Ragnar Hjelm

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ragnar Brynjar Hjelm.

Ragnar Brynjar Hjelm frá Streiti í Breiðdal, S.-Múl., sjómaður fæddist 21. október 1937 á Eskifirði og lést 7. maí 2014.
Foreldrar hans voru Olav Gunnar Svanberg Hjelm sjómaður, f. 7. júlí 1909 í Færeyjum, d. 19. desember 1974, og Sigurbjörg Einarsdóttir, síðar húsfreyja á Streiti, f. 25. júní 1921 á Eskifirði, d. 5. júní 2010.
Fósturfaðir Ragnars var Jóhann Ágúst Guðnason bóndi á Streiti, f. 3. ágúst 1918, d. 30. mars 1994.

Ragnar eignaðist 21 systkini. Hann ólst upp á Streiti í Breiðdal.
Hann bjó á Skálholti við Landagötu 22 1958. Þau Anna hófu sambúð, eignuðust þrjú börn, en skildu 1960.
Þau bjuggu á Litlu-Löndum við Landagötu 15B. Þau Kristrún giftu sig 1968, eignuðust fjögur börn.
Þau bjuggu síðast á Heiðarholti 22d í Reykjanesbæ.
Ragnar lést 2014.

I. Sambúðarkona Ragnars Hjelm var Anna Sigmarsdóttir frá Litlu-Löndum, húsfreyja, saumakona, f. 3. nóvember 1942, d. 4. maí 2014.
Börn þeirra:
1. Erna Ragnarsdóttir húsfreyja, vinnur við umönnun aldraðra í Svíþjóð, f. 9. mars 1958 í Eyjum. Maki hennar P.O. Malmgren.
2. Elva Ragnarsdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, stuðningsfulltrúi í grunnskóla, f. 12. september 1959 á Litlu-Löndum. Maður hennar Gísli Þór Garðarsson Gíslasonar.
3. Bylgja Ragnarsdóttir húsfreyja, verkakona á Akranesi, f. 8. desember 1960 í Eyjum. Maður hennar Egill Haraldsson.

II. Kona Brynjars, (1968), er Kristrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1949. Foreldrar hennar voru Jón Ingvar Árnason, f. 27. júlí 1924, d. 31. júlí 1957, og Jónfríður Ólafsdóttir, f. 2. janúar 1922, d. 28. mars 1994.
Börn þeirra:
4. Sigurbjörn Ágúst Ragnarsson, f. 9. janúar 1967.
5. Jóhann Sævar Ragnarsson, f. 16. ágúst 1968.
6. Ólafur Friðjón Ragnarsson, f. 20. apríl 1970.
7. Ragnheiður Brynja Ragnarsdóttir, f. 1. september 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.