Margrét Pétursdóttir (Nýjabergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Pétursdóttir frá Nýjabergi við Miðstræti 13, húsfreyja, vaktstjóri fæddist 20. október 1965.
Foreldrar hennar voru Stefán Pétur Valdimarsson frá Varmadal, sjómaður, matsveinn, þungavinnuvélastjóri, f. 20. júní 1942, d. 19. desember 2004, og kona hans Anna Aðalbjörg Sigfúsdóttir frá Raufarhöfn, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 17. október 1945, d. 21. febrúar 2005.

Börn Önnu og Péturs:
1. Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 20. október 1965. Maður hennar er Ingibergur Óskarsson.
2. Sigfús Pétur Pétursson, f. 11. júlí 1968. Kona hans er Salóme Ýr Rúnarsdóttir.
3. Valdimar Helgi Pétursson, f. 31. ágúst 1976. Kona hans er Anna Valsdóttir.

Margrét var með foreldrum sínum, á Eyjabergi og við Hólagötu 7.
Margrét vann í leikskólanum Rauðagerði, við fiskiðnað og afgreiðslu í Kaupfélaginu. Hún er vaktstjóri í íþróttahúsinu. Margrét eignaðist barn með Ólafi 1984.
Þau Ingibergur giftu sig 1998, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til lands 1991, búa í Fjallalind í Kópavogi.

I. Barnsfaðir Margrétar er Ólafur Ásmundsson úr Keflavík, f. 12. desember 1961.
Barn þeirra:
1. Björg Ólafsdóttir vaktstjóri, f. 8. febrúar 1984. Sambúðarmaður hennar Ingimar Guðbjörnsson.

II. Maður Margrétar, (27. ágúst 1998), er Ingibergur Óskarsson rafvirkjameistari, f. 27. október 1963.
Börn þeirra:
2. Óskar Pétur Ingibergsson rafvirkjameistari, f. 29. janúar 1993.
3. Stefán Örn Ingibergsson málari, f. 29. apríl 1995.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Margrét.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.