Lilja Haraldsdóttir (Einidrangi)
Lilja Haraldsdóttir frá Bjarnastöðum í Akrahreppi í Skagafirði, húsfreyja fæddist þar 8. nóvember 1882 og lést 3. desember 1954.
Foreldrar hennar voru Haraldur Sigurðsson bóndi á Bjarnastöðum, síðar steinsmiður á Sauðárkróki, f. 7. janúar 1856 á Laugalandi í Eyjafirði, d. 14. janúar 1918, og kona hans Sigríður Markúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1856 í Eyhildarholti í Rípurhreppi, Skag., d. 10. nóvember 1939 í Eyjum.
Lilja var með foreldrum sínum, á Tumabrekku í Óslandshlíð í Skagaf. 1890, í Haraldshúsi á Sauðárkróki 1901.
Þau Ólafur giftu sig 1903, eignuðust fimm börn, en misstu tvö þeirra ung. Þau bjuggu á Hofsósi, á Siglufirðir 1922-1927.
Þau fluttu til Eyja 1927, bjuggu í Hörgsholti við Skólaveg 1927 með þrem barna sinna, á Fífilgötu 5 1930 með Baldri, á Geirlandi við Vestmannabraut 8 1934, Fífilgötu 5 1935 til 1940 , á Einidrangi við Brekastíg 29 1940 til 1947, en þau voru hjá Baldri og Jóhönnu á Ásavegi 5 frá 1947.
Ólafur lést 1948 og Lilja 1954.
I. Maður Lilju, (1903), var Ólafur Helgi Jensson frá Innri-Veðrará í Önundarfirði, póstmeistari, f. 8. janúar 1879 á Kroppsstöðum þar, d. 11. júní 1948.
Börn þeirra:
1. Ásta Sigríður Ólafsdóttir
húsfreyja, f. 8. september 1904, d. 3. desember 1985. Maður hennar Oddgeir Hjartarson.
2. Haraldur Ólafsson sjómaður, f. 23. apríl 1906, drukknaði 14. maí 1922.
3. Jens Sigurður Ólafsson bifreiðastjóri, f. 19. maí 1909, d. 23. febrúar 1992. Kona hans Kristný Jónína Valdadóttir.
4. Baldur Ólafsson bankastjóri, f. 2. ágúst 1911, d. 27. desember 1988. Kona hans var Jóhanna Andrea Ágústsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.