Stefán B. Ólafsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Stefán Björn Ólafsson, vélvirkjameistari, einn af stofnendum Vélaverkstæðisins Þórs, fæddist 14. maí 1938 á Kirkjulandi.
Foreldrar hans voru Ólafur Rósant Björnsson húsgagnasmíðameistari frá Kirkjulandi, f. þar 5. nóvember 1910, d. 1. nóvember 1969, og kona hans Eygló Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, ljósmyndasmiður, kaupmaður, f. þar 4. ágúst 1911, d. 10. október 1980.

Börn Eyglóar og Ólafs:
1. Stefán Björn Ólafsson vélvirkjameistari, einn af stofnendum Vélaverkstæðisins Þórs, f. 14. maí 1938 á Kirkjulandi. Kona hans er Sveinbjörg Óskarsdóttir.
2. Guðjón Bergur Ólafsson vélvirkjameistari, véltæknifræðingur, lærður í Danmörku, býr á Álftanesi, f. 13. ágúst 1945 á Kirkjubóli. Fyrri kona hans var Fjóla Einarsdóttir, látinn. Sambúðarkona hans er Margrét Lárusdóttir.
3. Ólafur Örn Ólafsson vélvirkjameistari í Vélaverkstæðinu Þór, síðan umboðsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga í Eyjum, f. 14. janúar 1947 á Skólavegi 13. Kona hans er Hrefna Hilmisdóttir. Þau búa í Kópavogi.
4. Lárus Grétar Ólafsson með próf úr Verslunarskóla Íslands, var umboðsmaður SÍS í Eyjum, síðan rekur hann fyrirtækið Balco í Hafnarfirði, f. 27. mars 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Ólöf Sigurjónsdóttir Melberg.

Þau Sveinbjörg giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Höfðaveg 30.

I. Kona Stefáns Björns, (31. desember 1959), er Sveinbjörg Óskarsdóttir frá Hálsi við Brekastíg 32, húsfreyja, f. 5. janúar 1941 á Lyngbergi.
Börn þeirra:
1. Guðrún Eygló Stefánsdóttir, f. 27. nóvember 1958.
2. Ólafur Óskar Stefánsson, f. 30. september 1962.
3. Ómar Björn Stefánsson, f. 22. nóvember 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.