Ingibergur Óskarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingibergur Óskarsson.

Ingibergur Óskarsson rafvirkjameistari fæddist 27. ágúst 1963 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Óskar Matthíasson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. mars 1921, d. 21. desember 1992, og kona hans Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1924, d. 16. maí 2013.

Börn Þóru og Óskars:
1. Matthías Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 16. janúar 1944 á Stóra Gjábakka. Kona hans Ingibjörg Pétursdóttir.
2. Sigurjón Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 3. maí 1945 á Stóra Gjábakka. Kona hans Sigurlaug Alfreðsdóttir
3. Kristján Valur Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 13. maí 1946 á Stóra Gjábakka. Kona hans Emma Pálsdóttir.
4. Óskar Þór Óskarsson verktaki, f. 10. nóvember 1951 í Eyvindarholti. Kona hans Sigurbjörg Helgadóttir.
5. Leó Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 4. ágúst 1953 í Eyvindarholti. Sambúðarkona hans María Lovísa Kjartansdóttir.
6. Þórunn Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 11. október 1954. Maður hennar Sigurður Jón Hjartarson.
7. Ingibergur Óskarsson rafvirkjameistari, f. 27. ágúst 1963. Kona hans Margrét Pétursdóttir.

Ingibergur var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Framhaldsskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1988. Meistari hans Árni Gunnar Gunnarsson. Hann lauk meistaraskóla haustið 1993.
Hann var sjómaður um skeið, vann hjá Geisla hf. á námstímanum, var síðan rafvirki í Vinnslustöðinni til 1991, en hefur síðan unnið hjá Steinbockþjónustunni í Kópavogi.
Ingibergur hefur unnið við verkefnið ,,1973 allir í bátana.“ Hann bjó við Illugagötu 2 í Eyjum 1986.
Þau Margrét giftu sig 1998, eignuðust tvö börn og Margrét átti barn áður, sem Ingibergur fóstraði. Þau búa við Fjallalind í Kópavogi.

I. Kona Ingibergs er Margrét Pétursdóttir frá Nýjabergi, húsfreyja, f. 20. október 1965 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Óskar Pétur Ingibergsson rafvirkjameistari, f. 29. janúar 1993.
2. Stefán Örn Ingibergsson málari, f. 29. apríl 1995.
Barn Margrétar og fósturbarn Ingibergs:
1. Björg Ólafsdóttir vaktstjóri, f. 8. febrúar 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.