Baldur Ólafsson (bankastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Baldur Ólafsson bankastjóri fæddist 2. ágúst 1911 á Hofsósi, Skagaf. og lést 27. desember 1988.
Foreldrar hans voru Ólafur Helgi Jensson frá Innri-Veðrará í Önundarfirði, póstafgreiðslumaður , f. 8. janúar 1879 á Kroppsstöðum í Mosvallahreppi í Önundarfirði, d. 11. júní 1948, og kona hans Lilja Haraldsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1882 á Bjarnastöðum í Akrahreppi, Skagaf., d. 3. desember 1954.

Börn Lilju og Ólafs:
1. Ásta Sigríður Ólafsdóttir 2. húsfreyja, f. 8. september 1904, d. 3. desember 1985. Maður hennar Oddgeir Hjartarson.
3. Haraldur Ólafsson sjómaður, f. 23. apríl 1906, drukknaði 14. maí 1922.
4. Jens Sigurður Ólafsson bifreiðastjóri, f. 19. maí 1909, d. 23. febrúar 1992. Kona hans Kristný Jónína Valdadóttir.
5. Baldur Ólafsson bankastjóri, f. 2. ágúst 1911, d. 27. desember 1988. Kona hans var Jóhanna Andrea Ágústsdóttir.

Baldur var með foreldrum sínum í æsku, á Hosósi, en á Siglufirði frá 1922 til 1927, er þau fluttu til Eyja, bjó með þeim í Hörgsholti við Skólaveg 1927 og á Fífilgötu 1 1930.
Hann var í unglingaskóla á Siglufirði.
Baldur vann á pósthúsinu í Eyjum 1927-1930, varð bankaritari í Útvegsbankanum í Eyjum 1. maí 1930, gjaldkeri þar 1946-1949, aðalbókari og skrifstofustjóri 1949-1953, er hann varð bankastjóri og gegndi því starfi til 1968, er þau Jóhanna fluttu í Garðabæ.
Hann var útibússtjóri í Útvegsbankanum í Kópavogi frá 1969 til 1974, er hann hætti af heilsufarsástæðum.
Baldur var vararæðismaður Norðmanna í Eyjum frá 1954 og var veitt sankti Ólafsorðan fyrir störf sín í þágu þeirra.
Þau Jóhanna Andrea giftu sig 1931, eignuðust þrjú börn og Baldur varð fósturfaðir barns Jóhönnu. Þau bjuggu í Stafholti við Víðisveg 7 við fæðingu Haraldar 1932, á Sólbergi við Brekastíg 3 við fæðingu Birnu 1933 og á Borg við Heimagötu 3 A við fæðingu Lilju Hönnu 1944, en voru komin á Ásaveg 5 síðari hluta árs 1944, bjuggu í Útvegsbankahúsinu við Kirkjuveg 23 eftir byggingu hans 1956.
Þau byggðu hús í Arnarneslandi í Garðabæ og bjuggu þar uns þau fluttu að Boðahlein 20 þar.
Baldur lést 1988 og Jóhanna Andrea 1993.

I. Kona Baldurs, (31. október 1931), var Jóhanna Andrea Ágústsdóttir frá Kiðjabergi, húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d. 23. ágúst 1993.
Börn þeirra:
2. Haraldur Baldursson tónlistarmaður, útibússtjóri, f. 25. febrúar 1932 í Stafholti. Kona hans Gyða Guðmundsdóttir.
3. Birna Baldursdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 26. júní 1933 á Sólbergi. Maður hennar Svavar Davíðsson, látinn.
4. Lilja Hanna Baldursdóttir banka- og skrifstofumaður, f. 24. júlí 1944 á Borg. Maður hennar Atli Aðalsteinsson.
Barn Jóhönnu og fósturbarn Baldurs:
5. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, f. 5. maí 1929 á Kiðjabergi, d. 8. desember 2009. Maður hennar Hjálmar Franz Jóhann Eiðsson, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.