Sigmar Axel Jónsson (Litlu-Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigmar Axel Jónsson á Litlu-Löndum, vélstjóri, verkamaður fæddist 14. maí 1906 á Þórhól í Norðfirði og lést 24. júlí 1985.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson á Efri-Hóli og Jensenshúsi á Eskifirði, beykir þar, f. 18. september 1860, d. 28. febrúar 1941 og Guðbjörg Bessadóttir, þá á Þórhól, f. 27. nóvember 1871, d. 27. desember 1939.

Axel var með húsfreyjunni móður sinni í Steinholti í Nessókn S-Múl. 1910, með henni bústýrunni í Bryggjuhúsi í Neshreppi í S-Múl. 1920, var sjómaður á Húsavík 1930, en átti heimili í Eyjum. Hann var með móður sinni og Rafni Júlíusi manni hennar á Litlu-Löndum 1932.
Axel var vélstjóri um skeið, en lengst vann hann verkamannastörf.
Axel og Oddfríður eignuðust tvö börn, bjuggu á Litlu-Löndum. Þau fluttu til Reykjavíkur um 1968, bjuggu á Nýlendugötu 39.
Oddfríður lést 1983 og Sigmar Axel 1985.

I. Sambýliskona Axels var Oddfríður Jóhannsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1909 í Reykjavík, d. þar 11. desember 1983.
Börn þeirra:
1. Júlíus Sigmarsson rennismíðameistari, f. 27. ágúst 1939 á Litlu-Löndum. Kona hans Hólmfríður Lóa Hlíðdal Magnúsdóttir Þórðarsonar.
2. Anna Sigmarsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 3. nóvember 1942, d. 4. maí 2014. Fyrrum sambýlismaður hennar Ragnar Brynjar Hjelm. Fyrrum sambýlismaður hennar Eyjólfur Eðvald Konráðsson.


Heimildir

  • Íslendingabók.is.
  • Júlíus.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.