Einar Þór Kolbeinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Þór Kolbeinsson frá Götu, rafvirkjameistari, símvirki, tölvutæknir fæddist 15. maí 1953 í Götu.
Foreldrar hans voru Rannveig Snót Einarsdóttir, þá verkakona í Götu, f. 26. janúar 1934, d. 15. nóvember 2007, og Kolbeinn Oddur Sigurjónsson sjómaður á Hvoli, f. 2. september 1932, d. 27. maí 2020. Fósturforeldrar Einars Þórs voru Bjarni Guðmundsson bifreiðastjóri, bróðir Gísla Kristjáns, f. 17. janúar 1906, d. 24. maí 1989, og kona Bjarna, Jóhanna Jakobína Guðmundsson húsfreyja, f. 7. október 1911, d. 10. janúar 1984.
Einar var með fósturforeldrum sínum. Þau María fluttust til Húsavíkur í lok árs 1970 og hafa búið þar síðan. Þau giftu sig 1972 og eignuðust 3 börn.

Kona Einars Þórs, (25. desember 1972), er María Óskarsdóttir frá Húsavík, húsfreyja, f. 13. janúar 1954 á Húsavík. Foreldrar hennar voru Óskar Björn Guðmundsson úr Flatey á Skjálfanda, sjómaður, verkamaður, f. 23. ágúst 1925, d. 23. september 2012, og kona hans Alda Guðmundsdóttir úr Köldukinn, S-Þing., húsfreyja, verkakona, f. 27. mars 1928.
Börn þeirra:
1. Jóhann Bjarni Einarsson starfsmaður hjá Alcoa á Reyðarfirði, f. 15. október 1972.
2. Rannveig Snót Einarsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1974.
3. Aðalsteina Alda Einarsdóttir húsfreyja í Noregi, f. 23. mars 1976.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.