts og síma, bjó í Garðabæ, f. 21. júlí 1928 í Krókatúni í Hvolhreppi, d. 19. apríl 2020. Maður hennar er Björn Björnsson.
Barn Helgu Valtýsdóttur og fósturbarn Ástu og Valtýs:
14. Ásta María Jónasdóttir húsfreyja, f. 22. október 1947 á Kirkjufelli. Maður hennar Hallgrímur Júlíusson.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.