Sigríður Brandsdóttir (Uppsölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Brandsdóttir frá Krókvelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Uppsölum-vestri fæddist 25. ágúst 1887 í Klömbru u. Eyjafjöllum og lést 1. ágúst 1966.
Faðir hennar var Brandur bóndi á Miðbæli undir Eyjafjöllum 1890, ekkill á Önundarhorni 1901, kvæntur bóndi að nýju þar 1910, f. 6. febrúar 1863, d. 16. október 1936, Ingimundarson bónda í Klömbru 1870, f. 25. maí 1829, d. 16. apríl 1884, Sigurðssonar bónda í Langagerði í Stórólfshvolssókn 1840, f. 5. ágúst 1799, d. 8. apríl 1846, Snorrasonar, og konu Sigurðar Snorrasonar, Valgerðar húsfreyju, f. 1. október 1801, d. 17. mars 1894, Bergsteinsdóttur.
Móðir Brands og kona Ingimundar í Klömbru var Sigríður húsfreyja, f. 9. ágúst 1833, d. 26. desember 1909, Jónsdóttir bónda í Miðbæli, f. 21. janúar 1787, d. 2. janúar 1871, Björnssonar, og konu Jóns í Miðbæli, Kristínar húsfreyju, f. 1797, Bjarnadóttur.

Móðir Sigríðar og fyrri kona Brands var Guðrún húsfreyja á Miðbæli 1890, f. 19. janúar 1858, d. 20. ágúst 1899, Jónsdóttir eldri bónda í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd 1855, í Nýjabæ þar 1860, f. 1821, Ketilssonar bónda, kirkjuhaldara og meðhjálpara í Kirkjuvogi í Höfnum 1835, f. 1793 í Sviðholti á Álftanesi, d. 14. september 1869, Jónssonar, og fyrri konu Ketils í Kirkjuvogi, Vigdísar húsfreyju, f. 1795, d. 5. júní 1830, Jónsdóttur í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd, Daníelssonar.
Móðir Guðrúnar á Miðbæli og kona Jóns Ketilssonar var Sigríður húsfreyja, f. 1831, Jónsdóttir bónda, f. 20. janúar 1808, d. 26. ágúst 1862, Jónssonar, og konu Jóns Jónssonar, Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Systir Sigríðar var
1. Guðrún Brandsdóttir húsfreyja á Bessastöðum f. 17. apríl 1895, d. 16. desember 1981.
Bróðir Sigríðar var
2. Ketill Kristján Brandsson verkamaður, netagerðarmaður, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975.
Hálfbróðir Sigríðar var
3. Valtýr Brandsson verkstjóri, f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976.

Sigríður var tökubarn hjá Kristínu Brandsdóttur á Raufarfelli 1890, ættingi á Rauðafelli 1901.
Hún eignaðist Guðjón Sigurð í Eyjum í júní 1910 og giftist Gísla í júlí. Hjónin voru hjá foreldrum Gísla á Raufarfelli u. Eyjafjöllum við manntal 1910, fluttust um Holtsós að Bergi 1911, bjuggu í Vestri-Uppsölum 1913 og síðan. Sigríður lést 1966 og Gísli 1968.

I. Maður Sigríðar, (8. júlí 1910), var Gísli Ingvarsson frá Brennu u. Eyjafjöllum, f. þar 20. júní 1887, d. 28. ágúst 1968.
Börn þeirra:
1. Guðjón Sigurður Gíslason netagerðarmaður, múrari, f. 19. júní 1910 á Bergi, d. 6. apríl 1987. Kona hans var Laufey Bergmundsdóttir.
2. Jóhann Ingvar Gíslason sjómaður, vélstjóri, húsasmiður, f. 27. ágúst 1917 á Uppsölum, síðast í Reykjavík, d. 25. desember 2007. Kona hans var Hrefna Elíasdóttir, f. 24. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 3. júní 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.