Ingunn Júlíusdóttir (Höfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingunn Sigríður Júlíusdóttir.

Ingunn Sigríður Júlíusdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 24. október 1911 að Leiðólfsstöðum á Stokkseyri og lést 8. apríl 2013 í Hraunbúðum .
Foreldrar hennar voru Júlíus Gíslason frá Kalastöðum á Stokkseyri, bóndi, f. 10. júlí 1870 að Stóra- Hrauni á Eyrarbakka, d. 9. júní 1929, og kona hans Katrín Þorkelsdóttir frá Stóru-Borg í Grímsnesi, húsfreyja, f. 6. maí 1866 að Ormsstöðum þar, d. 8. mars 1959.

Ingunn var með foreldrum sínum í æsku.
Eftir fermingu fór hún til Reykjavíkur, vann á ýmsum stöðum, í vistum og á Landspítalanum, einnig var hún í kaupavinnu tvö sumur. Hún fór til Eyja fyrst 1930, vann það sumar hjá Ingibjörgu í Garðinum og á vertíðinni hjá Lovísu og Guðna Grímssyni.
Hún flutti til Eyja 1936, stundaði fiskiðnaðarstörf.
Þau Eiríkur giftu sig 1936, eignuðust tvö börn og Eiríkur átti barn frá fyrra hjónabandi sínu, sem Ingunn fóstraði. Þau bjuggu í fyrstu í Stakkagerði, í Steini, síðan í Fagurlyst við Urðaveg 16, í Höfða við Hásteinsveg 21, fluttu síðar að Hásteinsvegi 41.
Eiríkur lést 1970 og Ingunn 2013.

I. Maður Ingunnar, (7. nóvember 1936), var Eiríkur Jónsson frá Sómastaðagerði við Reyðarfjörð, sjómaður, skipstjóri, kaupmaður í Skýlinu á Básaskersbryggju, f. 17. desember 1894, d. 30. júní 1970.
Börn þeirra:
1. Guðrún Eiríksdóttir, starfsmaður Landsímans, f. 11. maí 1938, d. 18. febrúar 1998.
2. Svanhildur Eiríksdóttir, f. 14. maí 1947. Maður hennar Arnór Páll Valdimarsson frá Varmadal.
Barn Eiríks og stjúpbarn Ingunnar:
Friðrik Eiríksson rennismiður í Reykjavík, f. 19. apríl 1925, d. 29. maí 1962.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.