Bjarni Guðmundsson (Háagarði)
Bjarni Guðmundsson frá Háagarði, sjómaður, skipstjóri, trillukarl fæddist 10. ágúst 1938 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfur Jóelsson sjómaður, bóndi, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965, og sambúðarkona hans Laufey Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. október 1910 í Móakoti á Álftanesi, d. 15. júlí 1995.
Börn Laufeyjar og Guðmundar:
1. Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir, f. 25. október 1929 á Hvanneyri, d. 28. febrúar 1948.
2. Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1931 á Hvanneyri.
3. Jóel Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 1. júlí 1936 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
4. Bjarni Guðmundsson sjómaður, skipstjóri, f. 10. ágúst 1938 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
5. Drengur, f. 28. júlí 1942, d. 25. október 1942.
6. Þorgeir Guðmundsson sjómaður, rafvirki, tónlistarmaður, f. 10. september 1944 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, d. 23. október 2017.
7. Sigurbjörn Unnar Guðmundsson sjómaður, smiður, f. 22. júlí 1947 í Háagarði.
8. Ómar Guðmundsson sjómaður, beitningamaður, f. 30. júní 1953 í Háagarði.
9. Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15. janúar 1958, d. 21. nóvember 1960, drukknaði í Vilpu.
Bjarni var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Skálavík að Háagarði í Eyjum 10. október 1946.
Bjarni hóf sjómennsku með föður sínum á trillunni Hlýra og eignaðist bátinn 1960 og var formaður á honum þangað til þeir bræður Jóel, Bjarni og Unnar létu smíða 12 smálesta bát, Báru VE 141 1970. Bræðurnir Þorgeir og Ómar keyptu Hlýra og var hann fluttur til Sandgerðis í Gosinu og síðan seldur 1977 og eignuðust þeir annan bát með sama nafni. Þeir Bjarni, Jóel og Unnar gerðu Báruna út. Jóel og Bjarni voru í róðri 4. mars 1981 norðvestur af Garðskaga, er báturinn fórst með þeim bræðrum.
Bjarni var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 16. maí 1981.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.