Jónas Jónsson (bifreiðastjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jónas Jónsson.

Jónas Jónsson bifreiðastjóri fæddist 11. janúar 1924 í Ásnesi og lést 15. mars 2003 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Jón Jónasson frá Múla, útgerðarmaður, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895, d. 23. apríl 1970, og kona hans Anna Einarsdóttir húsfreyja frá Háarima í Djúpárhreppi, Rang., f. 9. febrúar 1895, d. 7. október 1953.

Börn Önnu og Jóns:
1. Jónas Jónsson bifreiðastjóri, f. 11. janúar 1924 í Ásnesi, d. 15. mars 2003.
2. Jóhannes Kristinn Jónsson, f. 17. ágúst 1929 á Höfðabrekku, d. 20. janúar 1930.
3. Einar Jóhann Jónsson bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1931 á Höfðabrekku, d. 28. janúar 2018.
4. Karl Gunnar Jónsson skipstjóri, f. 10. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 33.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku, í Ásnesi, á Höfðabrekku og á Hásteinsvegi 33.
Hann var bifreiðastjóri á Bifreiðastöðinni. Þau Björg bjuggu í Reykjavík í Gosinu 1973 og Jónas vann í Álverinu í Straumsvík. Þau sneru til Eyja.
Þau Björg giftu sig 1946, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 28 og Heiðarvegi 48.
Jónas lést 2003 og Björg 2008.

I. Kona Jónasar, (5. október 1946), var Indíana Björg Úlfarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 27. apríl 1924 í Dagsbrún á Vattarnesi við Reyðarfjörð, d. 25. september 2008.
Börn þeirra:
1. Eygerður Anna Jónasdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1947. Maður hennar Þorsteinn Gísli Þorsteinsson.
2. Ingimar Jónasson bifreiðastjóri í Svíþjóð, f. 16. ágúst 1952. Kona hans Fríða Sverrisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.