Kjartan Árnason (Kirkjuhól)
Kjartan Árnason, Kirkjuhól, fæddist 2. október 1896 að Ketilstöðum í Mýrdal. Kjartan fluttist ungur til Vestmannaeyja og hóf sjómennsku ungur að árum. Hann varð formaður árið 1919 þegar hann lét smíða vélbát sem hét Gylfi VE-218. Var hann formaður á honum fram til 1929 þegar hann lést.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
Frekari umfjöllun
Kjartan Árnason á Kirkjuhól, sjómaður, bátsformaður, útgerðarmaður fæddist 2. október 1896 á Ketilsstöðum í Mýrdal, V-Skaft. og lést 18. júní 1929.
Foreldrar hans voru Árni Runólfsson frá Holti í Álftaveri, V-Skaft., vinnumaður, bóndi á Ketilsstöðum, f. 16. maí 1901, drukknaði á ferð til Eyja 16. maí 1901, og bústýra hans Elín Runólfsdóttir, síðar húsfreyja í Brekkuhúsi, f. 20. september 1873 á Ketilsstöðum, d. 7. mars 1969.
Barn Elínar og Árna Runólfssonar í Eyjum:
1. Kjartan Árnason sjómaður, bátsformaður á Kirkjuhól, f. 2. október 1896, d. 18. júní 1929. Kona hans var Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1896 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 25. maí 1974.
Börn Elínar og síðari manns hennar Guðmundar Pálssonar:
2. Elías Guðmundsson vélstjóri, f. 24. mars 1909 í Eyjum, d. 11. febrúar 1931.
3. Guðfinnur Guðmundsson skipstjóri, f. 25. júní 1912, d. 22. nóvember 1945, kvæntur Olgu Karlsdóttur húsfreyju, f. 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976.
4. Guðmann Adólf Guðmundsson vélstjóri í Sandprýði, f. 4. apríl 1914, d. 4. nóvember 1997. Kona hans var Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir frá Draumbæ, f. 27. janúar 1918, d. 4. janúar 1996.
Kjartan var með foreldrum sínum á Ketilsstöðum til 1898, fósturbarn þar 1898-1905.
Hann fluttist til Eyja 1905, var hjá móður sinni og Guðmundi stjúpa sínum í Jómsborg 1910, í Hjálmholti 1920, á Kirkjuhól 1922.
Hann bjó á Kirkjuhól 1923 og 1924 og bústýra hans var Sigríður Valtýsdóttir.
Þau Sigríður giftu sig 1925, eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést á unglingsaldri.
Kjartan var bátsformaður og síðan einnig útgerðarmaður.
Hann lést 1929 og Sigríður 1974.
I. Kona Kjartans, (1925), var Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1896 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 25. maí 1974.
Börn þeirra:
1. Óskar Kjartansson frá Kirkjuhól, sjómaður, bókbindari, húsvörður, f. 4. febrúar 1925, d. 23. maí 1995. Ókv.
2. Elín Kjartansdóttir frá Kirkjuhól, f. 23. júlí 1926, d. 24. apríl 1942.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.