Björn Kristjánsson (vélstjóri)
Björn Kristjánsson sjómaður, vélstjóri fæddist 4. desember 1911 á Núpi við Berufjörð, S.-Múl. og lést 21. júlí 1996 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Kristján Eiríksson frá Holti á Mýrum í A.-Skaft., bóndi á Núpi, f. 2. desember 1873, d. 9. mars 1955, og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir frá Volaseli í Lóni, A.-Skaft., húsfreyja, f. 23. júní 1876.
Björn var með foreldrum sínum í æsku, á Núpi og síðar í Norðurkoti á Vatnsleysuströnd.
Hann öðlaðist vélstjórnarréttindi 1938.
Björn var sjómaður, vélstjóri til sjós, en síðar við Þurrkhúsið á Urðum. Síðustu 15 starfsár sín vann hann viðgerðarstörf við vigtar fiskvinnsluhúsanna til sjötugs.
Hann var einn af stofnendum Vélstjórafélags Vestmannaeyja og formaður þess 1953-1954.
Þau Guðbjörg giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu við Sólhlíð 26, þá á Bakkastíg 10, þá í Reykholti (eldra) við Urðaveg 15, en á Bakkastíg 23 við Gos 1973.
Þau Björn fluttu til Eyrarbakka við Gosið, en fluttu aftur til Eyja, bjuggu á Strembugötu 15.
Guðbjörg lést 1983.
Björn bjó með Snjólaugu að síðust. Þau fluttu í Hraunbúðir.
Björn lést 1996 og Snjólaug 2000.
I. Kona Björns, (13. apríl 1941), var Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, húsfreyja, f. 21. apríl 1919, d. 1. mars 1983.
Börn þeirra:
1. Gunnlaugur Elías Björnsson sjómaður, f. 13. janúar 1941, drukknaði 5. nóvember 1968. Kona hans var Árný Kristinsdóttir.
2. Guðný Björnsdóttir, f. 24. desember 1943. Maður hennar Þórarinn Ingi Ólafsson.
3. Kristjana Björnsdóttir, f. 24. desember 1943. Maður hennar Matthías Sveinsson.
4. Eygló Björnsdóttir kennari, dósent, f. 19. október 1951. Maður hennar Friðrik Jóhannsson.
II. Sambúðarkona Björns var Snjólaug Hlíf Baldvinsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, verkstjóri, eftirlitsmaður, f. 21. nóvember 1912, d. 3. maí 2000.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 27. júlí 1996. Minning Björns.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.