Guðrún Ágústa Óskarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Ágústa Óskarsdóttir.

Guðrún Ágústa Óskarsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 5. maí 1929 á Kiðjabergi við Hásteinsveg 6 og lést 8. desember 2009.
Foreldrar hennar voru Óskar Sveinn Árnason rafvirki í Reykjavík, f. 8. apríl 1904, d. 19. febrúar 1959, og barnsmóðir hans Jóhanna Andrea Ágústsdóttir, f. 26. ágúst 1907, d. 23. ágúst 1993.

Barn Jóhönnu og Óskars:
1. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, f. 5. maí 1929 á Kiðjabergi, d. 8. desember 2009. Maður hennar Hjálmar Franz Jóhann Eiðsson, látinn.
Börn Jóhönnu og Baldurs Ólafssonar bankastjóra, f. 2. ágúst 1911 á Hofsósi, Skagaf., d. 27. desember 1988.
2. Haraldur Baldursson tónlistarmaður, útibússtjóri, f. 25. febrúar 1932 í Stafholti. Kona hans Gyða Guðmundsdóttir.
3. Birna Baldursdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 26. júní 1933 á Sólbergi. Maður hennar Svavar Davíðsson, látinn.
4. Lilja Hanna Baldursdóttir banka- og skrifstofumaður, f. 24. júlí 1944 á Borg. Maður hennar Atli Aðalsteinsson.

Guðrún var með móður sinni, síðar henni og Baldri Ólafssyni fósturföður sínum.
Hún var starfsmaður Pósts og síma allan starfsaldur sinn. Hún söng með Kirkjukór Landakirkju og starfaði með Kvenfélagi Landakirkju.
Þau Hjálmar giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 41 og við Birkihlíð 16.
Hjálmar lést 1992 og Guðrún Ágústa 2009.

I. Maður Guðrúnar Ágústu, (5. júní 1954), var Hjálmar Franz Jóhann Eiðsson bankafulltrúi, f. 18. desember 1925, d. 29. júní 1992.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 11. október 1955. Sambúðarmaður hennar Sigurjón Þór Guðjónsson.
2. Viðar Hjálmarsson, f. 15. júní 1960. Kona hans Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.