Sigríður Valtýsdóttir (Kirkjuhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Valtýsdóttir á Kirkjuhól, húsfreyja, fiskvinnslukona fæddist 5. ágúst 1896 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum og lést 25. maí 1974.
Faðir hennar var Valtýr bóndi á Önundarhorni, f. 12. september 1856 í Sólheimahjáleigu í Mýrdal, d. 27. júní 1899, Sveinsson bónda í Sólheimahjáleigu og síðan í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, f. 20. ágúst 1823 í Ormskoti þar, d. 4. júní 1887 á Rauðafelli þar, Sigurðssonar bónda í Sólheimahjáleigu, f. 1793, d. 20. apríl 1841 þar, Bjarnasonar, og konu Sigurðar, Hallberu húsfreyju, f. 30. október 1794, á lífi á Eyjarhólum þar 1858, Sveinsdóttur.
Móðir Valtýs á Önundarhorni og kona Sveins í Sólheimahjáleigu var Auðbjörg húsfreyja, f. 1819 í Pétursey, d. 9. nóvember 1884 í Skarðshlíð, Einarsdóttir bónda í Pétursey í Mýrdal, f. 1774 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, drukknaði í Hafursárútfalli 17. maí 1822, Brandssonar, og konu Einars Brandssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1786 í Keflavík, d. 29. ágúst 1889 í Hemru í Skaftártungu, Björnsdóttur.

Móðir Sigríðar og kona Valtýs var Jóhanna húsfreyja á Önundarhorni, f. 7. júní 1865, d. 23. janúar 1960 í Eyjum, Jónsdóttir bónda á Söndum í Meðallandi, f. 10. júlí 1830 á Syðri-Steinsmýri þar, d. 28. febrúar 1871, drukknaði í lendingu við Dyrhólaós, Jónssonar bónda víða, lengst á Syðri-Steinsmýri, en síðast í Langholti þar, f. 27. júní 1794 á Undirhrauni þar, d. 17. júlí 1843 í Langholti þar, Ólafssonar, og síðari konu Jóns, Margrétar húsfreyju, f. 1789 líklega í Háu-Kotey í Meðallandi, d. 18. júlí 1876 í Langholti, Jónsdóttur.
Móðir Jóhönnu á Önundarhorni og kona Jóns bónda þar var Guðrún húsfreyja í Langholti og Söndum í Meðallandi, f. 30. janúar 1841, d. í apríl 1937, Magnúsdóttir prests í Hraungerði, á Sandfelli í Öræfum, en síðast í Meðallandsþingum, f. 5. júní 1814, d. 22. apríl 1854, Jónssonar Nordahls, og konu sr. Magnúsar, Rannveigar húsfreyju, f. 1813, d. 1857, Eggertsdóttur.

Börn Jóhönnu og Valtýs í Eyjum:
1. Auðbjörg Valtýsdóttir á Garðstöðum, húsfreyja f. 8. ágúst 1889 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 14. ágúst 1963.
2. Jón Valtýsson bóndi á Kirkjubæ, f. 23. október 1890, d. 13. maí 1958. Kona hans var Guðrún Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993.
3. Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja á Kirkjuhól, f. 5. ágúst 1896, d. 25. maí 1974. Maður hennar var Kjartan Árnason skipstjóri og útgerðarmaður, f. 2. október 1896, d. 18. júní 1929.
Hálfbróðir Sigríðar Valtýsdóttur, af sömu móður, var
3. Valtýr Brandsson verkstjóri, f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976. Kona hans var Ásta Sigrún Guðjónsdóttir, f. 5. sept. 1905, d. 10. maí 1999.
Stjúpsystkini Sigríðar, börn Brands Ingimundarsonar síðari manns Jóhönnu Jónsdóttur, af fyrra hjónabandi hans voru:
4. Sigríður Brandsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 25. ágúst 1887, d. 1. ágúst 1966, kona Gísla Ingvarssonar.
5. Guðrún Brandsdóttir húsfreyja á Bessastöðum f. 17. apríl 1895, d. 16. desember 1981. Maður hennar var Eyjólfur Gíslason skipstjóri, f. 22. maí 1897, d. 7. júní 1995.
6. Ketill Kristján Brandsson netagerðarmaður í Bólstað, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975. Barnsmóðir hans var Steinunn Jónsdóttir í Norðurgarði, f. 19. ágúst 1903, d. 4. nóvember 1976.

Sigríður var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar lést, er hún var tæpra þriggja ára.
Hún var með ekkjunni móður sinni á Önundarhorni 1901, til heimilis hjá henni, en stödd á Rauðafelli u. Eyjafjöllum 1910, með móður sinni og Brandi Ingimundarsyni stjúpföður sínum 1920.
Sigríður flutti til Eyja 1922.
Hún var vinnukona á Kirkjuhól 1923, bústýra Kjartans þar 1924 og er þau giftu sig 1925. Þau eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést á unglingsaldri.
Kjartan lést 1929.
Sigríður bjó með börnin á Kirkjuhól 1930 og enn 1942, vann fiskvinnslustörf. Elín dóttir hennar lést 1942 úr heilabólgu.
Hún var leigjandi í Drangey, Kirkjuvegi 84 1945, en fluttist úr Eyjum á síðari hluta fimmta áratugarins.
Sigríður lést 1974, grafin í Eyjum.

I. Maður Sigríðar, (1925), var Kjartan Árnason frá Ketilsstöðum í Mýrdal, sjómaður, bátsformaður á Kirkjuhól, f. 2. október 1896, d. 18. júní 1929.
Börn þeirra:
1. Óskar Kjartansson frá Kirkjuhól, sjómaður, bókbindari, húsvörður, f. 4. febrúar 1925, d. 23. maí 1995. Ókv.
2. Elín Kjartansdóttir frá Kirkjuhól, f. 23. júlí 1926, d. 24. apríl 1942.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.