Ingimar Jónasson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingimar Jónasson bifreiðastjóri fæddist 16. ágúst 1952 á Heiðarvegi 48.
Foreldrar hans voru Jónas Jónsson bifreiðastjóri, f. 11. janúar 1924, d. 15. mars 2003, og kona hans Indíana Björg Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1924, d. 25. september 2008.

Börn Bjargar og Jónasar:
1. Eygerður Anna Jónasdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1947. Maður hennar Þorsteinn Gísli Þorsteinsson.
2. Ingimar Jónasson bifreiðastjóri í Svíþjóð, f. 16. ágúst 1952. Kona hans Fríða Sverrisdóttir.

Ingimar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð bifreiðastjóri.
Þau Fríða giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Svíþjóð.

I. Kona Ingimars er Fríða Sverrisdóttir, f. 23. júlí 1954. Foreldrar hennar voru Sverrir Guðmundsson frá Hólmavík, f. 17. ágúst 1923, d. 23. maí 1990 og kona hans Hallfríður Njálsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 4. maí 1921, d. 11. október 2000.
Börn þeirra:
1. Friðrik Ingi Ingimarsson, f. 21. mars 1973. Kona hans Ann-Sofie Ingimarsson.
2. Hallfríður Una Ingimarsdóttir, f. 9. febrúar 1975. Maður hennar Mattias Kristenson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.