Sigríður Kristinsdóttir (Brekkuhúsi)
Sigríður Kosek Kristinsdóttir, húsfreyja, fiskverkakona, rak veitingastaðinn Fjóluna í Eyjum um skeið, fæddist 4. júní 1967.
Foreldrar hennar Kristinn Kristinsson frá Miðhúsum, sjómaður, f. 11. mars 1933, d. 1. janúar 1997, og kona hans Jóhanna Kolbrún Jensdóttir, húsfreyja, f. 4. desember 1938, d. 8. júní 2010.
Börn Jóhönnu og Kristins:
1. Kristinn Jens Kristinsson, f. 18. janúar 1958.
2. Bára Kristinsdóttir, f. 10. mars 1959.
3. Sigríður Kosek Kristinsdóttir, f. 4. júní 1967.
Sigríður eignaðist barn með Eðvaldi 1988.
Þau Slavomir giftu sig, hafa ekki eignast börn. Þau búa í Rvk.
I. Barnsfaðir Sigríðar er Eðvald Eyjólfsson, sjómaður, verkamaður, býr nú í Svíþjóð, f. 6. ágúst 1964.
Barn þeirra:
1. Elvar Þór Eðvaldsson, f. 3. júlí 1988.
II. Maður Sigríðar, (2011), er Slavomir Kosek frá Póllandi, f. 16. janúar 1970.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Sigríður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.