Júlíus Sigmarsson (Litlu-Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Júlíus Sigmarsson frá Litlu-Löndum, rennismíðameistari fæddist þar 27. ágúst 1939.
Foreldrar hans voru Sigmar Axel Jónsson vélstjóri, verkamaður, f. 14. maí 1906 á Þórhól í Norðfirði, d. 24. júlí 1985 og sambýliskona kona hans Oddfríður Jóhannsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1909 í Reykjavík, d. 11. desember 1983.

Börn Oddfríðar og Sigmars Axels:
1. Júlíus Sigmarsson rennismíðameistari, f. 27. ágúst 1939 á Litlu-Löndum.
2. Anna Sigmarsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 3. nóvember 1942, d. 4. maí 2014.

Júlíus var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk grunnskólaprófi, nam í Iðnskólanum í tvö ár.
Hann vann við fiskiðnað, flutti í Mosfellssveit 19 ára, vann í Vefaranum þar í 3 ár.
Júlíus fór í rennismíðanám í Héðni í Reykjavík, varð sveinn um 1967 og fékk meistarabréf 1970.
Hann vann síðan í Héðni til nær 75 ára aldurs.
Þau Hólmfríður Lóa giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn, en misstu fyrsta barnið nýfætt.
Þau búa að Hverafold 124 í Reykjavík.

I. Kona Júlíusar, (1960), er Hólmfríður Lóa Hlíðdal Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1941. Foreldrar hennar voru Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon Þórðarsonar á Skansinum sjómaður, vélstjóri, f. 11. júlí 1910, d. 13. maí 1995 og kona hans Halldóra Súsanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1913, d. 15. maí 2003.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 7. júlí 1961, d. sama dag.
2. Fríða Dóra Hlíðdal Júlíusdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 20. júlí 1963. Maður hennar Jón Sigurðs Vermundsson.
3. Rut Hlíðdal Júlíusdóttir bankastarfsmaður, skrifstofumaður, f. 15. nóvember 1965. Maður hennar Einar Oddberg Hafsteinsson Sigurðssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.