Laufey Sigurðardóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Laufey Sigurðardóttir.

Laufey Sigurðardóttir húsfreyja í Háagarði fæddist 19. október 1910 í Litlabæ á Álftanesi og lést 15. júlí 1995 í Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson þurrabúðarmaður, sjómaður f. 26. janúar 1871 í Marteinstungusókn, Rang., d. 19. nóvember 1918, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1879 í Friðrikskoti á Álftanesi, d. 20. júní 1941.

Laufey missti föður sinn, er hún var átta ára. Hún var send í fóstur og var barn á Hala í Ásahreppi í Rang. 1920 og ólst þar upp, flutti til Eyja 1927.
Þau Guðmundur eignuðust 9 börn, en misstu tvö þeirra á ungum aldri. Þau bjuggu á Hvanneyri við Vestmannabraut 60 1927 og komu að Skálavík í Fáskrúðsfirði 1935, bjuggu þar uns þau fluttu þaðan til Eyja 6. október 1946. Þau bjuggu í Háagarði. Guðmundur lést 1965.
Laufey flutti við Gos 1973 í Garðinn og bjó með Bjarna, Þorgeiri og Ómari sonum sínum í Eyjaholti 9 í Garði. Hún lést 1995.

I. Sambúðarmaður Laufeyjar var Guðmundur Eyjólfur Jóelsson sjómaður, bóndi, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir, f. 25. október 1929 á Hvanneyri, d. 28. febrúar 1948.
2. Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1931 á Hvanneyri.
3. Jóel Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 1. júlí 1936 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
4. Bjarni Guðmundsson sjómaður, skipstjóri, f. 10. ágúst 1938 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
5. Drengur, f. 28. júlí 1942, d. 25. október 1942.
6. Þorgeir Guðmundsson sjómaður, rafvirki, tónlistarmaður, f. 10. september 1944 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, d. 23. október 2017.
7. Sigurbjörn Unnar Guðmundsson sjómaður, smiður, f. 22. júlí 1947 í Háagarði.
8. Ómar Guðmundsson sjómaður, beitningamaður, f. 30. júní 1953 í Háagarði.
9. Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15. janúar 1958, d. 21. nóvember 1960, drukknaði í Vilpu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.