Hallbera Valgerður Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hallbera Valgerður Jónsdóttir húsfreyja fæddist 4. október 1941 í Nýjalandi við Heimagötu 26.
Foreldrar hennar voru Jón Gestsson frá Pálshúsi á Stokkseyri, sjómaður, verkamaður, f. 7. október 1909, d. 10. ágúst 1943, og sambýliskona hans Indlaug Björnsdóttir frá Norður-Gerði, húsfreyja, verkakona, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.

Börn Indlaugar og Jóns:
1. Stúlka, f. 20. maí 1931, d. 22. maí 1931.
2. Svanur Jónsson vélvirki, vélstjóri, f. 19. janúar 1933 á Lágafelli. Kona hans Ingibjörg Jónína Þórðardóttir.
3. Hallbera Valgerður Jónsdóttir, f. 4. október 1941 í Nýjalandi við Heimagötu 26. Fyrrum maður hennar Vilmundur Þórir Kristinsson. Maður hennar Hilmar Geir Hannesson.

Hallbera var með foreldrum sínum stutta stund, en faðir hennar lést, er hún var á öðru ári lífsins.
Hún bjó með móður sinni í Nýjalandi við Heimagötu 26, síðan á Þingvöllum og á Sólvangi við Kirkjuveg 29 um skeið.
Hún lauk þriðja bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1957.
Þau Vilmundur giftu sig 1959, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Stóra-Hvammi, fluttu til Þorlákshafnar 1960, bjuggu þar í 2-3 ár, en síðan bjuggu þau í átta ár á Eyrarbakka. Þá héldu þau til Reykjavíkur. Þar skildu þau 1976.
Hallbera flutti til Þorlákshafnar, bjó þar í átta ár, en flutti þá að nýju til Reykjavíkur.
Þau Hilmar giftu sig 2001 og búa á Reiðvaði 1.

Hallbera Valgerður er tvígift.
I. Fyrri maður Hallberu, (25. desember 1959, skildu), var Vilmundur Þórir Kristinsson sjómaður, f. 31. október 1937, d. 9. júlí 2020.
Börn þeirra:
1. Kristinn Gunnar Vilmundarson á Ketilvöllum í Grímsnesi, bifreiðastjóri á Selfossi, f. 5. febrúar 1959. Fyrrum kona hans Jóna Björg Jónsdóttir. Sambýliskona hans Guðný Grímsdóttir.
2. Jón Ólafur Vilmundarson sjómaður, starfsmaður við þjónustu á Breiðabólstað í Ölfusi, f. 24. desember 1960. Kona hans Sigrún Theodórsdóttir.
3. Valgeir Vilmundarson sjómaður á Dalvík, f. 20. desember 1963. Kona hans Sigríður Inga Ingimarsdóttir.
4. Indlaug Vilmundardóttir húsfreyja, leikskólakennari á Selfossi, f. 4. júlí 1968. Maður hennar David Karl Cassidy.
5. Þuríður Katrín Vilmundardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Bolungarvík, f. 31. janúar 1976. Maður hennar Jón Páll Hreinsson.

II. Síðari maður Hallberu Valgerðar, (4. október 2001), er Hilmar Geir Hannesson frá Dísastöðum í Sandvíkurhreppi, vinnuvélastjóri, f. 21. ágúst 1942. Foreldrar hans voru Hannes Guðjónsson frá Dísastöðum, bóndi þar, f. 20. desember 1910, d. 8. september 1973, og kona hans Elín Sigurást Bjarnadóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. 27. febrúar 1918, d. 20. júlí 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.