Jóel Guðmundsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóel Guðmundsson.

Jóel Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, trillukarl fæddist 1. júlí 1936 í Skálavík í Fáskrúðsfirði og drukknaði 4. mars 1981.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfur Jóelsson sjómaður, bóndi, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965, og sambúðarkona hans Laufey Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. október 1910 í Móakoti á Álftanesi, d. 15. júlí 1995.

Börn Laufeyjar og Guðmundar:
1. Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir, f. 25. október 1929 á Hvanneyri, d. 28. febrúar 1948.
2. Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1931 á Hvanneyri.
3. Jóel Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 1. júlí 1936 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
4. Bjarni Guðmundsson sjómaður, skipstjóri, f. 10. ágúst 1938 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
5. Drengur, f. 28. júlí 1942, d. 25. október 1942.
6. Þorgeir Guðmundsson sjómaður, rafvirki, tónlistarmaður, f. 10. september 1944 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, d. 23. október 2017.
7. Sigurbjörn Unnar Guðmundsson sjómaður, smiður, f. 22. júlí 1947 í Háagarði.
8. Ómar Guðmundsson sjómaður, beitningamaður, f. 30. júní 1953 í Háagarði.
9. Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15. janúar 1958, d. 21. nóvember 1960, drukknaði í Vilpu.

Jóel var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Skálavík og flutti með þeim til Eyja 1946.
Hann öðlaðist vélstjóra, og skipstjóraréttindi 1957.
Jóel fór snemma til sjós, fyrst með föður sínum, síðar var hann háseti, vélstjóri og stýrimaður hjá Stefáni í Gerði á þrem Halkionum í 10 ár. Hann var skipstjóri á Ísleifi II vertíðina 1960.
Jóel, Bjarni og Unnar létu smíða Báru VE 1969-1970 og réru þeir á bátnum, fluttu bátinn með sér í Garð á Miðnesi við Gosið 1973. Þeir Bjarni og Jóel fórust með bátnum 4. mars 1981.
Þau Guðrún giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í húsi foreldra hennar á Kirkjubæ, keyptu síðan Eystri Oddsstaði og bjuggu þar með vært var.

I. Kona Jóels, (11. október 1958), var Guðrún Rannveig Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 10. desember 1939, d. 19. maí 2015.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson bifreiðastjóri, f. 5. maí 1958. Ókv.
2. Sævar Ingi Jóelsson verkamaður, f. 19. nóvember 1963. Ókv.
3. Lilja Jóelsdóttir starfsmaður leikskóla, f. 28. júlí 1965. Maður hennar Guðjón Vilmar Reynisson.
4. Sigrún Jóelsdóttir húsfreyja í Noregi, f. 7. júlí 1969. Maður hennar Baldvin Rúnar Vilhjálmsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.