Svanhildur Eiríksdóttir (Steini)
Svanhildur Eiríksdóttir frá Steini við Vesturveg 10, (síðar Miðstræti 15), húsfreyja fæddist þar 14. maí 1947.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Jónsson véstjóri, formaður, síðar forstöðumaður Verkammannaskýlisins á Básaskersbryggju, f. 17. desember 1894, d. 30. júní 1970, og síðari kona hans Ingunn Sigríður Júlíusdóttir frá Leiðólfsstöðum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 24. október 1911, d. 8. apríl 2013.
Börn Ingunnar og Eiríks:
1. Guðrún Eiríksdóttir, f. 11. maí 1938 í Fagurlyst.
2. Svanhildur Eiríksdóttir, f. 14. maí 1947 í Steini. Maður hennar Arnór Páll Valdimarsson.
Barn Eiríks frá fyrra hjónabandi hans og stjúpbarn Ingunnar:
3. Friðrik Eiríksson rennismiður í Reykjavík, f. 19. apríl 1925 á Fögrubrekku, d. 29. maí 1962.
Svanhildur var með foreldrum sínum.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963. Þá var hún eitt ár á Voss í Noregi, vann á hóteli um sumarið og stundaði nám lýðháskólanum þar einn vetur.
Hún vann afgreiðslustörf í versluninni Borg og í verslunnni Kjarna, vann á Hressingarskálanum. Þá vann hún í Hraunbúðum í nokkur ár og hjá Flugfélagi Vestmannaeyja.
Þau Arnór Páll giftu sig 1969, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hilmisgötu 1 í 2 ár, þá hjá foreldrum Svanhildar á Hásteinsvegi 41 til 1971, en fluttu þá í hús sitt við Hrauntún 57.
I. Maður Svanhildar, (18. janúar 1969), er Arnór Páll Valdimarsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júní 1946.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Arnórsson trésmiður, sjómaður, f. 19. október 1969. Kona hans Arnheiður Pálsdóttir Grétarssonar.
2. Valgeir Arnórsson sjómaður, rak Flugfélag Vestmannaeyja, en er nú stýrimaður á Herjólfi, f. 27. september 1970. Sambúðarkona hans Bryndís Guðmundsdóttir Pálssonar Helgasonar.
3. Ingunn Arnórsdóttir leiðbeinandi, f. 11. mars 1976. Maður hennar Svanur Gunnsteinsson ættaður úr Mýrdal og Eyjum.
4. Arnór Arnórsson rafvirki, sjúkraflutningamaður, formaður Björgunarfélagsins, f. 26. júní 1989. Kona hans Hildur Björk Bjarkadóttir Kristjánssonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Svanhildur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.