Arnór Páll Valdimarsson
Arnór Páll Valdimarsson frá Varmadal, vélstjóri, útgerðarmaður fæddist 30. júní 1946.
Foreldrar hans voru Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1911 í Vallanesi á Héraði, d. 24. ágúst 2002, og maður hennar Valdimar Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, f. 18. júní 1905 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 27. janúar 1947.
Börn Valdimars og Margrétar:
1. Sveinn Valdimarsson, f. 11. ágúst 1934, kvæntur Arnlaugu Láru Þorgeirsdóttur, f. 10. ágúst 1932.
2. Andvana drengur, f. 23. nóvember 1936 í Varmadal.
3. Esther Valdimarsdóttir, f. 10. desember 1938, gift Guðna Grímssyni, f. 13. nóvember 1834.
4. Stefán Pétur Valdimarsson, f. 20. júní 1942, d. 19. desember 2004, kvæntur Önnu Aðalbjörgu Sigfúsdóttur, f. 27. október 1945, d. 21. febrúar 2005.
5. Sigríður Valdimarsdóttir, f. 31. janúar 1945, gift Sveini Óskari Ólafssyni, f. 7. febrúar 1944.
6. Arnór Páll Valdimarsson, f. 30. júní 1946, kvæntur Svanhildi Eiríksdóttur, f. 14. maí 1947.
7. Drengur, sem dó 1932.
Arnór Páll var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hans lést, er Arnór var á fyrsta ári sínu. Hann var með móður sinni og systkinum, síðar henni og Þorgeiri Jóelssyni síðari manni hennar.
Arnór lauk 1. stigi í Vélskólanum í Eyjum 1969.
Hann var vélstjóri á Andvara VE 100 frá 1969-1971, en keypti þá í félagi við Kristján Óskarsson skipstjóra Emmu VE 219, en þeir létu smíða stálbát með sama nafni í Póllandi 1987. Hún kom til hafnar í Eyjum 1988. Hann var vélstjóri á henni til 1988. Þá keypti hann Flugfélag Vestmannaeyja með fjölskyldu sinni, rak það í 9 ár, fór þá til sjós, var m.a. matsveinn. Arnór var 28 ár í útgerð eða til 1999.
Þau Svanhildur giftu sig 1969, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hilmisgötu 1 í 2 ár, þá hjá foreldrum Svanhildar á Hásteinsvegi 41 til 1971, en fluttu þá í hús sitt við Hrauntún 57.
I. Kona Arnórs Páls, (18. janúar 1969), er Svanhildur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1947.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Arnórsson trésmiður, sjómaður, f. 19. október 1969. Kona hans Arnheiður Pálsdóttir Grétarssonar.
2. Valgeir Arnórsson sjómaður, rak Flugfélag Vestmannaeyja, en er nú stýrimaður á Herjólfi, f. 27. september 1970. Sambúðarkona hans Bryndís Guðmundsdóttir Pálssonar Helgasonar.
3. Ingunn Arnórsdóttir leiðbeinandi, f. 11. mars 1976. Maður hennar Svanur Gunnsteinsson ættaður úr Mýrdal og Eyjum.
4. Arnór Arnórsson rafvirki, sjúkraflutningamaður, formaður Björgunarfélagsins, f. 26. júní 1989. Kona hans Hildur Björk Bjarkadóttir Kristjánssonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Arnór Páll.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.