Ómar Guðmundsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ómar Guðmundsson frá Háagarði, sjómaður, trillukarl, beitningamaður fæddist þar 30. júní 1953.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfur Jóelsson sjómaður, bóndi, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965, og sambúðarkona hans Laufey Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. október 1910 í Móakoti á Álftanesi, d. 15. júlí 1995.

Börn Laufeyjar og Guðmundar:
1. Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir, f. 25. október 1929 á Hvanneyri, d. 28. febrúar 1948.
2. Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1931 á Hvanneyri.
3. Jóel Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 1. júlí 1936 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
4. Bjarni Guðmundsson sjómaður, skipstjóri, f. 10. ágúst 1938 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
5. Drengur, f. 28. júlí 1942, d. 25. október 1942.
6. Þorgeir Guðmundsson sjómaður, rafvirki, tónlistarmaður, f. 10. september 1944 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, d. 23. október 2017.
7. Sigurbjörn Unnar Guðmundsson sjómaður, smiður, f. 22. júlí 1947 í Háagarði.
8. Ómar Guðmundsson sjómaður, beitningamaður, f. 30. júní 1953 í Háagarði.
9. Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15. janúar 1958, d. 21. nóvember 1960, drukknaði í Vilpu.

Ómar var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Ómar var 13 ára. Hann var síðan með móður sinni og fluttist með henni í Garðinn á Miðnesi við Gos 1973. Þar bjuggu þeir Bjarni, Þorgeir og Ómar með Laufeyju móður sinni í Eyjaholti 9.
Ómar stundaði sjómennsku, átti og réri á Hlýra með Þorgeiri bróður sínum, flutti til Eyja 1992, stundaði sjó á ýmsum bátum, m.a. Glófaxa, Kap og Gæfunni, flutti aftur í Garðinn 2002.
Þau Ingibjörg Anna giftu sig 1978, eignuðust fjögur börn. Þau búa í Eyjaholti 9.

I. Kona Ómars, (15. júlí 1978), er Ingibjörg Anna Bjarnadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 13. júní 1958 á Drangsnesi í Strand.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Bára Ómarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 15. janúar 1979. Maður hennar Vignir Már Þorgeirsson.
2. Laufey Guðmunda Ómarsdóttir öryggisvörður, f. 9. júlí 1981. Fyrrum maður hennar Guðmundur Magnússon.
3. Halla Björk Ómarsdóttir húsfreyja, starfsmaður á elliheimili í Svíþjóð, f. 24. apríl 1985. Maður hennar Arnar Elvar Jónsson.
4. Árný Þöll Ómarsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1990. Maður hennar Jón Eyberg Helgason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.