Anna Sigmarsdóttir (Litlu-Löndum)
Anna Sigmarsdóttir frá Litlu-Löndum, húsfreyja, saumakona fæddist þar 3. nóvember 1942 og lést 4. maí 2014.
Foreldrar hennar voru Sigmar Axel Jónsson vélstjóri, verkamaður, f. 14. maí 1906 á Þórhól í Norðfirði, d. 24. júlí 1985 og sambýliskona kona hans Oddfríður Jóhannsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1909 í Reykjavík, d. 11. desember 1983.
Börn Oddfríðar og Sigmars Axels:
1. Júlíus Sigmarsson rennismíðameistari, f. 27. ágúst 1939 á Litlu-Löndum.
2. Anna Sigmarsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 3. nóvember 1942, d. 4. maí 2014.
Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum árið 1994 og í Iðnskólanum í Reykjavík til að ljúka námi í kjólasaum og fá réttindi sem kjólameistari.
Að loknu grunnskólanámi vann hún almenn verkakvennastörf og við fatasauma.
Í gosinu 1973 flutti hún til Reykjavíkur og þaðan til Hornafjarðar, þar sem hún bjó og stundaði fiskvinnu, en flutti aftur til Eyja árið 1975. Þar stundaði hún fiskvinnu. Um tíma átti hún þátt í rekstri útgerðar í Sandgerði. Árið 1996 opnaði Anna saumastofu í Eyjum og rak hana meðan heilsan leyfði.
Þau Ragnar Hjelm eignuðust þrjú börn, en skildu samvistir.
Þau Eyjólfur Eðvald eignuðust tvö börn, en slitu samvistir .
Anna bjó á Litlu-Löndum til Goss, en síðar á ýmsum stöðum, m.a. á Sólvangi, Áshamri 24, Hólagötu 14, Brimhólabraut, síðast á Foldahrauni 38d. Hún lést 2014.
I. Sambýlismaður Önnu, slitu samvistir, var Ragnar Brynjar Hjelm sjómaður, f. 21. október 1937, d. 7. maí 2014.
Börn þeirra:
1. Erna Ragnarsdóttir húsfreyja, vinnur við umönnun aldraðra í Svíþjóð, f. 9. mars 1958 í Eyjum. Maki hennar P.O. Malmgren.
2. Elva Ragnarsdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, stuðningsfulltrúi í grunnskóla, f. 12. september 1959 á Litlu-Löndum. Maður hennar Gísli Þór Garðarsson Gíslasonar.
3. Bylgja Ragnarsdóttir húsfreyja, verkakona á Akranesi, f. 8. desember 1960 í Eyjum. Maður hennar Egill Haraldsson.
II. Sambýlismaður Önnu, slitu samvistir, er Eyjólfur Eðvald Konráðsson verkamaður frá Skála í Fellshreppi, Skagafirði, f. 6. desember 1944.
Börn þeirra:
4. Eðvald Eyjólfsson sjómaður, f. 6. ágúst 1964. Barnsmóðir hans Sigríður Kosek Kristinsdóttir frá Brekkuhúsi.
5. Eydís Eyjólfsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 17. mars 1970. Fyrrum sambýlismaður hennar Björn Guðmundsson. Sambýlismaður hennar Halldór Kristinn Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Elva.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 17. maí 2014. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.