Erna Ragnarsdóttir (Litlu-Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erna Ragnarsdóttir, húsfreyja, vinnur við umönnun aldraðra í Svíþjóð, fæddist 9. mars 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar Ragnar Brynjar Hjelm, sjómaður, f. 21. október 1937, d. 7. maí 2014 og sambúðarkona hans Anna Sigmarsdóttir, húsfreyja, saumakona, f. 3. nóvember 1942, d. 4. maí 2014.

Börn Önnu og Ragnars:
1. Erna Ragnarsdóttir húsfreyja, vinnur við umönnun aldraðra í Svíþjóð, f. 9. mars 1958 í Eyjum. Maki hennar P.O. Malmgren.
2. Elva Ragnarsdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, stuðningsfulltrúi í grunnskóla, f. 12. september 1959 á Litlu-Löndum. Maður hennar Gísli Þór Garðarsson Gíslasonar.
3. Bylgja Ragnarsdóttir húsfreyja, verkakona á Akranesi, f. 8. desember 1960 í Eyjum. Maður hennar Egill Haraldsson.
Börn Önnu og Eyjólfs:
4. Eðvald Eyjólfsson sjómaður, f. 6. ágúst 1964. Barnsmóðir hans Sigríður Kosek Kristinsdóttir frá Brekkuhúsi.
5. Eydís Eyjólfsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, skrifstofustjóri, f. 17. mars 1970. Fyrrum sambýlismaður hennar Björn Guðmundsson. Fyrrum sambýlismaður hennar Halldór Kristinn Jónsson.

Þau Þorbergur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Erna eignaðist barn með Eysteini Smára Hilmarssyni 1982 í Rvk.
Þau Malmgren giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Fyrrum sambúðarmaður Ernu er Þórbergur Torfason, sjómaður, f. 12. mars 1954. Foreldrar hans Torfi Steinþórsson, f. 1. apríl 1915, d. 17. apríl 2001, og Ingibjörg Zophoníasdóttir, f. 22. ágúst 1923, d. 27. febrúar 2023.
Börn þeirra:
1. Júlíana Ösp Þorbergsdóttir, f. 7. júní 1975.
2. Birgitta Ösp Þorbergsdóttir, f. 6. júlí 1978.

II. Barnsfaðir Ernu er Eysteinn Smári Hilmarsson, trésmiður, f. 14. apríl 1955.
Barn þeirra:
3. Eðvald Smári Eysteinsson, f. 17. september 1982.

III. Maður Ernu er P.O. Malmgren.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.