Guðjón Þorsteinsson (Lögbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðjón Þorsteinsson.

Guðjón Þorsteinsson frá Hallskoti í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður fæddist þar 15. júní 1889 og lést 25. júní 1980.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Jóngeirsson bóndi, f. 5. apríl 1958, d. 6. ágúst 1938, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1852, d. 31. maí 1940.

Þorsteinn Jóngeirsson var bróðir Jóns Jóngeirsson, en börn hans í Eyjum voru:
1. Guðlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúshólskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúshólskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti, d. 12. júlí 1998.

Guðjón var með foreldrum sínum í Hallskoti til 1909.
Hann var hjú hjá Ólafi Pálssyni í Hlíðarendakoti 1910 og hjá Árna Ólafssyni þar 1920, var vinnumaður þar við fæðingu Magnúsar Páls í Hlíð u. Eyjafjöllum 1926.
Guðjón var sjómaður, reri m.a. á Lagarfosi VE.
Hann flutti til Eyja 1928, giftist Pálínu 1929, eignaðist með henni fjögur börn og eitt fósturbarn, en annað barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu á Vestmannabraut 74, í Mörk við Hásteinsveg 13 og á Lögbergi.
Hjá þeim 1930 var Sesselja Jónsdóttir fósturmóðir Pálínu.
Guðjón lést 1980 og Pálína 1992.

I. Kona Guðjóns, (9. október 1929), var Pálína Geirlaug Pálsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 20. júní 1901, d. 11. mars 1992.
Börn Guðjóns og Pálínu:
1. Páll Magnús Guðjónsson sjómaður, f. 12. desember 1926 í Hlíð u. Eyjafjöllum. Kona hans Guðbjörg Þorkelsdóttir.
2. Andvana f. drengur 6. júní 1929.
3. Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1930 á Vestmannabraut 74. Maður hennar Ágúst Helgason.
4. Þorsteinn Guðjónsson sjómaður, matsveinn, verkamaður, f. 11. september 1932 í Mörk, d. 20. september 2013.
Fóstursonur þeirra:
5. Magnús Gísli Magnússon íþróttakennari, þjálfari, f. 5. september 1947 í Keflavík. Barnsmæður hans Erla Adolfsdóttir og Gíslína Magnúsdóttir. Fyrrum kona hans Lilja Albertsdóttir. Kona hans Lilja Garðarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.