Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson búfræðingur, bóndi, bifreiðastjóri fæddist 5. maí 1958.
Foreldrar hans voru Guðrún Rannveig Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 10. desember 1939, d. 19. maí 2015, og maður hennar Jóel Guðmundsson frá Háagarði, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 1. júlí 1936, drukknaði 4. mars 1981.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri.
Guðmundur bjó á Skammbeinsstöðum í Holtahreppi, Rang. 1984-1986, átti síðan heima í Keflavík og er bifreiðastjóri.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.