Sólveig Snorradóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sólveig Snorradóttir frá Keflavík, húsfreyja fæddist þar 16. júlí 1956 og lést 24. ágúst 1996 á Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Foreldrar hennar voru Snorri Hólm Vilhjálmsson múrarameistari, f. 25. júní 1906 að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, d. 25. ágúst 1979, og kona hans Sólbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1913 í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, d. 28. september 1966.

Sólveig var með foreldrum sínum.
Hún lauk landsprófi í Skógaskóla og nam einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1973-1974. Hún lauk sjúkraliðanámi 29. apríl 1977.
Sólveig vann eitt ár við barnagæslu og heimilishjálp í Svíþjóð. Hún vann störf sjúkraliða á Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Þau Jón Einar giftu sig 1979, eignuðust tvö börn, og Jón á eitt barn frá fyrra hjónabandi sínu. Þau bjuggu í Eyjum, en fluttu til Ytri-Njarðvíkur 1983, bjuggu þar á Holtsgötu 1, fluttu síðar til Keflavíkur, bjuggu þar síðast á Elliðavöllum 5.
Sólveig lést 1996.

I. Maður Sólveigar, (4. ágúst 1979), er Jón Einar Guðmundsson frá Lyngbergi, umsjónarmaður á Keflavíkurflugvelli, f. 18. apríl 1950.
Börn þeirra:
1. Kristinn Sólberg Jónsson iðnnemi, f. 13. maí 1979 í Eyjum, d. 18. desember 2005.
2. Snorri Hólm Jónsson fiskeldistæknir, f. 3. janúar 1990.
Barn Jóns:
3. Nikólína Jónsdóttir byggingafræðingur, f. 16. janúar 1974. Barnsfaðir hennar Hannibal Þ. Ólafsson. Fyrrum maður hennar Sigurjón Hannesson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.