Ólafur R. Björnsson (Kirkjulandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Rósant Björnsson frá Kirkjulandi, húsgagnasmíðameistari fæddist 5. nóvember 1910 á Kirkjubóli og lést 1. nóvember 1969.
Foreldrar hans voru Björn Finnbogason á Kirkjulandi, útgerðarmaður, f. 6. nóvember 1885 á Eiríksstöðum í Seyðisfirði, d. 4. apríl 1964, og kona hans Láru Guðjónsdóttur frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 4. júlí 1886, d. 13. janúar 1984.

Börn Láru og Björns á Kirkjulandi:
1. Ólafur Rósant húsgagnasmíðameistari, f. 5. nóvember 1910, d. 1. nóvember 1969.
2. Steingrímur Örn skipstjóri, f. 1. febrúar 1913, d. 17. september 1983.
3. Þórunn Alda húsfreyja, f. 20. apríl 1915, d. 9. desember 2012.
4. Ágúst Kristján birgðastjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979.
5. Hlöðver, f. 30. mars 1919, d. 8. apríl 1919.
6. Birna Guðný húsfreyja, f. 9. maí 1922, d. 5. mars 2002.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam húsgagnasmíði í Reykjavík, varð meistari í iðninni, settist að í Eyjum, var með verkstæði á Kirkjubóli og síðar í húsi sínu að Skólavegi 13. Þar ráku þau Eygló einnig verslun.
Þau Eygló giftu sig 1937, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjulandi, síðan á Kirkjubóli, en að lokum á Skólavegi 13 frá um 1950.
Ólafur Rósant lést 1969 og Guðríður Eygló lést 1980.

I. Kona Ólafs Rósants, (31. desember 1937), var Guðríður Eygló Stefánsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, kaupmaður, f. 4. ágúst 1911 í Skuld, d. 10. október 1980.
Börn þeirra:
1. Stefán Björn Ólafsson vélvirkjameistari, einn af stofnendum Vélaverkstæðisins Þór, f. 14. maí 1938 á Kirkjulandi. Kona hans er Sveinbjörg Óskarsdóttir.
2. Guðjón Bergur Ólafsson vélvirkjameistari, tæknifræðingur, lærður í Danmörku, býr á Álftanesi, f. 13. ágúst 1945 á Kirkjubóli. Fyrri kona hans var Fjóla Einarsdótir, látinn. Síðari kona hans er Margrét Lárusdóttir.
3. Ólafur Örn Ólafsson vélvirkjameistari í Vélaverkstæðinu Þór, síðan umboðsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga í Eyjum, f. 14. janúar 1947 á Skólavegi 13. Kona hans er Hrefna Hilmisdóttir. Þau búa í Kópavogi.
4. Lárus Grétar Ólafsson með próf úr Verslunarskóla Íslands, var umboðsmaður SÍS í Eyjum. Síðan rekur hann fyrirtækið Balco í Hafnarfirði, f. 27. mars 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Ólöf Sigurjónsdóttir Melberg.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 18. október 1980. Minning Eyglóar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Stefán Björn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.