Guðrún Guðjónsdóttir (Skúmsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Guðjónsdóttir.

Guðrún Guðjónsdóttir frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., húsfreyja fæddist þar 16. mars 1913 og lést 15. desember 2013 á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jóngeirsson bóndi á Brekkum, f. 29. maí 1863 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 2. febrúar 1943, og kona hans Guðbjörg Guðnadóttir frá Skækli (Guðnastöðum) í A.-Landeyjum, f. 25. mars 1871, d. 6. ágúst 1961.

I. Móðir Guðbjargar á Brekkum var Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876.
II. Bróðir Guðjóns á Brekkum var Jón Jóngeirsson bóndi, síðar í Eyjum, en börn hans í Eyjum voru:
1. Guðlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúshólskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúshólskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti, d. 12. júlí 1998.

III. Bróðir Guðjóns á Brekkum var einnig Þorsteinn Jóngeirssonn faðir Guðjóns Þorsteinssonar á Lögbergi, en börn hans voru:
1. Páll Magnús Guðjónsson sjómaður, f. 12. desember 1926 í Hlíð u. Eyjafjöllum.
2. Andvana f. drengur 6. júní 1929.
3. Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1930 á Vestmannabraut 74.
4. Þorsteinn Guðjónsson sjómaður, matsveinn, verkamaður, f. 11. september 1932 í Mörk, d. 20. september 2013.
Fóstursonur þeirra:
5. Magnús Gísli Magnússon íþróttakennari, þjálfari, f. 5. september 1947 í Keflavík.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku og vann heimili sínu þar.
Hún var gestkomandi hjá Guðjóni bróður sínum á Þingvöllum við Njarðarstíg 1 1930.
Þau Kristinn eignuðust barn á Arnarhóli í V.-Landeyjum í desember 1936, en það barn dó sama dag og það fæddist.
Þau Kristinn dvöldu í Eyjum á árinu 1937, voru komin til Eyrarbakka við fæðingu Vilmundar Þórs í lok október. Þar bjuggu þau síðan.
Kristinn lést 1945.
Guðrún bjó með Þorbergi Jóni Þórarinssyni frá Stígprýði á Eyrarbakka.

I. Sambúðarmaður Guðrúnar var Kristinn Eyjólfur Vilmundarson frá Hjarðarholti, sjómaður, verkamaður, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 6. desember 1936 á Arnarhóli, d. sama dag.
2. Vilmundur Þórir Kristinsson, f. 31. október 1937 á Skúmsstöðum. Fyrrum kona hans Hallbera Valgerður Jónsdóttir. Barnsmóðir hans Lísbet Sigurðardóttir.
3. Gunnbjörg Helga Kristinsdóttir, tvíburi, f. 30. september 1939 á Skúmsstöðum. Maður hennar Gísli Anton Guðmundsson.
4. Sigurður Einir Kristinsson, tvíburi, f. 30. september 1939 á Skúmsstöðum. Fyrrum kona hans Bergþóra Jónsdóttir frá Mandal. Fyrrum kona hans Kristbjörg Sigurjónsdóttir. Sambúðarkona hans Erna Alfreðsdóttir.
5. Drengur, f. 1. ágúst 1945, dó e. 3. klst.

II. Maður Guðrúnar var Þorbergur Jón Þórarinsson frá Eyrarbakka, sjómaður, verkamaður, f. 10. júlí 1915 í Nýjabæ þar, d. 1. febrúar 1998. Foreldrar hans voru Þórarinn Einarsson sjómaður, f. 7. október 1885, d. 16. maí 1930, og kona hans Oddný Magnúsdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1889, d. 6. mars 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.