Anna Ísfold Kolbeinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Ísfold Kolbeinsdóttir.

Anna Ísfold Kolbeinsdóttir frá Hvoli við Urðaveg, húsfreyja, sjókona, starfsmaður Hraunbúða fæddist 24. nóvember 1955 og lést 21. júní 2017.
Foreldrar hennar voru Kolbeinn Oddur Sigurjónsson sjómaður, f. 12. september 1932, d. 27. maí 2020, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, f. 26. ágúst 1932, d. 2. maí 1992.

Barn Kolbeins og Rannveigar Snótar Einarsdóttur frá Götu er
1. Einar Þór Kolbeinsson rafvirkjameistari, símvirki, tölvutæknir á Húsavík, f. 15. maí 1953 í Götu við Herjólfsgötu 12, síðar skráð Heiðarvegi 6. Kona hans María Óskarsdóttir.

Börn Sigríðar og Kolbeins:
2. Harpa Kolbeinsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður í Hraunbúðum, f. 10. febrúar 1954 í Vatnsdal. Fyrrum sambúðarmaður hennar Páll Sveinsson. Fyrrum maður hennar Haraldur Geir Hlöðversson. Fyrrum maður hennar Gestur Gunnbjörnsson. Maður hennar Ómar Valur Eðvaldsson.
3. Anna Ísfold Kolbeinsdóttir, þríburi, verkakona, sjókona, starfsmaður Hraunbúða, þríburi, f. 24. nóvember 1955, d. 21. júní 2017. Fyrrum sambýlismaður hennar Halldór Guðmundsson, látinn. Fyrrum sambýlismaður hennar Haukur Hauksson.
4. Marý Ólöf Kolbeinsdóttir þríburi, verkakona, skrifstofumaður, rekur Miðstöðina með eiginmanni sínum, f. 24. nóvember 1955. Maður hennar Sigurvin Marinó Sigursteinsson.
5. Guðrún Fjóla Kolbeinsdóttir, þríburi, húsfreyja, rekur veitingastað í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 24. nóvember 1955. Fyrrum sambýlismaður Sigurjón Ragnar Grétarsson. Maður hennar Jörundur Guðmundsson.
6. Ingibjörg Sigríður Kolbeinsdóttir verkakona, starfsmaður Hraunbúða, f. 4. desember 1957. Sambýlismaður hennar Baldur Þór Bragason.
7. Elfa Sigurjóna Kolbeinsdóttir húsfreyja í Englandi, vinnur að umönnun aldraðra, f. 17. maí 1963. Maður hennar Patrick Tear.
8. Kolbeinn Freyr Kolbeinsson verkamaður, öryrki, f. 10. mars 1973. Fyrrum sambýliskona hans Jóhanna Ýr Jónsdóttir.

Anna Ísfold var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var verkakona, stundaði sjómennsku, réri á Drífu VE 76 og fór seinna háseti í Smuguna á Sindra VE 60. Þá vann hún á Vífilsstaðaspítala, í Úðafossi fatahreinsun og á Argentínu steikhúsi. Síðustu árin starfaði hún í Hraunbúðum, fyrst í eldhúsinu, en síðustu árin við aðhlynningu, áður en hún lét af störfum vegna heilsubrest árið 2011.
Anna Ísfold bjó á Hvoli við Urðaveg, á Bröttugötu 6, síðast á Smáragötu 3.

Þau Halldór eignuðust barn 1976 og með Hauki eignaðist hún barn 1978.
Anna Ísfold lést 2017.

I. Fyrrum sambúðarmaður Önnu Ísfoldar var Halldór Guðmundsson frá Fagradal, sjómaður, bóndi, smiður, f. 29. nóvember 1955, d. 28. ágúst 2014.
Barn þeirra:
1. Kristín Harpa Halldórsdóttir vinnur á Heilbrigðisstofnuninni, f. 26. júní 1976. Maður hennar Jósef Agnar Róbertsson.

II. Fyrrum sambúðarmaður Önnu Ísfoldar er Haukur Hauksson sjómaður, f. 8. febrúar 1960.
Barn þeirra:
2. Óskar Þór Hauksson verkamaður, f. 7. ágúst 1978, d. 8. febrúar 2023. Barnsmóðir hans er Berglind Ósk Sigvarðsdóttir.

III. Fyrrum sambúðarmaður Önnu Ísfoldar er Magnús Þór Magnússon frrá Hamri, f. 5. janúar 1961. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.